Vísir - 02.07.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 02.07.1962, Blaðsíða 10
w VISIR Mánudagur 2. júlí 1962. ' - £ 'íifr, y' i-f'- I.S.I. K.R. RÍKHARDUR IÓNSSON leikur með Oft hafa Akraoesingar gert það hezt! K.S.Í. Urvalslið S.U.B: og Akranes LEIKUR Á LAUGARDALSVELLINUM í KVÖLD KL. 8,30. Dómari: Magnús Pétursson. Verð aðgöngumiða: Böm kr. 10.00, Stæði kr. 35.00, Stúkusæti kr. 50;00. Nytjaskógur — Framh al 9 síðu — Það var árið 1933, þrjá- tíu árum eftir að græðireiturinn tók fyrst til starfa. Þá hafði ve. fengið hingað lerkifræ frá Arkangelsk í Rússlandi og því sáði Guttormur skógarvörður í gróðrarstöðina en gróðursetti plönturnar síðar þar sem nú heitir Guttormslundur á Hall- ormsstað og er fyrstur skóga á íslandi með nytjaskógaeinkenni. Fimm árum eftir að fræinu var sáð árið 1938 voru plönturnar gróðursettar, og nú — að þrjá- tíu árum liðnum — gefur þessi skógur mjög góðan arð, og bend ir okkur jafnframt á þann möguleika, sem nytjaskógur VikuyfIrlit fyrir kaupendur byggingaefnis: FRAMLEIÐUM: „MÁTSTEIN“ úr rauðamöl, steypu og vikri í allar byggingar. Ódýrasti bygg- ingasteinninn á markaðnum miðað við efnismagn, burðarþol, einangurnargildi og hráefni. Framleiddur eftir verkfræðilegum fyrirsögnum og er staðlaður. Full- nægir öllum byggingakröfum og má hlaða tveggja hæða hús í Reykjavík úr rauðamölmátsteinum og um allt land. Athugið að í venjulegan bílskúr kostar rauðamölsmátsteinn aðeins ca. kr. 6.000,00 og í ca. 100 ferm. íbúðarhús ca. kr. 12.000,00. Ódýrasta byggingaefnið á markaðnum í útveggi allskonar bygginga. Greiðsluskilmálar. MILLIVEGGJAPLÖTUR úr Snæfellsvikiii og Seyðishólarauðamöl 5,cm 7cm og 10 cm þykkar 50x50 cm á stærð. Athugið að hlaðinn milliveggur úr milliveggjaplöt- um okkar er ódýrasti og um leið bezti milliveggurinn fáanlegur enda sjaldan notað annað í milliveggi. GANGSTÉTTARHELLUR 20x40x9 cm úr steypu (grá áferð) rauðamöl (dumbrauð áferð) á aðeins kr. 9,50 stk. og slípaðar með „terrazzo-líkri“ áferð á kr. 12,00 stk. Einnig 50x50x7 cm úr steypu (grá áferð) á kr. 28.50, rauðamöl blandaðri steypu sandi áikr. 25,00 og sömu plötur slípaðar með ,,terrazzo-líkri“ áferð á kr. 30,00. Til sýnis í Byggingaþjónustunni, Laugaveg 18A. HRÁEFNI: Notum aðeins beztu fáanlegu hráefni í framleiðsluvörur okkar og flytj- um þau um óravegu þar sem engin sambærileg hráefni að gæðum fyrirfinnast nálægt Reykjavík. T. d. flytjum við vikurmöl frá Snæfellsjökli og rauðamöl frá námum okkar í Seyðishólunum, Grímsnesi. Þér getið því verið viss um að fá aðeins fyrsta flokks vörur úr fyrsta flokks hráefnum hjá okkur'. SELJUM: Rauðamöl, maðaða og ómalaða, vikurmöl, vikursand, pússningasand, krossvið, spónaplötur, gabon. harðvið, spón og fl. Jón Láíísson hf. Hringbraut 121 — Sími 10600 Algreiðslustörf Kvennmaður eða karlmaður óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugaveg 100. getur gefið á Islandi ef réttilega er að farið. Það má fullyrða, að þessi tilraun hafi haft mikil áhrif á skógrækt á Islandi, það hefur vakið hjá fólki trúna á vaxtarmátt nytjaskógar í þessu annars hrjóstruga landi og gef- ið henni í heild byr undir vængi. — Hefur ekki verið haldið áfram að sá og planta út lerki í Hallormsstaðaskógi? — Nei, atvikin höguðu því þannig að lei'ki er ekki gróður- sett aftur fyrr en 1951. Fyrst vildi maður kanna hvernig lerk- ið dafnaði, síðan skall styrj- öldin á, og ekki unnt að afla fræs fyrr en að því loknu. En frá 1951 hefur lerki verið plant- að hér út að meira eða minna leyti á hverju ári, og stundum miklu. — Hvenær hefst gróðursetn- ing erlendra trjátegunda á Hall- ormsstað, svo að nokkru nem- ur? — Þegar Hákon Bjarnason varð skógræktarstjóri urðu þáttaskil í‘ skógræktarmálum I’slendinga. Hann tók upp þá stefnu, sem Flensborg byrjaði á, að rækta hér erlendar trjá- tegundir. Tilraunir þær sem Flensborg byrjaði á mistókúst að verulegu leyti, eins og áður segir, en síðan að Iögð var á- herzla á að safna fræi frá lönd- um með lík skilyrði og heima á Islandi hefur þetta gefið allt aðra raun og árangurinn orðið hinn ákjósanlegasti. Hitt var svo annað mál að fyrst eftir að Hákon tók við starfi skógræktarstjóra ríkti kreppuástand í landinu, fjár- hagur þröngur til hvers konar athafna, og síðan tók styrjöld- in við og dró úr skógræktar- framkvæmdum, m. a. vegna skorts á fræi. Það er því ekki fyrr en eftir 1950 áð gróður- setning hefst svo nokkru nem- ur. — Hvað er búið að gróður- setja mikið af erlendum trjá- plöntum á Hallormsstað? — í árslok 1954, þegar Gutt- ormur 'Pálsson lét af störfum sem skógarvörður var búið að setja í 15 hektara lands, en nú í 75 hektara. Ef reiknað er með að 5 —6 þúsund plöntur fari í hvern hektara þá lætur nærri að samtals sé komið niður um eða yfir 400 þús. plöntur. Lang- mest er af rússnesku og síber- ísku lerki og norsku rauðgreni. Segja má að aðrar tegundir séu hverfandi. — Og hvað er hugmyndin að gróðursetja mikið í sumar? — Það er hugmyndin að setja niður í 20 hektara, eða rúmlega 100 þúsund plöntur. Við vonum að það takizt. Við stefnum á- kveðið að því að breyta birki- skóginum á Hallormssta í barr- skóga að nokkru leyti. En á- kveðin svæði t. d. ( Gatnaskógi verða áfram birkiskógur. PÁU S. PÁLSSON hæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti 14 Simi 24200. Ráðskona óskast i J _ , ■ í sveit á Snæfellsnesi. Tveir í heimili. Uppl. í síma 16642. í dag. Plymouth 1947 nýskoðaður til sölu. BIFREIÐASALA STEFÁNS Grettisgötu 80 . Sími 12640.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.