Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 1
Dr. Jón Sigurðsson,
horgarlæknir í viðtali
við Vísi í morgun:
Sóttkveikkn enn óhndísi
VISIR
52. árg. — Fimmtudagur 2. ágúst 1962. — 180 tbl.
Enn þá hefir engin smit-
beri taugaveikibróður
fuhdizt í Reykjavík, né
heldur taugaveikibróður-
sóttkveikja í neinni ákveð-
inni vörutegund, sagði
borgarlæknir, dr. Jón Sig-
urðsson, í viðtali við Vísi í
morgun. Ali margar mat-
vælaverzlanir hafa legið
undir grun síðustu vikur
og allir starfsmenn nokk-
urra verzlana verið rann-
sakað'*-. Smitberar hafa
h-ergi fundizt enn.
Rökstuddur grunur leikur hins
vegar á að sóttkveikjan Ieynist
í majonnaise, sem búið er til úr
olíu og cggjum, og þá einnig í
eggjum. Hins vegar þarf fólk
ekki að hræðast egg ef þau eru
vel soðin áður en þau eru
snædd.
NÝJAR
UPPLVSINGAR.
Vísir kynnti sér taugaveiki-
bróðurmálið í ýtarlegu samtali við
borgarlækni í morgun og komu þá
fram ýmsar nýjar upplýsingar og
önnur atriði skýrðust sem almenn-
ingur í bænum hefir mjög velt
fyrir sér síðustu daga.
Taugaveikibróðir hefir nú herj-
að hér í i bænum í tvo mánuði og
hafa alls tekið veikina fram að
síðustu viku 189 manns. Vikan,
Egg hættulaus ef vel soðin
sem lauk 21. júlí, var versta vikan,
þá tóku veikina alls 92 menn og
konur. Upplýsingar um sjúklinga-
fjölda ná ekki lengra, en allar
horfur eru á þvi að veikin sé nú
í rénum.
HVÍ VAR EKKI LOKAÐ?
Vísir spurði borgarlækni að því
hvers vegna almenningi hefði ekki
verið tilkynnt um þær matarverzl-
anir, sem undir grun hafa legið, og
hvi þeim hefði ekki verið lokað
meðan rannsókn óg sótthreinsun
fór fram. Því svaraði borgarlæknir
að til þess hefði grunurinn ekki
verið nægilega rökstuddur. Að því
er varðaði eina ákveðna verzlun
þá hefði komið í ljós eftir fiski-
fræðingaveizluna að smit barst f
majonnaise. Hefði sala þess í verzl-
uninni því verið bönnuð. Ekki hafi
komið fram að smit væri i fleiri
vörutegundum verzlunarinnar og
því ekki ástæða til þess að loka
henni. Starfsfólk hefði verið
rannsakað en ekkert athugavert
fundizt.
i
j ENGINN ÁRANGUR.
j Borgarlæknir sagði enn fremur að
j enn þá hefði ekki tekizt að rækta
' taugaveikibróðursóttkveikjuna í
matvælum á rannsóknarstofnun í
bænum. Matarsýnishorn, sem
skiptu hundruðum hefðu verið
Dr. Jón Sigurðsson.
tekin, en án árangurs. Þá hefSu og
endur verið skotnar, en sóttkveikj-
an er talin geta borist ekki sfður
með andareggjum en hænueggjum.
Niðurstaða hefði þar ekki fengizt.
Hæsnabú og andabú í nágrenni
bæjarins hefðu verið rannsökuð,
en einnig án árangurs. Þar sem
engin ótvíræjð niðurstaða hefir
fengizt um sýkt matvæli eða smit-
bera í starfsmannahópum sagði
borgarlæknir að embættið hefði
ekki getað tekið þá ábyrgð á sig
að birta nöfn grunaðra verzlana
eða láta loka þeim.
Framh. á bls. 5.
:n§in spreng/a,
i
ví sprakk hún
í gær fundu drengir
úr Langholtinu einkenni
legan hlut í hólum milli
Vatnagarða og Klepps.
Þetta reyndist vera
sprengja og munaði
minnstu að einn drengj-
anna Ægir Hrólfur Þor-
varðsson slasaðist illa,
þegar hún sprakk. Var
það mesta mildi að hann
hlaut aðeins minnihátt-
ar skrámur og gat nú aft
ur í morgun verið úti að
leika sér.
Drengirnir fundu þennan
hlut um miðjan dag í gær. Var
hann með vörum og sögðu sum-
ir drengjanna að þetta vseri
sprengja. Þeir kveiktu bál úr
trébútum og köstuðu hlutnum
síðan að gamni sínu á bálið.
En rétt þegar einn dreng'urinn
hafði kastað hlutnum á eldinn
kom Ægir litli að og sagði.
- Þetta er engin sprengja.
Nálgaðist hann bálið og ætlaði
að athuga hlutinn. En áður en
hann kæmist nær bálinu sprakk
hluturinn og hefði Ægir ekki
mátt vera kominn nær til þess
að verra hlytist ekki af.
Hann slapp með minni háttar
skrámur. Fóru smáflísar úr
sprengjunni, ein I fót hans, ein
í kinnina, og ein á höfuð hans
rétt við eyrað. Þykir hann
þannig hafa sloppið vel úr
húskanum.
Kröfur BSRB ræddar
s
Umferðarþáttur Gests Þorgrímssonar verður tekinn upp i flugvél um næstu helgi. Helgin,
sem í hönd fer er mesta umferðarhelgi ársins. Björn Pálsson mun fljúga með Gest yfir
mesta umferðarsvæðið og verður útvarpað úr leiðansrinum í þættinum „1 umferðinni" n. k.
laugardag. Það eru umferðarnefnd Reykjavíkur og Slysavarnarfélag fslands, sem standa
straum af kostnaðinum. Þáttur Gests er fyrir löngu orðinn þýðingarmikill fyrir bætta
umferðamenningu. Myndin sýnir Gest og Björn Pálsson leggja upp til athugunar fyrir upp-
tökuna.
í gær var haldinn fyrsti fundur
samninganefndar ríkisstjórnarinn-
ar og Kjararáös BSRB (Bandalags
starfsmanna rfkis og bæja) um
I kaup og kjör opinberra starfs-
! manna.
Fundur þessi var haldinn eins og
til er ætlazt í lögum. Rætt var um
kröfur starfsmanna um uppbót til
bráðabirgða til samræmis við
kröfur, sem ónnur stéttafélog
hafa verið gerðir, en tillögur um
þá eru ekki fullbúnar.
Lög þau, sem vikið ei að hér að
ofan, fjalla um samningsrétt opin-
I berra starfsmanna, sem með þeim
var viðurkenndur, ogvoru þau af-
greidd frá sfðasta Alþingi, en ríkis-
stjórnin beitit, sér fyrir málinu,
eftir að samkomulag um lausn
þess hafði náðst milli hennar og
BSRB.
'**¦ í gærkvöldi kom til uppþota
þriðja kvöldið í röð í Dudley á
Englandi út af kynþáttavandamál-
um. — Tólf menn voru handtekn-
ir fyrir að trufla frið á almanna
feeri og voru leiddir fyrir rétt ár-
degis í dag.