Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 15
Laugardagur 30. júní 1962. VISIR 15 CECL SAINT-LAUREN7 (CAROLINE CHERIE) komu Karlottu við hliðið, en þegar hún sá andlitssvip henn- ar varð henni þegar ljóst, að allt var tapað. Án þess að mæla orð af vörum dró Karlotta hana með sér út í horn í garðinum. — Nú verðurðu að vera hug- djörf, sagði hún, og umfram allt að vera köld og ákveðin. Ég hefi frétt frá Gaston. Honum heppn aðist að ná í upphæð, sem hefði tryggt dvöl þína hér í tvo mán- uði. Hann afhenti peningana vini, aðalsmanni, sem átti að afhenda mér þá, en sá maður var handtekinn er hann var á leið til mín með peningana. Og það var vitanlega lagt Hald á féð. Gaston sendir þér nú þau skilaboð, að hann geri enn eina tilraun til að útvega peninga, — og mistakist það ætlar hann að gera tilraun til þess að hjálpa þér til að komast undan á flótta, Karólína svaraði engu og hugs aði sem svo: Ég vissi, að eitt- hvað skelfilegt mundi dynja yfir, — ég fann það á mér! — Eftir tvo daga, sagði hún, þá er allt um seinan Karlotta. Þá verð ég annaðhvort í fangels inu — eða búið að höggva af mér höfuðið. Hún skýrði mágkonu sinni frá hvemig málin horfðu. — Ég sé að eins eina smugu, sagði hún, ég hefi pyngju með 2000 frönkum. Hún gæti dugað í tvo daga, en áður en þeir eru liðnir verður þú að koma með jafnmikið, svo að ég geti þrauk að þar til Gaston kemur. Karlotta greip um hendur hennar. — Karó — það sem þú biður um er miklu erfiðara en þú gerir pér i hugarlund, en ég sver ' að það skal heppnast. Ég kem ekki á morgun, því að ég verð að notá tímann, en ég lofa þér að koma daginn eftir með pen- ingana. Nú færðu það, sem ég hef' á mér, það eru 200 frankar. Þeir gagna víst lítið — og þó betra að hafa þá enn ekkert. Þær kysstust að skilnaði og ! Karlottú var svo mikið niðri fyr- | ir, að hún fór að nágráta, en Karólína hugsaði sem svo: Hún er betri en ég mundi ég vera ^ svona góð og fórnfús, ef hún j væri f mínum sporum? Eftir að hafa talað við Kar- | lottu var hún miklu rórri og í fór nú upp til þess að ná í i pyngju sína. Leitaði hún í her- j bergiskytrunni sinni að henni og fann ekki. Skelfing greip hana á ný og sló út um hana köldum svita, en þá minntist hún þess, að hún hafði falið hana milli bjálkanna á loftjnu, og hún bölv aði minnisleysi sfnu og flýtti sér nú upp þangað. En þótt hún teygði sig á tá og þuklaði og: þuklaði milli bjálkana fann hún ' ekki pyngjuna, að eins saman- bögglaðan miða, sem á var skrif að: -— Kæra Karólína, ef þér ein- jhvern tíma lesið þennan miða, þá minnist þess að ég er ekki lengur í lifanda tölu, og kannske hefur tilhugsunin um það þau áhrif, að þér getið fyrirgefið mér það, sem ég er að gera. Ég sá yður fela pyngjuna hérna .... ég sé ekkert annað úrræði, og ég veit vel, að þetta er ljótt, einkum vegna þess að þér voruð mér góð. Reynið að skilja mig og fyrirgefið mér Anna-María de Forbin. — Örlög hugsaði Karólína. Og hún fann ekki til reiði vegna þess, 'em stúlkan hafði gert. Hún gekk niður og barði að ; dyrum hjá Belhomme lækni. j Chabanne opnaði. Hún sagði, að j I hann væri ekki við, en yrði kom j inn eftir 10 mínútur. Karólína fór og kom aftur eft- ir 10 mínútur. Þér verðið mér vist reiður, sagði Karólína, ég hafði lofað að : borga í dag, en mágkona mín gerði sér ekki grein fyrir að, svona mikið lægi á, og því getið , þér ekki fengið peningana fyrr j en i fyrramálið. Belhomme var óánægður á J svip, en sætti sig við þettá: — Segjum þá fyrir hád.egi á j morgun. Þá verð ég búinn að j ganga frá listanum. Ef þér kom- ið ekki með peningana fyrir, þann tíma bæti ég nafni yðar á | hann. ^ Þegar hún var á leið niður fór | hún að hugleiða, að Boimussy' hafði ge.'ið í skyn, að hann hefði tapað /nokkrum þúsundum franka í fjárhættuspili alveg ný- lega? Ef hún gæti nú lagt þessa 200 franka, sem Karlotta hafði fært her.ni í borð, og unnio nægi lega til þess að bjarga lífi sínu? Hún hafði aldrei spilað fjár- hættuspil, en oft heyrt að heppni byrjenda væri hin furðulegasta á stundum. Án þess að hika gekk hún til herbergis hans og barði á dyrn- ar. Hann lá á rúminu klæddur innislopp, var að lesa í bók, en á litlu borði hafði hann vín- flösku og ýmiss konar sæigæti. Hann reis á fætur, er hann sá hver kominn var, og gekk á móti henni — Þetta er óvæntur heiður ... má ég skilja það svo, að þér séuð mér ekki reið lengur? — Æ, það er alveg satt, við vorum ósátt, — ég var víst næst um búin að gleyma því. Hann hrosti. — Fyrirtak! Gerið svo vel að fa yður sæti. Má ég ekki bjóða yður glas af víni? Karólína hlustaði á kurteisis- hjal hans af mikilH óþolinmæði. Hún skildi mæta vel, að hann vildi koma sér í mjúkinn hjá henni. — Ég er ekki komin til þess að hlusta á yður slá mér gull- hamra, sagði hún, en sögðuð þér ekki um daginn, að fjárhættuspil væri stundað hér í húsinu, spilað á spi! um peninga og teninga- kast stundað — og að mér mundi þykja gaman að vera þar þátttakandi? Boimmssy kinkáði kolli og játti þessu þar með. Hann stakk upp á því, að þau neyttu mið- degisverðar saman og færu svo saman til þess að freista gæfunn ar við spilaborðið. Hann kvaðst mundu kenna henni spilareglurn ar. Þau hittust síðar í borðsalnum og fóru svo saman þangað, sem spilað var, og Karólína varð ekk ert hissa, er hún komsf-að bví, að spilavítið var herbergi brarðr anna hollenzku. En hið eina sem hún hafði áhuga á var að komast yfir peninga. Þegar þau gengu inn í stof- una, sem var ein hin stærs'a r 62/ ■Vb// Braátt var árásin á enda. Her- menn Zatars afvopnuðu þá, sem lifandi voru og neyddu þá til að ganga yfir sléttuna. — Þegar þeir komu inn í mongólaherbúðirnar, ávarpaði Zatar fanga sína. „Hlust- ið á!“ öskraði hann — „Þið verðið "VOU MUST C' ->SB 5STÍVEEN GLOKV WlTH ME— OK PeATH1." að velja á milli dýrlegs lífs hjá mér — eða dauða!“ .•.■.■.■.■.■.V.V.V.V.V.’.VV.V.-.' Barnasagan Kalli 09 elcðuriim Furstinn lyfti logandi eldinum á loft og brosti til mannfjöldans á hafnarbakkanum. Fólkið svaraði með því að henda rotnum ávöxt- um um borð. „Þeir meta ekki Slapzky-fjölskylduna mikils" and- varpaði furstinn. „Verra gæti það verið“ skaut yfirmatreiðslumaður- inn inn í, „ekki hefir enn verið gerð árás á eldinn“. „Þá verðum við að vera þakklátir fyrir mót- tökurnar“ viðurkenndi furstinn. En Rúfffanó greifi var ekki hrifinn af móttökunum, þegar hann var bú- inn að fá úldinn tómatá framan f sig. „Flýtið ykkur að hrópa húrra, asnarnir ykkar“ æpti hann, „ann- ars er mér að mæta. Svona nú: einn — tveir — þrír!“ „Bravó“ hrópaði mannfjöldinn furðu lost- inn. húsinu, var þar fyrir margt manna, og sá hún, að þarna voru allir þeir, sem enn höfðu gnægð fjár. Á veggnum var skopteikn- ing af Robespierre ,sem menn virtust hafa mikið gaman at. Kaffi var framreitt og mun það hafa verið fremur óvanalegt, en einnig voru vínflöskur margar á borðum. Nú tilkynnti hinn yngri bræðranna, að hann „tæki við bankanum“ og byrjað var að spila af nýju. Karólína hafði aldrei snert á spilum fyrr og lét því Boiumssý ráða, en raunar krafðist þessi spilamennska ekki gáfna, því að allt var undir heppninni komið- Hún lagði 200 frankana sína á borðið hjá sér. Henni fannst hver vöðvi í líkamanum kiprast saman, er hún handlék spilin, full eftirvæntingar. Brátt átti hún að eins 50 franka eftir. Boimussy virtist kæra sig koll- óttan hvort hann græddi eða tapaði, og peningahrúgan fyrir framan hann stækkaði óðum. Karólína hugsaði sem svo: Hann hlýtur að vera auðugur, og því auðvelt fyrir hann að þola tap á milli, en ég á ekkert, og verð að vinna eigi ég að halda lífinu. En nr fór hún allt í einu að hafa heppnina með sér. Hún komst í mikla hugaræsingu og fór að hugleiða hve mikið hún mundi hafa unnið, en gat ekki gert sér grein fyrir þvi, en Boim ussy gerði sér grein fyrir hvað hún var að hugsa og sagði: — Nú hafið þér unnið minnst 1500 franka. Karólína var búin nað fá ákaf an hjartslátt og blóðið streymdi örara um æðar henni. Hún hélt áfram að vinna og allra augu mændu á hana. Hún var hug- fangi, eins og í leiðslu, hlustaði ekki lengur eftir því, sem Boim- ussy sagði, og einblíndi á spilin. Og í næsta spili tapaði hún tals- verðri upphæð. — Nú verðið þér að hætta í bili, sagði Boimussy, því að nú verðið þér að gera ráð fyrir, að heppnin snúi við yður bakinu, — þér getið líka vel.við unað. En það fór alveg fram hjá henni, sem Boimussy sagði, — hún gat ekki hætt. — „ekki fyrr en ég hef unnið 4000 franka“, hugsaði hún, hún var búin að vinna 3800,00 ,,ég ætla ekki að snorca 2000“, hugsaði hún“, en freista gæfunnar með 1800“. Hún tapaði þessum 1800 frönk um næstu tvo tímana og var farin að taka af 2000 frönkunum áður en hún vissi af. Og brátt hafði hún tapað þeim líka. Svit- inn bogaði af henni. Og nú rann það upp fyrir henni hve óforsjál hún hafði verið. Hún sagði við sjálfa sig hvað eftir annað, að i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.