Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.08.1990, Blaðsíða 5
Ágúst 1990 Ferð á NordDATA'90 í Gautaborg Halldór Kristjánsson, formaður SÍ NordDATA '90 var haldin í Gauta- borg dagana 11. til 14. jtíní síðast- liðinn. Við hjónin ákváðum að sameina stutt sumarfrí heimsókn á ráðstefhuna og héldum í því skyni til Kaupmannahafnar laugardaginn 9. jtíní. Á slóðum Hamlets Gott veður var í Kaupmannahöfh og héldum við sem leið lá með bílaleigubíl til miðborgarinnar þar sem því sem eftir lifði dags var eytt í Tívoli með vinahjónum. Daginn eftir ókum við Strandvejen með austurströnd Fjóns til Helsingör. Leiðin er afar falleg og þess virði að fara hana. í Helsingör skoðuðum við höll Hamlets, Kronborg, á meðan við biðum eftir ferjuplássi til Helsingborg f Svíaríki. Mest kom á óvart sá geysilegi munur sem var á híbýlum fyrirfólksins í Kronborg og hinna sem þjónuðu þeim og landi og þjóð. í höllinni er einnig merkilegt sjóminjasafh og ferðarinnar virði. Gautaborg kemur á óvart Frá Helsingborg er örskotsvegur til Gautaborgar. Borgin kemur Islend- ingum á óvart því flestir, sem ekki þekkja til, telja hana vera drunga- lega og leiðinlega. Mikið er af fallegum strætum og byggingum í Gautaborg og þar er Liseberg, einn af bestu skemmti- görðum Norðurianda. Að mörgu leyti er hann skemmtilegri en Tívoli í Kaupmannahöfa, eða svo sagði dóttir mín, átta ára, sem var með í för - htín verður víst að teljast sérfræðingur um slíkt. Þá eru í borginni margvísleg söfh, leikhtís og sönghallir. Það þarf því enginn að láta sér leiðast í Gautaborg. Forleikur ráðstefnunnar Við Liseberg er skemmtistaður sem heitirRondo. Mánudagskvöldið, 11. jtíní, var haldin þar skemmtun fyrir væntanlega þátttakendur á NordDATA '90. Hópur föngulegra sttílkna, einkennisklæddra, marseruðu við undirleik ltíðrasveitar utan við Rondo og léku ýmsar listir gestum og gangandi til mikillar ánægju. Að loknum ltíðraleik hófst skemmtunin með því að Agneta Querin, formaður undirbtínings- nefhdar, bauð alla velkomna og bauð til snarls. Tóku flestir hraust- lega til matar síns og héldu síðan tít í sólina á ný, á vit ævintýra og spennu í Liseberg. Ekki var það ntí það sem móts- haldarar höfðu ætlast til, því þegar flestir voru horfhir úr salnum mætti hljómsveit á sviðið og hóf að leika danslög. Var aðeins eitt par sem nýtti sér þetta en það hvarf svo eins og hinir út um dymar að Liseberg. Setning og upphaf Daginn eftir var hin eiginlega setning í Konserthtísinu við Gauta- torg. Fyrir ótrtílega tilviljun settust allir íslensku þátttakendumir á sama bekkinn og vom, eins og við var að btíast, fagnaðarfundir. Svo skemmtilega vildi til að íslensku þátttakendumir vom allir kvenkyns, ef sá er þetta ritar er undanskilinn. Fátt merkilegt var sagt í setningar- ræðunum og er það ekki óvenjulegt á slíkum samkundum. Hins vegar gefst pólitíkusum og öðmm framá- mönnum þama kostur á að láta ljós sitt skína og er ekkert við því að segja sé ekki um að ræða innihalds- litla langhunda. Sjálf ráðstefhan hófst eftir hádegi á þriðjudeginum og fór htín fram í mörgum sölum Chalmers háskóla. Ráðstefhan fór að flestu leyti vel fram og vom þátttakendur almennt ánægðir. Betri erindi Það einkenndi nokkuð erindin á NordDATA '89 f Kaupmannahöfh að þar vora fyrirtæki og einstakl- ingar að auglýsa sig og sína þjónustu. Setti þetta leiðinlegan blæ á mörg erindanna þar sem á fag- mennsku skorti. Minna bar á þessu í Gautaborg enda meira úrval fyrirlestra en nokkm sinni áður. Vom fyrirlesarar og fundarstjórar nær 250, en ráðstefnugestir alls losuðu rétt um 1.100. 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.