Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 25
Desember 1 990 var að flýta fyrir ákvörðunartöku og þar með skilvirkni fyrir- tækisins. Þetta nýja tölvukerfi saman- stendur af einmenningstölvum tengdum saman með nærnetum. Frá hverju nærneti var Eicon gátt sem tengdi nærnetið inn á X.25 net. í gegnum X.25 netið gátu notendur síðan komist inn á hvaða auðlind sem var til að sinna störfum sínum á sem áhrifa- ríkastan hátt. Einmenningstölvurnar voru allar 386 og/eða 386SX með örgjörva frálntel. Myndræn framsetning var sett upp hjá öllum notendum. Hvert nærnet hafði ritvinnslu, töflureikni, spjaldskrá og tölvu- póst. Með uppsetningu sem þessari gátu starfsmennirnir unnið að ritvinnslu, töflureiknum eða verið tengdir við Sabre eða einhverja aðra auðlind fyrirtækisins. Aðgangur að öllum þessum forritum í netunum svo og að stórtölvum var f gegnum myndrænaframsetningu. Áskjá hjá hveijum og einum var ákveðin mynd fyrir ritvinnslu, önnur fyrir tölvupóst og síðan önnur fyrir aðgang að Sabre. Á þennan hátt gat hver og einn notandi verið samtímis með ritvinnslu í gangi töflureikni og tengingu við allt að níu mismunandi stórtölvur. Hann gat hoppað á milli forritanna og stórtölvanna að vild. Afritað gögn frá einu kerfi og yfir í annað og þar með unnið úr gögnum þar sem það var auðveldast. Notandinn vissi ekkert um það hvernig hann komst í samband við þessar auðlindir hann bara komst í samband. Starfsmenn American Airlines Inc, hafa fylgst náið með fram- gangi þessa átaks. Meðframmi- stöðumælingum hafa þeir komist að því að með uppsetningu sem þessari þá hafi þeim tekist að auka framleiðni um 7 % til 9 %. Lykilinn að þessum árangri er samspil milli einmennings- tölvunar, nærnets, gátta og X.25 annars vegar og auðlinda á nærnetum og stórtölvum hins vegar. Mynd 1 Færum okkur nú um set og skoðum hvað hefur verið framkvæmthérheima. Þóokkar dæmi séu kanski smærri f sniðum þá eru þau samt sem áður sambærileg við dæmið hér að undan. Eimskipsdæmiö Hjá Eimskip hefur verið sett upp nærnet ígámadeild fyrirtækisins að Vatnagörðurm 26. Frá þessu nærneti er gátt sem tengir netið við AS/400 tölvu Eimskip f Pósthússtræti. í dag er þessi tenging eftir SDLC ljarvinnslu- staðli við tölvuna en fyrirhugað er að breyta yfir í X.25 samskipta- staðalinn. Hver og einn notandi hefur einmenningstölvu sem hefur myndræna framsetningu þar sem smámyndir gefa til kynna hvaða forrit eða tenging stendur á bak við smámyndina. í gegnum netið geta starfs- mennirnir komist í ritvinnslu, töflureikna, spjaldskrá, tölvupóst, sameiginlegar dagbækur, sam- einginlegar símaskrár og tengingar við stórtölvuna. Á þennan hátt geta þeir samnýtt forrit, gögn, prentara, upp- lýsingar um tímabókanir hvers og eins, símaskrár og aðgang að stórtölvu fyrirtækisina. Með þessum aðgangi í gegnum nærnetið þá getur hver og einn Amerúan integrates old with new Int&rAAct Commerclal Systems Netvrork 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.