Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.12.1990, Qupperneq 19
Desember 1 990 þarf að flytja á milli. í dag tengist tölvunet IBM á íslandi við net IBM í Austurríki og þaðan er okkur beint inn á burðarnetið. Stefiit er að því að IBM á íslandi tengist burðarnetinu beint. Notkun Eins og bent var á hér að framan var notkun Alþjóðanets IBM f fyrstu einungis miðuð við þarfir íyrirtækisins. Aðgangur að netinu var fyrst opnaður fyrir aðila utan fyrirtækisins þegar þeim var boðinn aðgangur að ýmsum gagnabönkum þess og hefur sú þjónusta verið kölluð DIAL-IBM. greiningu á þeim vandamálum sem upp kunna að koma og leiðréttingu um leið. Á síðustu árum hefur IBM enn aukið þjónustu við viðskiptavini sína og boðið þeim virðisaukandi netþjónustu. Þessi þjónusta heíur náð mikilli útbreiðslu erlendis og á IBM á íslandi nú í viðræðum við Póst og síma um það hvort/ hvernig hægt yrði að bjóða viðskiptavinum á íslandi hana einnig. kerfisfiæðingum vegna vanda- mála sem upp hafa komið og svör við þeim. í þessu kerfi er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir vegna vandamála sem upp kunna að koma. Inn á HONE eru sendar pantanir og má síðan fylgjast með stöðu þeirra í kerfinu. Ýmislegt fleira er inni á HONE kerfinu. RETAIN Tæknimenn IBM nota RETAIN kerfið til að tilkynna um villur eða bilanir sem koma fram í búnaði frá IBM. Áður en tilkynnt er um villuna er gagnagrunnurinn í kerfmu athugaður til að ákvarða hvortumþekktavillu er að ræða. Ef svo er sendir kerfið tæknimanni leiðréttingu á villunni í gegnum netið. Ef um bilun í vélbúnaði er að ræða er varahlutur fenginn af varahlutalager. Þegar um óþekkta villu eða bilun er að ræða eru sérfræðingar og hönnuðir settir í málið erlendis og gefa þeir ráð eða koma með endurbætur. Sumar tölvur eru þannig útbúnar að þær hafa samband við verksmiðjuna sína þegar eitthvað bjátar á og fá þá lagfæringar um leið þegar þess er kostur, annars fær viðkomandi tæknimaður hjá IBM boð um það sem gera þarf. Warwick UK Tengingar til annarra heimshluta Jafnframt eru stærri tölvur frá IBM nú þannig útbúnar að í þeim er möguleiki á tenginu við Alþjóðanetið. Um þessa tengingu geta viðskipatavinir komist í samband við DIAL-IBM þjónustuna og tæknimenn eða þjónustuaðilar geta náð sambandi við tölvurnar þegar þess er þörf. Um þessa tengingu tölvunnar eru einnig afgreiddar leiðréttingar á hugbúnað. Sumar tölvutegundir ná sambandi beint við verk- smiðjuna sína og geta fengið HONE Líklega notar starfsfólk IBM HONE mest af þeim kerfum sem eru á netinu. HONE er eingöngu opið starfsfólki IBM. Inni á HONE kerfinu má finna upp- lýsingar um þann búnað sem IBM selur. Einnig er þar yfirlit yfir bækur sem IBM hefur gefið út og leiðréttingar á hugbúnað sem fáanlegar eru. Inni á HONE er einnig gagnabanki með fyrir- spurnum sem komið hafa frá IBMLink IBM á íslandi hefúr opnað DIAL- IBM þjónustu fyrir viðskiptavini sfna á íslandi eins og gert hefur verið víðs vegar í heiminum. Inni á DIAL-IBM geta við- skiptavinir nálgast upplýsingar um búnað sem IBM selur, bækur sem IBM hefur gefið út, leiðréttingar sem fáanlegar eru og fleira. Inni á DIAL-IBM getur viðskiptavinur IBM einnig sent tölvupóst til starfsfólks IBM. 1 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.