Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 4
VISIR Fimmtudagur 2. ágúst 1962. íg var strax fullviss um gildi skátahreyfíngarinnar Eitt glæsilegasta at- riðið, sem fram hefur farið á landsmóti skáta á Þingvöllum, var „ganga áranna", sem var eitt atriðið við setn- ingarathöfnina sl. sunnu dag. I göngu þessari voru fimmtíu flögg, sem á voru skráðir helztu at- burðir hvers árs. Það vakti mikla athygli og hrifningu meðal viðstaddra skáta og gesta við setninguna, að sá eini af eftirlifandi forystu mönnum skátahreyfingarinnar, þeirra'er innleiddu hana hér á landi og ruddu bautina, skildi bera fána þann er táknaði stofn- ár hreyfingarinnar eða 1912. Maður þessi er hinn kunni fyrrverandi íþróttakappi og nú leiðtogi, Benedikt G. Waage, forseti íþróttasambands íslands. Fyrstu forystumenn skátahreyf- ingarinnar hér voru, auk Bene- dikts, þeir Sigurjón Pétursson, sem var fyrsti félagsforinginn og Helgi Jónsson, er var mikill forystumaður innan íþróttahreyf ingarinnar. Fréttamaður Vísis, sem stadd- ur var á mótinu náði tali af Benedikt, örstutta stund, eftir setningu mótsins og spurði hann um kynni hans af skátafélags- skapnum. menn sem stóðum 1 eldlínunni, í upphafi og ekki er hægt að neita því að liðið var fá- mennt 1 fyrstu, en því fjölgaði smátt og smátt. Fólk vissi auðvitað ekki hvernig fé- lagsskapur þetta var og þvi ekki von að við værum fjöl- mennir í fyrstu, en í dag eru það fáir sem efast um tilveru- rétt skátahreyfingarinnar hér á landi. — Hvernig var aðstaða ykkar Rætt v/ð elzta skáta á Islandi, Benédikt G. Waage — Var ekki erfitt að hefja skátastarf hér á landi 1912, Benedikt? — Ég hef ekki lagt sérstak- lega á minnið hvernig skáta- félagsskapurinn byrjaði að festa hér rætur, en áhrifin eru Öruggl. komin frá Danmörku, enda höfð um við mest saman við Dani að sælda. Við vorum þrír ungir Benedikt G. Waage ............................ til að vinna að ykkar áhugamál- um? — Við gerðum ekki miklar kröfur, áhuginn var mikill hjá okkur og það nægði. Fyrstu fundirnir voru haldnir í fjósinu bak við Menntaskólann. Annars má geta þess að fyrst vorum við ekki kallaðir skátar heldur spæjarar. Nafnið skáti fann svo Pálmi heitinn yfirkennari í Menntaskólanum upp og það hefur nú fest vel rætur sínar í Islenzkri tungu, enda mjög gott. — Geturðu ekki Benedikt, gefið mér smá mynd af skáta- starfinu ,eins og það var 1912? — Ég býst við að aðalþættir skátastarfsins hafi ekki breytzt mikið. Strax í upphafi kennd- um við drengjunum skátalögin og kynntum fyrir þeim hreyf- inguna, svo kom ýmislegt fleira, t.d. á.ttavitinn .landabréfið, hnút ar, hjálp í viðlögum o. fl. — Hvað um ferðalög? — Einn stæsti þátturinn í starfsemi okkar voru ferðalögin. Ekki er hægt að segja að það hafi verið neinar langferðir miðað við það sem tíðkast á tímum ,en það þótti þá nokk- uð langt. Mest megnis ferðuð- umst við kringum bæinn, t. d. inn að Elliðaám, upp í Mosfells- sveit, til Hafnarfjarðar, svo juk- ust ferðalögin smátt og smátt, við fórum á reiðhjólum t.d. til Hveragerðis og að Ölfusárbrú. — Iðkuðuð þið mikið íþrótt- ir? — Já, við iðkuðum mikið í- þróttir. Á veturna fórum við mikið á skauta og skíði, einnig var nokkuð um íþróttir hjá okk- ur á sumrin. — Hverjir tóku svo við for- ystunni af ykkur? — Smám saman fórum við þremeningarnir að leggja meiri stund á íþróttir og þá var það hreyfingunni til mikils láns að við tóku þeir síra Friðrik Frið- riksson og Axel V. Tulíníus. — En þótt ég hætti að taka virkan þátt i skátastarfinu hef ég allaf fylgzt vel með því, þó sérstaklega Skátafélagi Reykjavikur. — Hefur íþróttasamband Is- lands eitthvað komið við sögu skátafélagsskapains? — Já, nokkuð, m.a. stofnaði I.S.I., eitt sinn skátaráð, til efl- ingar félagsstarfinul Annars eiga bæði þessi samtök marpt sameiginleg, skátar leggja mikla áherzlu á það að kunna að Framh. á bls. 13. -. . a •i'.iiiwuwr? iMutMtwm Eðvard Friðrikssen, yfirbryti Jg býðþéim bara grænsápustöppu' — segir Eðvcirð fredriksen bryti Það rigndi látlaust og ég var orðinn votur í fæturna og á mér var ekki sjáanlegur þurr þráður, þegar ég geng eftir Miklagarði, en við hann standa allar helztu stofnanir landsmótsins. Allt í einu er kallað til mín í röggsömum tón: „Vertu ekki að láta þig rigna niður, komdu held ur hingað inn fyrir tjald- skörina og fáðu þér tíu dropa." Þetta var yfirbryti mótsins Eðvarð Fredriksen, sem stóð í dyrunum á eldunartjaldi for- ingjabúðana, á stuttbuxum og skátajakka, öllum útnældum í orðum og merkjum. Eðvarð, sem varla þekkis| undir öðru nafni meðal skáta en Ebbi, er mjög kunnur bryti og gegnir nv stöðu yfirbryta á hótelinu á Keflavíkur flugvelli. Ég er varla kominn innfyrir tjaldskörina, þegar Eðvarð hef- ur beygt sig niður í heljarstór- an pappakassa og dregið upp pappamál, hellir það fullt af sjóðandi heitu, sterku kaffi og segir svo: — Reyndu nú að lepja þetta í þig. Af þvi Eðvarð skipar þann stóra hóp skáta, sem ætíð eru glaðværir og skemmtilegir við ræðna, tyllti ég mér upp á eld- húsborð hjá honum, til að spjalla við hann svolitla stund. — Hvert er þitt starf hér á mótinu, Eðvarð? — Ég fæ nóg að starfa hér, enda er um að gera að hafa nóg fyrir stafni, þá líður manni fyrst vel. Mitt starf er í því fólgið að sjá um matarinnkaup- in fyrir mótið og fylgjast svo með dreifingu á honum út í búðirnar og elduninni. — Þarftu ekki að gera mikil matarinnkaup fyrir svona stórt mót? — Hér borðum við minnst 25 poka af kartöflum á dag, átta þúsund pylsur í tvo daga, 11200 Htra af mjólk minnst yfir mótið, það er of mikið að fara að telja allt upp, ég held að þetta ætti að nægja. • - — Eru skátar miklir mat- menn? — Minnsta kosti hérna. Þó þeir fengju fulla máltíð kl. 7, kakó kl. 11, nægði það ekki, ég r.iátti fastlega búast við að flest ir komu hingað kl. 12 og vildu fá eitthvað í gogginn. Framh. á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.