Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. ágúst 1962. VISIR 3 dýrkendur í eina tið aðhylltumst við Is- lendingar ásatrú. Síðan tókum vlð kristna trú, og höfum hald- ið henni siðustu 962 árin. Nú er engu likara en að hún só að láta undan siga fyrir sólar- dýrkun og eins konar múlatta- trú. Megin forystumanneskjur þessarar hreyfingar eru kon- urnar. Þær liggja nú i sólbaði hvernig sem viðrar, ef einhver sólarglæta skin i gegn um ský- in. Ekkert tillit taka þær til holl ustu og heilbrigðis. Þær vlrðast jafnvel ekki vita að of mlkil sói í einu getur verið skaðleg. Þyk- ir sú daman fínust, sem mest getur slíkzt negra, og ekki verð ur annað sagt en að sumum tak- ist að komast ótrúlega nærri negrunum. Hvað sem heilsufari kvenn- anna líður, þá er það vist að þessi tilhneiging er til hins mesta augtiayndis. Miklu fleira kvenfóik sést úti og mun meirl hiuti hverrar konu er til sýnis en í skammdegiskuldum. Undanfarna sólskinsdaga hefur allt verlð fullt af fólki í sóibaði, hvar sem nokkurt af- drep er að fá. Sundlaugarnar og Sundhöllin hafa verið fullar hvern einasta dag og fjöldi fólks hefur „stundað sjóinn og sólskiiiið'* i Nauthólsvíkinni, úti á Seltjarnarnesi og víðar. Þrátt fyrir góða veðrið er það sjaldgæft að sjá mjög léttklæddar stúlkur á gangi í Miðbænum. Þessar tvær voru á gangi eftir Frikirkjuveginum í gær. Þær vinna við garða borgarinnar og voru á leið í vinnuskúrinn við Skothússveg. k. Við hittum Bryndísi og Mörtu í Sundlaug Vesturbæjar. Þær segjast aldrei hafa komið þang- að áður en voru ákveðnar að koma strax aftur, daginn eftir. Þær hafa þó ekki farið alger- lega varhluta af sólskininu, þar sem önnur hefur verið á ferða- lagi um Norðurlönd en hin er nýkomin úr viku dvöl í Þórs- mörk. Og svo eru stórir hópar fólks sem ekki komast út f sólskinið vegna vinnu sinnar. Rósa Gísla- dóttir sat og starði út um glugg an hjá Tryggingarmiðstöðinni, þegar við komum þar f gær. Hún er skemmtilega brún. Skýr ingin á því er sú, að hún er nýkomin frá Spáni, en þar skín sól meira en á íslandi. j>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.