Tölvumál - 01.09.1990, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.09.1990, Blaðsíða 4
September 1990 Frá formanni Halldór Kristjánsson formaður SÍ Frábær ráðstefna um stefnumótun Ráðstefha félagsins um stefhumótun var haldin 6. september síðast- liðinn. Nú var í fyrsta sinn í nokkur ár fenginn hópur erlendra sérfræðinga, auk íslenskra, til þess að flytja erindi á ráðstefnu okkar. Var því tekin nokkur áhætta vegna kostnaðar. Er skemmst frá því að segja að ráðstefhan tókst mjög vel. Hana sóttu 150 manns og var góður rómur gerður að fyrirlestrunum og skipulagi öllu sem var með miklum ágætum. Þátttakendur höfðu greinilega mikiim áhuga á efhinu og ekki síst að heyra af reynslu þeirra sem gengið hafa í gegnum stefhumótun hér á landi. Þá er alltaf fróðlegt að heyra sjónarmið þeirra sem starfa við önnur og umfangsmeiri skilyrði en við eigum að venjast hér á landi. Þegar hafa komið fram hugmyndir að svipaðri ráðstefhu um annað efni sem er mjög ofarlega á baugi um þessar mundir. Er stjóm að athuga möguleika á því að fá hingað erlenda sérfræðinga til að fjalla um það mál. Eg vil fyrir hönd stjómar þakka öllum þeim sem aðstoðuðu SÍ við að útvega erlendu fyrirlesarana, IBM, Hagvangi og Emu Ragnarsdóttur. Án þeirra hefði þetta ekki tekist. Þá má ekki gleyma nefhdarmönnum sem lögðu nótt við dag til þess að þetta mætti takast - þeim verður seint fullþakkað. Tölvusýning tölvunarfræðinema Dagana 3.-7. október næst- komandi mimu tölvunarfræðinemar gangast fyrir tölvusýningu í Þjóðar- bókhlöðunni. í tengslum við sýninguna er haldin ráðstefha og er umfjöllunarefhið netkerfi. SÍ er stuðningsaðili þessa framtaks en nemar í tölvunarfræði em félagar í SI án endurgjalds. Ástæða er til að hvetja félaga SÍ til þess að sækja ráðstefhuna og sýninguna en tölvunarfræðinemar veita félögum SÍ aflsátt af þátt- tökugjaldi á ráðstefnunni. Á næstunni verður félagsmönnum sent boðskort frá tölvunarfræði- nemum þar sem þeim er boðið á sýninguna. Ber að þakka tölvunar- fræðinemum þennan velvilja f okkar garð. Þakklæti okkar sýnum við í verki með því að fjölmenna á sýninguna og ráðstefhuna. Stjórnarfundur ISIDU hér á landi Stjómarfundur, NDU, Sambands norrænu skýrslutæknifélaganna, var haldinn hér á landi 7. september síðastliðinn. Var fjallað um mörg mál en efst á baugi vom stöðlunar- mál og þátttaka í evrópskum og alþjóðlegum samtökum skýrslu- tæknifélaga. Það vakti athygli hinna erlendu stjómarmanna hversu vel hefur verið staðið að stöðlun á hnappaborðum og táknrófum hér á landi en svo virðist sem frændur okkar séu enn að glíma við þennan vanda. Umfjöllunin um þátttöku í alþjóða- samstarfi var ákaflega fróðleg og gagnleg og ljóst að við þurfum að hyggja að henni á næstu ámm. Verður þetta mál til áframhaldandi umfjöllunar í stjóm SÍ á næstu vikum. Lumar þú á áhugaverðu efni? Það verður vart kallað pennaleti, fremur tölvuleti, að félagar SI em tregir til að tölvurita greinar í Tölvumál. Þarf ritstjóm oft að beita nokkmm fortölum til að fá menn til að rita greinar í blaðið. Getur það verið að ekkert merkilegt sé að gerast hér á landi í tölvumálum? Nei, það er margt að gerast, en tímaskortur eða hæverska koma í veg fyrir að skrifað er um það. Ef þú lumar á áhugaverðu efhi hafðu þá samband við ritnefndina, stjómarmenn eða skrifstofuna. Eitthvert okkar getur, ef ekki vill verkast betur, þá ritað grein um efhið. Tölvumál á að halda þeim sessi að vera áhugavert og framsækið tímarit um tölvumál! 4 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.