Tölvumál - 01.10.1990, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.10.1990, Blaðsíða 12
Október 1990 íslenskt hugvit á alþjóða- markaði Þórólfur Árnason markaðsstjóri Marel hf Marel hf. er eitt af fáum íslenskum fyrirtækjum á hátæknisviðinu sem náð hafa fótfestu á alþjóðamarkaði. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu tölvuvoga og annarra skráningar- tækja. Starfsmenn með reynslu í sjávarútvegi ásamt tæknideild Marel, sem hefur yfir að ráða á annan tug háskólamenntaðra tölvunarfræðinga og verkfiæðinga, hafa lagt grunninn að starfsemi fyrirtækisins. Skráningartæki á sjó og landi Marel hf. hannar og firamleiðir vogir og skráningarkerfi fyrir fyrirtæki f sjávarútvegi. Marel er leiðandi fyrirtæki í heiminum í framleiðslu voga til notkunar um borð í frystiskipum. Skipavogir frá fyrirtækinu eru notaðar um borð í skipum um allan heim, allt frá íslandi til Ástralíu og Sovétríkjanna. Utgerðarmenn jafnt sem áhafhir bera meira úr býtum en áður vegna minni yfirvigtar og engra verðfellinga sakir undirvigtar. Þróunarstarfsemi Fyrirtækið tekur nú þátt í nokkrum rannsóknarverkefhum sem tengjast fiskiðnaði, bæði innanlands og erlendis. Verkefnin eru á sviði vigtunarogsjálfvirkni. Framtíðiná því vafalaust eftir að bera í skauti sér nýjar framleiðsluvörur frá Marel á sviði myndgreiningar/tölvusjónar, sjálfvirkni um borð í verksmiðju- skipum og flæðivigtunar. Upplýsingakerfi fyrir stjórnendur MP/2 er ný kynslóð skráningar- og upplýsingakerfis ffá Marel hf. Kerfið er hannað fyrir frystihús en auðvelt er að aðlaga það öðrum matvælaiðnaði, t.d. kjötvinnslu. í þessu kerfi eru vogir og önnur skráningartæki tengd móðurtölvu sem búin er öflugum gagnavinnslu- hugbúnaði. Náin samvinna við fiskvinnslu- fyrirtæki hérlendis og erlendis hafa gert kleift að móta hugbúnaðinn þannig að hann gefi notendum sem gleggsta mynd af vinnslunni eins og hún er á hveijum tíma. Stjómendur frystihúsa hafa barist við það árum saman að auka heildamýtingu. Til þess að það sé hægt verða að vera til tæki sem afla upplýsinga um hvem einstakan vinnsluþátt svo finna megi hvar verðmæti tapist. Niðurstöðum þarf einnigaðskilaánothæfuformi. En nýting hráefhis er ekki það eina sem þarf að skoða. Tímanýting og afköst flökunarvéla og annarra vinnslu- eininga em atriði sem líka hafa áhrif á arðsemi. Einnig tímanýting starfs- fólks og manntími í ákveðnum verkum. HlutverkMP/2eraðhalda utan um þessi atriði. Hugbúnaðinn má velja eftir þörfum Hugbúnaðurinn er samsettur úr einingum sem raða má saman að vild. Vélflökun, handflökun, snyrting, pökkun, tékkvigtun og tfmaskráning. Einnignýjungareins og kassaprufuvigtun, þ.e. hráefnis- vigtun upp úr skipi. Hægt er að byija smátt og auka síðan við. Hugbúnaðurinn er hannaður til að vinna á flestum algengustu LAN netgerðum. Flestar tölvur á netinu geta haft aðgang að kerfinu og framkvæmt uppgjör. Framkvæmda- stjóri getur frá sinni tölvu fengið yfirlit yfir vinnsluna. 1 2 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.