Vísir - 02.07.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 02.07.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Mánudagur 2. júlí 1962. — 148. tbl, Hún fann sinn Higgins Nú er ár liðið frá því Vísir var stækkaður upp I í 16 síður og útliti blaðsins breytt. Á þessu eina | ári hefir upplag blaðsins aukizt um helming — | helmingi fleiri kaupa nú Vísi en fyrir réttu ári. | Það var í júní 1961 að blaðið stækkaði og | efni þess var breytt í nýtízkulegra horf. Þá var upp- | lag blaðsins 5.750 eintök. Fyrstu þrjár vikurnar í | júní 1962 var upplag Vísis 11.550 eintök. Vísir er | nú aðili að Sölutækni og staðfesta þau samtök I upplagstölu blaðsins. 1 ^Vöxtur Vísis var mjög ör vikurnar eftir að að b blaðið var stækkað í fyrra sumar og jókst lausa- | salan þá mjög hröðum skrefum. Síðustu vikurnar | hefir staðið yfir áskrifendasöfnun í Reykjavík og hefir kaupendum blaðsins farið mjög ört fjölgandi. Hafa nær 2.000 nýir áskrifendur bætzt í hópinn frá maíbyrjun. Mun nú verða hafin áskrifendasöfnun í kaupstöðum og nálægum byggðarlögum. Ennþá er Vísir ódýrasta dagblað landsins. Kostar blaðið að- eins 45 krónur á mánuði. Vísir er nú orðinn annað stærsta dagblaðið í Reykjavík og nágrenni og því hefir auglýsingagildi blaðsins mjög vaxið. Á árinu hefir tæknileg að- staða blaðsins einnig mjög batnað. Flutt var í nýtt húsnæði við Laugaveg, prentsmiðja blaðsins var stofnsett og eigin prentmyndagerð tók til starfa. Hinn öri vöxtur blaðsins síðustu 12 mánuðina sýnir að þær breytingar, sem gerðar voru á blað- inu, hafa fallið lesendum vel í geð. Vísir þakkar öllum þeim, sem hér hafa átt hlut að máli, og les- endum blaðsins fyrir margvíslegan stuðning og vinsemd. Ellefu skipbrotsmem á reki / fímmtán klukkust í Fuxufíáunum Sá furðulegi atburður gerðist hér á miðjum Faxa-! flóa, að glæsilegu, nýuppgerðu 80 tonna fiskiskipi, Hamri frá Sandgerði hvolfdi allt í einu og hann sökk á svo skömmum tíma að skipverjamir ellefu að tölu komust aðeins naumlega í gúmmíbjörgunarbát. Og það sem er enn furðulegra. Það var ekki fyrr Framh á 5. síðu V Skipbrotsmennimír af Hamri, þegar þeir komu í bæinn i morgun. Þeir sitja í langferðabílnum. í fremstu röð: Eðvak! Eyjólfsson stýrimaður sem var í brúnni, þegar slysið gerðist, Georg Georgsson háseti, Birgir Erlendsson skipstjóri. Sitjand' í næstu röð: Erlingur Ríkarð Guðmundsson, Tómas Þorkels son 2. véiamaður, Jón Gunnarsson matsveinn og Friðril Sigurðsson 1. vélstjóri. Standandi í aftari röð: Sigurður Jóns son, Björn Ragnarsson, Guðmundur Friðriksson (sonui Friðrks vélstjóa og yngsti maður áhafnarinnar 15 ára) og Gísli Ólafsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.