Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Síða 6

Tölvumál - 01.12.1990, Síða 6
Desember 1 990 180.000 dollara greiðslu, og sögðust ætla að rifta síðari hluta samningsins, sem metinn er á 800.000 dollara. 16. október hringdu menn hjá Logisticon inn á tölvukerfi Revlon, og tóku hugbúnaðinn úr sambandi. Til að tolla í tískunni sögðu Revlon að Logisticon hefði sett af stað "vírusa" sem gerðu gögnin óaðgengileg. Logisticon ber það af sér, þeir segja að gögnin séu óskemmd, en Revlon hafí ekki aðgang að þeim, meðan hugbúnaðurinn er óvirkur. Reyndar tengdu þeir hugbúnaðinn aftur 18. október. Revlon hefur stefnt Logisticon fyrir samningsbrot, innbrot, truflun á starfsemi og önnur brot. Þeir segja aðgerðir Logisticon vera "viðskiptaleg hryðjuverk" og halda fram að þær hafi lokað tveimur stórum dreifingar- stöðvum í þrjá daga, stöðvað 20 milljóna dollara birgðasendingar og gert hundruð manna verklausa. Þeir telja einnig líklegt að Logisticon hafí brotið ýmsar öryggisreglur. Logisticon svara því til að þrátt fyrir að Revlon hafi kvartað yfir villum forritinu - sem reyndar megi búast við í öllum flóknum kerfum - hafi þeir notað hugbúnaðinn án þess að borga fyrir hann. 16. október hringdu menn hjá Logisticon inn á tölvukerfi Revlon, og tóku hugbúnaðinn úr sambandi. Logisticon hafi einungis verið að draga hugbúnaðinn til baka, þetta hafi verið eina leiðin til þess eftir að þessi deila kom upp. Þeir neita brotum á öryggisreglum, þar sem Revlon hafi veitt þeim aðgang að tölvukerfinu til að laga villurnar sem upp höfðu komið. Að lokum segja þeir að Revlon ýki skaðann, þar sem bakráðstafanir hafi verið til staðar ef tölvan skyldi bila. Leichter segir lögin vera óljós á þessu sviði. Þó sé þekkt að fyrirtæki láti hugbúnað taka sjálfan sig úr sambandi eftir reynslutíma, eða árlega þar til greiðsla hefur borist. Einnig sé vel þekkt í heimi laganna að taka aftur það sem ógreitt er. Að sögn lögmanna muni niðurstaðan fara eftir samningnum sem Logisticon og Revlon gerðu sín í milli. Leichter segir að sleppi Logisticon frá þessu sé víst að fyrirtæki muni verða treg til að leyfa forriturum aðgang að tölvukerfum sfnum, og að minnsta kosti muni þau vilja fá góða yfirsýn yfir það sem gert er. Og viti menn, í næsta skeyti á ráðstefnunni kom frétt frá Jim Kimble, þar sem hann segir frá Sumir viðskiptavina hans krefjast þess að frumforritstextinn sé geymdur í öryggishólfi. auknum öryggisráðstöfunum viðskiptavina sinna, þökk sé Logisticon. Versta tilfellið hljóðar þannig: Fyrst þarf hann að gera minnisblað um hverju á að breyta, og senda viðskiptavininum með 48 stunda fyrirvara. Þegar það hefur verið yfírfarið og samþykkt, fær hann að tengjast gegnum mótald - eftir að hann hefur hringt og látið vita að þetta sé hann sjálfúr - og gera breytingar sínar. Innan 72 stundaþarfhann svo að skila inn yfirliti um hvað var gert, hvaða skrám var breytt, hvers vegna og svo framvegis. Þetta skýrsluflóð fer einnig inn á borð hjá deild innan lögreglunnar þannig að rangfærslur geta kostað ýmsar sakargiftir. Sumir viðskiptavina hans kreijast þess að frumforritstextinn sé geymdur í öryggishólfi, svo "lagfæra" megi skaða sem hann veldur - meðvitað eða ekki - með því að nota frumritið. Hann tekur til þess að þetta minnki afköst sín, sérstaklega ef um er að ræða minni háttar breytingar. I stað þess að vinna að vandamálunum fari allur tíminn í pappírsvinnu. Tefldi við rangan andstæðing Nú til dags nota flestir stór- meistarar gagnabanka til að undirbúa sig íyrir mót. Þeir skoða uppáhaldsbyrjanir andstæðinga sinna, og reyna að finna veikleika þeirra. Peter Rice segir frá því þegar villa, líklega ættuð úr skákblaði, læddist inn í gagnasafn stór- meistara. Þegar á hólminn var komið tefldi andstæðingur hans ekki eins og við var búist, og seinna komst hann að því að hann hafði skoðað skák teflda af konu andstæðings síns - hún mun einnig vera sterkur skákmaður. Einnig hefur Polgarsystrunum verið ruglað saman á þennan hátt, segir Rice. Þær leynast víða hætturnar! 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.