Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Miðvikudagur 1. ágúst 1962. — 179 tbl. Nýja Dior- tízkan 7.s. \ Samningatnir í Brussel: MIKIL ÁHRIFA AFSTOÐU OKKAR ÍSLENDINGA Ummæli viðskiptamálaráðherra í morgun Þeir samningar sem þessa dagana standa yí'- ir í Brussel milli Bret- lands, Danmerkur og Efnahagsbandalagsins hafa mikil áhrif á af- stöðu okkar íslendinga til bandalagsins, sagði Gylfi Þ. Gíslason við- skiptamálaráðherrar þegar Vísir átti tal við hann í morgun. Við íslendingar hljótum að vona, sagði ráðherrann, að samningarnir milli Bretlands og EBE leiði til jákvæðrar niðurstöðu. Ávallt hefir verið gert ráð fyrir því að ef Bretar fá inngöngu í Efnahagsbanda lagið, þá verði Danir teknir f það líka. Það væri Islending- um tvímælalaust miklu heppi legra að sem flest ríki Vestur Evrópu sameinist í Efnahags bandalaginu en að álí'an sé klof in í tvær viðskiptaheildir, Efnahagsbandalagið og Frí- verzlunarsvæði sjöveldanna (EFTA). Þær heildir hafa að ýmsu leyti mjög ólíka hágs- muni, sem leiða mundu til ým iss konar átaka á viðskipta- sviðinu, sagði ráðherrann enn fremur. — Álítið þér þá að samn- ingar muni nást i Brussel þessa dagana? — Ég er þeirrar skoðunar, sagði ráðherrann, að samning arnir muni ekki stranda, held ur muni nást samkomulag sem báöir aðilar geta við un- að. Aðeins eining forðar hruni Leiðtogar Serkja safnast nú sam- an í Algeirsborg og virðist svo sem menn ætli að bregðast vel við áskorunum Ben Khedda um að halda þar fund til þess að jafna deilumálin. — Ben Bella er sagður væntanlegur þangað á morgun frá Oran. Það er taíið hafa bætt horfurnar mikið, að Boudiaf varaforsætis- ráðherra var sleppt úr haldi í gær, en hermenn Ben Bella höfðu hand- tekið hann í heimabæ hans. Var honum sleppt fyrir eindregin til- mæli Ben Khedda. Mikið er talið undir leiðtog- um Serkja í Kabiliuf jöllum' komið — leiðtogar á hersvæð- um landsins þar hafa vaxandi Framh. á 5. síðu. Samningar í deilu kjötiðnaðarmanna m Félag kjötiðnaðarmanna sam- þykkti í gær á fundi sínum sam- komulag það, sem náðist í fyrri- nött á fundi samninganefndar þeirra og atvinnurekenda í kjöt- iðnaðinum. Var það og staðfest af atvinnu- rekendum og þv£ afstýrt verkfalli kjötiðnaðarmanna, sem boðað hafði verið frá og með deginum í dag að telja. Samningar náðust um allveru- legar kjarabætur og samið á svip- uðum grundvelli og við ýmsar aðrar stéttir. -. \ Trésmiðadeilan. Allt sat við það sama í morgun, í trésmiðadeilunni, er Vísir spurð- ist fyrir um hana, og ekki verið í boðaður fundur. '; í sólskininu í gær hittum við þessa hafmeyju vestur á Sel- tjarnarnesi. Hún heitir Sigur- veig Lúðvíksdóttir og átti fri úr vinnunni. Hún segist ekki gera sérlega mikið að því að fara í sólbað, en er þó ekki hrifin af þvi að þurfa að vera inni þegar veðrlð er gott. Við fengum að taka þessa mynd með þvi skilyrði að segja ekki hvar hún væri tekin, því að þá má telja víst að staðurinn myndi yfirfyllast samstundis. Það eru myndir af fleiri stúlk- um í Myndsjá á þriðju síðu, fyrir þá, sem áhuga hafa á sliku. — Ljósm. Vísis, I. M. Afgreiðsla fíugvéla áKefla- vikurflugvelli tefst ekkert Afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli er hald ið uppi eftir sem áður þótt flugumsjónarmenn legðu rriður vinnu um miðnætti. Um miðnætti kom hóp- ur starfsmanna Loftleiða úr Reykjavík suður á Keflavíkurflugvöll og tók við störfum, þegar hinir lögðu þau niður. En Loft- leiðir hafa sem kunnugt er tekið við rekstri Keflavík- urf lugvallar. ENGAR TAFIR. Um nóttina komu þrjár útlend- ar flugvélar til millilendingar á Keflavíkurflugvelli og voru þær allar afgreiddar eins og ekkert hefði í skorizt. Fyrst kom flugvél bandaríska flugfélagsins Saturn Airways af gerðinrii DC-6B með 80 farþega. Síðan kom Stratocnjis- er flugvél frá hernum og loks stór finnsk farþegaflugvél. Urðu flug- vélarnar hvorki fyrir töfum né ó- þægindum af þessari deilu. 14 HÆTTA STARFI. Menn þeir, sem lögðu niður störf eru 14 talsins, 5 flugumsjónar- menn, 4 farþegaafgreiðslumenn og 5 verkstjórar. Vísir átti stutt tal við einn þeirra i morgun, Pál Jóns- son flugumsjónarmann. Hann sagði að þeir hefðu lagt niður vinnu vegna deilu við Loftleiðir, sem hefði tekið við rekstrinum. Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.