Vísir - 02.08.1962, Page 2

Vísir - 02.08.1962, Page 2
2 VlSIR Fimmtudagur 2. ágúst 1962. v///s/mvy/, B-landsleikur við Færeyjar á morgun Hinn mngnnði Torstein Mognúsen í liði Færeyjn 1 kvöld koma með „Dronning Alexandrine“ til Reykjavíkur 19 færeyskir knattspyrnumenn og 2 fararstjórar þeirra, en ann- að kvöld fer fram leikur B-liðs fslands og A-liðs Færeyja á Laugardagsvellinum. Leikmenn þeir er hér uin ræðir eru allir frá 1. deildar- liðunum fjórum f Færeyjum, B-36 frá Þórshöfn, sem er nú Færeyjameistari, KI frá Klakks- víg, frægri síðan f Iækna- „stríðinu“ fyrir nokkrum árum og mikia athygli vakti en Klakksvíkingar sigruðu í 1. deild í fyrrasumar, HB frá Þórshöfn, sem varð meistan 1960 og TB frá Þvereyri, sem á tvo varamannanna í leiknum á morgun. Leikmennirnir sem koma nú eru annars fæstir í sinni fyrstu heimsókn hér, því allir leik- menn HB og B-36 hafa leikið hér áður og einn sérlega minn- isstæður mönnum, og er það Torstein Magnusen hægri út- herji í Iiði þeirra, um árabil einn bezti Ieikmaður Færeyja. fsland hefur einu sinni áður leikið B-landsIeik við Færeyjar og var það á Ólafsvökunni 1959. ísland vann 5:2, en Fær- eyingar unnu aftur á móti hug og hjörtu allra fslendinganna með innilegum og góðum mót- tökum og fullyrða menn að aldrei fyrr eða sfðar, hafi ís- lenzkt landslið hlotið slíkar höfðingjamóttökur sem þá. Er vonandi að okkar menn geti nú endurgoldið f sömu mynt. Færeyingar munu aðeins leika einn leik f Reykjavík, en fara sfðan út á land og keppa á 4 stöðum úti á landsbyggðinni. Eru þeir leikir sem hér segir: Á ísafirði sunnudaginn 5. ágúst. Á Akureyri miðvikudaginn 8. ágúst. Á Akranesi sunnudaginn 12. ágúst. Þýzkur dómari dæmir leik FH og Esslingen Sfðasti leikur Esslingen verð- ur í kvöld á Melavellinum í Reykjavík og hefst klukkan 8.30 e. h. Andstæðingar þeirra verða gestgjafarnir FH. Það sem ætti að vekja athygli á þessum leik er, að dómarinn verður þýzkur. Þjóðverjarnir hafa kvartað mjög undan dóm- um þeim og reglum sem við- hafðar cru hér. Hafa þeir látið óánægju sína óspart í ljós enda hafa leikir þeirra verið meiri og minni slagsmál. Dóm- arinn heitir Manfred Kienle og er nú að sjá, hvaða árangri Þjóðverjarnir ná við þessar að- stæður. f Keflavík miðvikudaginn 15. ágúst. Verða færeysku landsliðs- mennimir hér því rúman hálf- an mánuð á ýmsum stöðum á landinu, en utan halda þeir 17. ágúst með „Drottningunni“. Færeysk knattspyrna er ekki á háu stigi cins og flestir vita, en það er íslenzk knatt- spyrna raunar ekki heldur, þrátt fyrir að við ráðum yfir góðum grasvöllum, sem Fær- eyingar hafa ekki. Samt má búast við skemmtilegum leik á morgun. Það sem Færeyinga kann á að skorta í knattmeð- ferð geta þeir bætt upp með hinum geysimikla hraða og hörku, sem þeir eru sagðir hafa yfir að ráða. Leikurinn er ekki unninn fyrir fram og ekki gott að segja nema hörð barátta verði á Laugardalsvelli á morgun. Gunnar Gren „II Preffore", öðru nafni Gunnar Gren, sem eitt sinn var í sænska landsliðinu og átti stærstan þátt- inn i að Svíar unnu ólympískt gull í London 1948 og varð síðar einn bezti atvinnumaður Ítalíu, hefur nú aftur tekið fram knatt- spyrnuskóna, en hann er fyrir löngu kominn aftur heim til Sví- þjóðar. Gren hefur nú ákveðið að feta í fótspor vinar síns, Alberts Guð- mundssonar, og hefja 3. deildar lið upp. Liðið sem hann ætlar að leika fyrir heitir Vastra Frölunda og mun Gren leika innherja og þjálfa liðið að nokkru leyti. Gren er nú 42ja ára gamall og vonar félag þetta að Gunnar muni lyfta fé- laginu upp í 2. deild. Færeyskir knattspymumenn gerast nú tíðir gestir okkar Is- lendinga. Á sama tíma og fær- eyska landsliðið er hér í heim- sókn, sækja Víking heim III. fl. Hafnarboltafélagsins í Thors- havn. Er það knattspyrnudeild Víkings sem sér um móttök- urnar. Em Víkingar þarna að end- urgjalda himsókn þá, scm þriðji flokkur þeirra fór f til Færeyja í sumar. Fyrsti leikur Færeyinganna verður á Víkingsvellinum í Bú- staðahveifi gegn gestgjöfunum, í kvöld klukkan 8.30 e. h. Flokkurinn mun ferðast nokkuð um, og væntanlega fara til ísafjarðar og Vest- mannaeyja. í förinni eru 16 leikmenn og einn fararstjóri, Johannes Alvhiggy. OL-meistarinn Cassius Clay hefur nú gerzt atvinnumaður í hnefaleikum og vann s.l. laugar- dag I Los Angeles argentínska hnefaleikarann Lavorante með knock-out f 5. lotu. Hefur Clay unnið alla bardaga sína, 15 að tölu, síðan hann gerðist atvinnumaður og færðist hann óðfluga nær tak- marki sínu, sem er að fá rétt til að skora á heimsmeistarann í þungavigt, Floyd Patterson. Patter- son kom svipaða leið og Clay, þ. e. hann varð OL-meistari f millivigt í Helsinki 1952. Á þeim leikum var Ingemar Johannsson dæmdur úr leik í úrslitabardaganum við Bandaríkjamanninn Sanders. HOLBÆK-liðin leika í Keflavík f kvöld (Njarðvíkur- völlur). Guðmundurog Horður a Sundsamband íslands ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að tveir íslendingar taki þátt í Evrópu- meistaramótinu í Leipzig sem fram fer 18.—25. ágúst n. k. Guðmundur Gíslason, IR, keppir í 400 metra fjórsundi, og Hörður B. Finnsson keppir í 200 metra bringusundi. Fararstjóri verður þjálfari sund- manna, jónas Halldórsson og verð- ■ ur hann jafnframt fulltrúi SSl á þingi alþjóða sundsambandsins, I sem fram fer á sama tíma. SSÍ setti á sínum tíma ákveðin lágmörk, sem miða skyldi við, þeg- ^ ar endanleg þátttaka af hálfu Is- lands verði ákveðin. Var jafnframt ^ tilkynnt að ná þyrfti lágmörkun- i um 2—3 sinnum. Þessi skilyrði hafa Guðmundur og Hörður uppfyllt. Hrafnhildur | Guðmundsdóttir náði lágmarkstfma í 100 metra skriðsundi snemma í sumar, en hefur ekki náð jafngóð- um árangri, er á leið sumarið. Að fengnum þeim upplýsingum ásamt yfirliti um fjárhagshlið væntanlegr ar Leipzigferðar vat ofangreind á- kvörðun tekin. (Frá Sundsambandi Islands). ^ Austur-þýzk ungmenni eru með al þcirra, sem þegar hafa haldið hcim af Alþjóða-æskulýðsmótinu i Helsinki. Uppþot hafa verið þar á hverju kvöldi frá þvf mótið hófst og lögreglan orðið að taka hundruð manna, einkum finnska unglinga, úr umferð. I gær hótaði hún að beita hörðu, ef ekki yrði lát á ó- spektum. • A. m. k. 13 júgóslavneskir námamenn biðu bana af völdum sprengingar í kolanámu í Zagorje í Slóvakíu í gær. Ærlendar fw'éttir ► Welshmaðurinn John Charles hefur verið seldur frá ítalska fé- laginu Juventus til enska félags- ins Leeds United, sem hann Iék fyrir, áður en hann var seldur til Italíu fyrir 5 árum. Hann var seldur Juventus fyrir 600.000 pund og á Italfu skapaði hann sér sess sem einn bezti framherji í heim- inum. Nú kaupir Leeds hann aftur fyrir 53.000 pund.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.