Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 16
Fyrsti togari Tryggva úr höfn annað kvöld Vísir gat um það í blaðinu i gær, að togararnir væru nú sem óðast að halda á niiðin. Sjö eru þegar farnir héðan frá Reykjavík, sá áttundi, Askur, fór í morgun, Víkingur fer klukkan 2 í dag og 1 klukkan 6 annað kvöld heldur fyrsti togari Tryggva Ófeigssonar út. Er það Júpiter. Tryggvi tjáði blaðinu í morgun að mikil vandkvæði væru með á- höfnina, mest væru þetta óvanir menn, „og það er alls ekki gott né ábyrgðarlaust að senda svona reynslulausa menn í heilum hóp- um. En það er nú eftir að vita hvernig þeir reynast". Aðspurður sagði Tryggvi að ekki væri neinn undirbúningur haf- inn á að koma fleiri togurum úr höfn. Júpiter mun veiða eingöngu fyrir heimamarkað. Fasista- og kynþátta- uppþot á Englandi I'asistaforsprakkinn Sir Oswald Mosley var barinn niður í gær í austurhluta Lundúnaborgar, og sonur hans var meðal 54, sem í dag árdegis voru leiddir fyrir rétt, sakaðir um að hafa valdið trufl-1 unum á almannafæri. — Sir Os- wald var líka barinn niður f Manchester fyrir nokkrum dögum. I hvort tveggja skiptið reyndu fasistar að halda fundi, er menn söfnuðust saman til árása á þá með eggjum, tómötum, kartöflum, en einnig skæðari vopnum svo sem flöskum og hnífum. 1 bæði skiptin varð lögreglan að skipa fasistum að hætta við áformin um funda- höld. Kynþáttaóeirðir. Þá hafa tvívegis frá því um s.l. helgi brotizt út kynþáttaóeirðir í bænum Dudley í Worcestershire og varð lögreglan að skerast í leik- inn í bæði skiptin. Þar réðust hvít- ir menn á blökkufólk frá Vestur- Indíum, sem þeir vilja burt úr bænum. — í gær söfnuðust um 400 manns saman á fund á torgi í Dudley og óttaðist lögreglan, að farin yrði kröfuganga til húsa þar sem blökkufólk býr, og greip til þess ráðs að dreifa mannfjöldan- um. Kveðja varð yfir 50 manna lögreglulið á vettvang og var beitt kylfum og táragasi. , í dag árdegis voru 14 menn leiddir fyrir rétt í Dudley fyrir að valda truflunum á almannafæri. Iskmdskvöld kvenskáta Fundur norrænna kvenskáta- foringja var settur við hátíðlega ! athöfn í Neskirkju í Reykjavík í j gærmorgun og var alheimsforingi kvenskáta, Lady Baden Powell við- ► Landvarnaráðuneyti Bandaríkj-1 stödd. Fund þennan sækja kven- anna tilkynnir, að þegar misheppn- I skátahöfðingjar Norðurlanda og aðist á dögunum að skjóta flaug nokkrir tugir kvenskátaforingja Hrefna Tynes varaskáta- höfðingi og leiðtogi ís- lenzkra kvenskáta setur fund norrænna kvenskátaforingja. með kjarnorkusprengju uppi i há- loftin, hafi orðið miklar skemmdir i á tækjum á Johnstone-ey. Tekur : sennilega margar vikur að bæta úr því, en annars er það sagt alveg undir Kennedy forseta komið, hvort haldið verður til streitu á- formum i þessu efni. frá Norðurlöndum, auk íslenzkra kvenskátaforingja. Setningarathöfnin í Neskirkju fór fram með þeim hætti að Jón ísleifsson lék á orgel kirkjunnar, Hrefna Tynes, kvenskátahöfðingi Islands og Lady Baden Powell, al- heimsforingi kvenskáta, fiuttu á- vörp. Þá sungu allir viðstaddir al- heimsskátasönginn, báðu saman i Faðir vor og sungu friðarbæn. Að | lokum var leikið á orgelið. Þessi fundur kvenskátaforingja j i stendur yfir til 6. ágúst og sér! hvert Norðurlandanna um eina kvölddagskrá. 1 gærkvöld var Is- landskvöld í hinum glæsilega sam- komusal Hágaskólans og voru j forsetafrú, Dóra Þórhallsdóttir, og | ^ Lady Baden Powell heiðursgestir. j Auk þess var boðið mörgum kon- j um, sem standa framarlega í fé- j lags- og menningarmálum. Meðal j gesta voru biskupsfrúin Magnea! Frá setningu fundar norrænna kvenskátaforingja í Neskirkju í g: Powell á miðri myndinni. .Irefna kvenskátahöfðingi íslands og Lady Baden Þorkelsdóttir og Auður Auðuns forseti borgarstjórnar Reykjavlkur. Dagskráin hófst með því að Hrefna Tynes, kvenskátahöfðingi íslands, flutti úvarp og bauð kon- urnar velkomnar. Við það tækifæri sæmdi hún forsetafrúna, Dóru Þórhallsdóttur, merki kvenskáta úr gulli. Þá var fjöldasöngur, sungnir norrænir skátasöngvar. Frú Guð- rún Helgadóttir, forstöðukona Kvennaskólans, flutti erindi. Kafla úr menningarsögu íslenzku kon- unnar, en því næst var einsöngur. Frú Álfheiður Guðmundsdóttir söng íslenzk lög með undirleik Kolbrúnar Sæmundsdóttur. Frú Borghildur Fenger flutti erindi: ís- land í dag, en slðan voru sýndir ís- ienzkir þjóðdansar undir stjórn frú Sigríðar Valgeirsdóttur. Þá var þjóðbúningasýning, sýndir voru 4 búningar frá 19. öld og upphlutur og peysuföt eins og nú tíðkast. Að lokum kom Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir fram I skautbúningi og flutti kafla úr Fjallkonukvæði Davíðs Stefánssonar. Kynnir á þessu ís- landskvöldi var frú Áslaug Frið- riðsdóttir. öll þessi dagskráratriði hlutu hinar beztu undirtektir og þótti þessi kvöldvaka sérstaklega á- nægjuleg og íslandi og íslenzkum kvenskátum til sóma. Að lokum var sameiginleg kaffidrykkja, þar sem konunum gafst færi á að ræða saman og kynnast góða stund. ► Ef frumvarp, sem nú er fyrir pólska þinginu verður að lögum, fær yngra fólk en 21 árs ekki að ganga I heilagt hjónaband í Pól- landi. Leyfi miðast við 18 ára ald- ur eins oe er. MiSvikudagur 1. ágúst 1962. t Fundizt hafa við boranir miklar vatnsbirgðir á Sýrlandi — nægj- anlegar að því er talið er til þess að breyta heilum landshluta þar sem auðnir eru, i frjósöm akur- lendi. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.