Vísir - 02.07.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 02.07.1962, Blaðsíða 9
Mánudagur 2. júlí 1962. VISIR 9 Það eru nú liðin um það bll 60 ár frá því að byrjað var á skipulegan hátt á fyrstu skóg- ræktartilraunum á íslandi en þær voru gerðar á Hallorms- stað. Voru það danskir menn sem þar áttu hlut að máii og má segja að tilraunir þeirra fyrir um það bil 60 árum hafi veitt okkur dýrmæta reynslu og aukna bjartsýni á framtíð skógræktar á íslandi. Fyrir nokkru kom Diaða- maður frá Vísi að Hallormsstað hitti þar Sigurð Blöndal skógar vörð að máli og bað hann að segja Vísi nokkuð frá sögu skógræktar frá því hún hófst þar fyrir nær réttum sex ára- tugum. — Um aldamótin síðustu, girða allt skóglendið og friða það. Friðunin ein hefur borið alveg ótrúlegan árangur og skögur vaxið upp á stóru svæði þar sem örlaði ekki fyrir olöntu áður. — Var það íslenzka ríkið, sem stuðlaði að þessum fram- kvæmdum? — Nei, fyrstu árin var þetta einkaframtak með nokkrum styrk frá ríkinu, eða til ársins 1907, en þá tók ríkið við rekstr inum. Fyrsti skógarvörður á Hallormsstað eftir að ríkið tók við gróðrarstöðinni var Stefán Kristjánsson, en hann var að- eins um tveggja ára skeið. Gutt ormur Pálsson tók við af hon- um og gengdi starfinu sam- fleytt frá 1909 til 1955 að hann Guttarmslundur á Hallormsstað. Fyrsti nytjaskógur á íslandi. Hann ber þegar ágætan arð, sagði, Sigurður Blöndal, var Hallormsstaðaskógur talinn stærsti samfelldi birkiskógur á landinu. Og það Var á Hall- ormsstað, sem fyrstu tilraunir voru gerðar með gróðursetrl- Græðiréiturinn á Hallorms- stað var lítið starfræktur á þessu tuttugu ára tímabili, en samt nokkuð með birki og reynivið. Meiri áherzla var lögð á grisjun og friðun skógar- ins, enda bar hún mikinn árang ur. — Hvenær var þá barrtrjár- fræið sáð næst á Hallormsstað? Framh. á bls. 10. hætti fyrir aldurs sakir. — Og þá tókst þú við? — Já ég, hef verið skógar- vörður á Hallormsstað síðan. — Hvað var C. E. Flensborg hérna lengi? fars. En hann hafði óbifandi trú á þvi að bartré gætu dafn- að á íslandi og hagaði sér sam kvæmt því. Hann vann algert brautryðjendastarf og lagði mik ið í sölurnar því ræktunarfram kvæmdir í hvaða mynd sem var, voru ekki jafn auðveldar þá og nú. Það varð að stinga allan jarðveg upp með skóflu, því plæging með hestum var óþekkt fyrirbæri og hvað þá að nokkur véltækni kæmi þar við sögu á einn eða annan hátt. Þar við bættist að ekki var talið nóg að gert fyrr en xomið var niður á tveggja skóflu- stungu dýpi, en jarðvegurinn þéttur fyrir og örðugur við- fangs. Þetta var því siður en svo áhlaupsverk. — Fram til þessa var það að mestu eða öllu óþekkt fyrirbæri að sá trjáfræi. í þeim fáu til- fellum sem reynt hafði verið að fá erlendar trjátegundir til að vaxa á íslandi, einkum í húsa- görðum hjá nokkrum einstak- lingum, höfðu plönturnar ver- ið fluttar inn með skipum. Eins og gefur að skilja gaf það oft miður heppilega raun. En Flens borg tókst á hendur að reyna að sá og reyndi þá jafnframt ýmsar tegundir af barrtrjárfræi, enda líka bæði eðlilegt og sjálf- sagt að reyna sem flestar teg- undir til að fá samanburð og skera úr um það hvaða tegund hentaði okkur bezt. — Hvernig fór fyrir þessum tilraunum hans? — Það verður að segja sem er að það sér lítinn árangyr af þeim, hverju sem þar er um að kenna. Ég hygg að meginorsök- in sé sú, að fræið hafi ekki ver- ið sótt á rétta staði, ekki á þá staði eða í þau lönd sem bjuggu við hvað áþekkust gróður- og veðurskilyrði og við hér heima. Seinni tíma reynsla hefur sýnt, að það er nauðsynlegt. ' — En þessum tilraunum hef- ur þrátt fyrir það verið haldið áfram? — Þeim var haldið lítillega áfram til 1913, en þá lagðar nið- ur að fullu og öllu í tuttugu ár. Þáverandi skógræktarstjóri Agnar Kofoed-Hansen, var af- huga barrtrjárækt og taldi barr- tré ekki geta þrifizt hér vegna jarðvegsins, sem væri fokjarð- vegur. Sigurður Blöndal skógarvörður. ingu barrtrjáa á íslandi og hér er það sem fyrsti vlsirinn að nytjaskógi nær að festa rætur. — Hver átti frumkvæðið að þessu? — Það voru tveir danskir menn, sem þarna áttu hlut að máli, Ryder skipstjóri og Pryts prófessor við landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn. En sá sem annaðist framkvæmdir var C. E Flensborg, sem síðar varð forstjóri danska Heiðafé- lagsins. Þessir menn stofnuðu sameiginlega fyrsta vísinn að gróðrarstöð á Hallormsstað ár ið 1903. Hún var fyrst í stað sérfriðuð, en tveimur árum seinna var hafizt handa um að — Hann hóf fyrstu störf á Hallormsstað 1902 eða fyrir réttum sextíu árum. Hann vann hér síðan á hverju vori til 1906 að hann fluttist alfarinn til Danmerkur. Starfsemi hans í þágu íslenzkrar skógræktar er merkileg. Hann hafði litla reynslu til að styðjast við, og raunar enga með tilliti til ís- lenzks gróðurs- og veðráttu- Sigríður Sigurbjömsdóttir frá Hafursá við gróðursetningu á Hallormsstað. Hún hefur í því starfi selgið út öll met og náð meiri afköstum en dæmi eru til. Mestu afköst hennar er að setja niður 12360 plöntur á 9 klukkustundum. Sæmi- lega dugleg manneskjur setja 7—8 þúsund plöntur niður á sama tíma. Hér er Sigriður að starfi í sínum venjulega vinnubúningi. •g? atP" . '-SpStó j - Vt,riV'v.A'*iY'''í' t »'♦ * * V,*a ,'f* ,‘Vn’V'v' ‘ I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.