Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 16
r 'V VISIR Laugardagur 30. júní 1962. I Frakkar eru byrjaðir að afhenda | Túnísum suðurhluta flotastöðvar- svæðisins í Bizerta. Samkomulags- umleitanir hefjast á mánudag í næstu viku um hvenær allt lið Frakka í Bizerta skuli vera farið þaðan. / notma og drukknaði Aðfaranótt fimmtudagsins tók stýrimanninn, Hilmar Tómasson, út af v.b. Hafþór frá Norðfirði, sem þá var að síldveiðum úti af Horni. Slysið skeði laust eftir miðnætti og var löng og ítarleg leit gerð að Hilmari en árangurslaus. Fór bátur- inn þá rakleitt til Akureyrar, kom þangað síðdegis á fimmtudag og í gær hófust sjópróf í málinu. Hilmar Tómasson stýrimaður stóð á þrítugu. Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn. Vísir átti seint í gærkvöldi tal við Kristján Jónsson fulltrúa bæjarfó- geta á Akureyri, sem hafði sjópróf í máli þessu til meðferðar. Það sem kemur fram I sjóprófun- um er í höfuðatriðum þetta: Stýrimaðurinn á m.b. Hafþór, Hilmar Tómasson, fór út úr brjínni á bátnum rétt eftir miðnætti að- faranótt s.l. fimmtudags, eða um kl. 0.20. Svo virðist sem „hanafót- ur“ hafi herpst að fæti Hilmars, en það er nafn á lykkju sem rennur eftir herpinótslínunni, og þetta hafi verið orsökin að óhappinu. Enginn skipverja sá þegar þetta skeði og ekki fyrr en Hilmar var flæktur í nótina og var að renna útbyrðis. Sáu skipverjar að lykkju var þá brugðið um fót hans. Líða ekki nema örfá augnablik unz menn höfðu sett út lítinn bát og í hann fóru tveir menn til að ná í manninn. Sáu þeir að línugarn lá yfir höfðinu á Hilmari, sem reyndar þrýsti honum niður, en töldu þó víst að þeir myndu ná honum á hverju augnabliki. Áttu þeir aðeins tvo eða þrjá metra til hans og var annar bátsverja kominn fram í bát- inn til að innbyrða hann þegar Hilm ar sökk allt í einu og skaut ekki upp eftir það. Munu hafa liðið uni 4 klst. frá því að slysið skeði og þar tii báturinn fór burt af slysstaðnum. Öll leit var árangurslaus. Veiðin glæddist með kvöldinu í gær gerði nokkurn vin(j frétt um að fiugvél hefði séð • Bjarnarey, en það er það næsta þrjár góðar síldartorfur rétt fyr- j sem síldin hefur komið að land ir austan Vopnafjörð, út afl Frh. á 6. síðu. á síldarmiðunum fyrir Norðurlandi og var lítil sem engin veiði frá því snemma um morguninn og fram til kl. 6 um kvöldið. Þá fóru skipin að kasta og fengu sæmilega veiði. Síð- ast þegar Vísir vissi til í gærkvöldi höfðu 9 skip til kynnt að þau væru á leið til Siglufjarðar. Búizt var við að miklu fleiri skip hefðu fengið 100 til 300 mál, þótt þau tilkynntu ekkert um það þar sem þau ætluðu að halda áfram að (veiða. Löndun hélt á- fram á Siglufirði í allan dag. Torfur við Bjarnarey. Veiðisvæðið er á líkum stað og í gær á Strandagrunni 25—50 mílur út af Horni. Nokkru eftir hádegi í gær barst hins vegar Mikil fjölgun félaga / AB Mussolini mynd mótmælt Kvikmynd um Mussolini, „Ben- j ito Mussolini, eðli einræðisherr- ans“, er nú mjög vel sótt á Ítalíu. i Fjölskylda Clarettu Patacci, frillu Mussolinis, hefir kvartað yfii því, að sagt er frá sambandi þeirra í myndinni og telja þeir, að mynd- j in muni rýra álit ættarinnar. Hið opinbera hefir svarað því, að Claretta sé „þáttur í veraldarsög- unni“, og verði engin breyting gerð á myndinni. » Charlie Chaplin, sem nú er 73 ára ætlar að framleiða nýja skop- mynd. Hann hefur samið handritið og ætlar að leika í henni sjálfur. Sidney sonur hans er meðframleið andi. - - . Hin árlega ferð landsmála- félagsins Varðar verður farin sunnudaginn 1. júlí n. k. Leið- in liggur um Krísuvík, Ölfus, Flóann Skeið og Biskupstungur. Kunnur leiðsögumaður verður með í förinni, sem sé Árni Óla ritstjóri. Staldrað verður við á helztu sögustöðum svo og skoð uð athyglisverð mannvirki á leiðinni. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu kl. 8 árdegis. Væntanlegir þátttakendur geta keypt farseðla á 225 króuur í Sjálfstæðishúsinu. Innifalið í verðinu er miðdegisverður og kvöldverður. Varðarferðirnar svokölluðu eru einn vinsælasti þátturinn i starfsemi félagsins. Árlega taka margir tugir manna þátt í þess um ferðum sér til ánægju og fróðleiksauka. Meðfylgjandi mynd sýnir þátt takendur í síðustu Varðarferð á einum áningarstaðnum. félagsins, sem haldinn var á miðvikudaginn. Þar flutti Bjami Benediktsson dómsmálaráð- herra, sem er formaður AB greinargerð um starfscmina og sagði hann að bækur félagsins á s.l. ári hefðu yfirleitt selzt vel, enda hefði verið þar margt úrvals bóka. Einnig flutti þar skýrslu framkvæmdastjóri fé- lagsins Baldvin Tryggvason. Stjórn Almenna bókafélags- ins var öll endurkjörin en hana skipa: Bjarni Benediktsson for- maður, Alexander Jóhannes- son, Gylfi Þ. Gíslason, Jóhann Hafstein og Karl Kristjánsson. I bókmenntaráð voru kjörn- ir: Tómas Guðmundsson for- maður, Birgir Kjaran, Davíð Stefánsson, Guðmundur G. Hagalín, Höskuldur Ólafsson, Jóhannes Nordal, Kristján AI- bertsson, Matthías Jóhannessen og Þórarinn Björnsson. Félagsmönnum í Almenna | bókafélaginu hefur fjölgað um : 300 síðan um áramót. Er hagur I félagsins góður og mikil gróska í bókaútgáfu þess. Þetta kom fram á aðalfundi Almenna bóka Um þessar mundir er unnið að því að breyta Isborginni í flutningaskip og standa vonir til að því verki ljúki um áramót. í sambandi við breytingar þessar hefur ketiilinn úr skipinu verið tekin úr því og seldur síldarverksmiðjur ríkisins. — Mun eiga að nota hann í hina nýju verksmiðju, sem er í bygg ingu á Reyðarfirði. Mjög óvíst þykir hvort verksmiðjan komist í gang á þessu sumri, vegna þess að verkfall jámsmiða tafði mjög fyrir. Ketill þessi er um fimmtíu og átta tonn að þyngd, en hér á íslandi en engin krani svo sterk ur að hann geti lyft honum. Var þá það ráð tekið að fá eitt af skipum Moore-Mc Cormac línunnar, sem annast birgðarflutninga fyrir banda- ríska herinn, til þess að lyfta hinum þunga katli úr Isborginni, og gerði skipið þaö í dag. Við verkið var notuð „boma“ sem ly/tir um 75 tonnum og gekk það mjög fljótt og vel Dró síðan dráttarbáturinn Magni ketilinn út á Viðeyjarsund en þar verður hann þar til að eitt af skipum Iandhelgisgæzlunnar mun draga hann austur. Söfnuðu sér fé ti ísiandsferðar Yorkshire Evening Post segir frá því, að tíu skólapiltar og tveir kennarar þeirra haldi til ís- Iands í ágúst til nokkurra vikna dvalar. Piltarnir eru allir í efsta bekk í Ripon-gagnfræðaskóla, og hafa þeir unnið kappsamlega við að safna fé til fararinnar, sem þeir ætla að greiða að mestu úr eigin vasa. Þó hefir þeim ekki tekizt að leggja allan farareyrinn til hlið- ar, og vonast þeir til að fá stuðn- ing frá vinum og velunnurum skóla síns til að fylla ferðasjóðinn, ef á hann vantar. Þegar hingað til lands verður komið, er æJunin að taka bifreið á leigu og aka um Iandið, en sofið verður í tjöldum og piltarnir munu sjálfir elda ofan í sig og kennara sína. Eftir heimkomuna eiga þeir svo að rita ferðasögu, sem geymd skal í bókasafni skólans. Með pilt- unum verður fimleikakennari þeirra, svo og landafræðikennari skólans. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.