Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. ágúst 1962. VISIR Nýlega er komin út á Englandi bók, sem milda athygli hefir vak- ið. Er það bréfasafn Oscars Wildes, en þar er að finna mikinn fjölda einkabréfa sem þetta ,enfant terrible‘ brezkra bókmennta ritaði til vina og óvina. í iífi mínu birtist snilligáfan en í bókum mínum aðeins hæfi- leikarnir, sagði Wilde eitt sinn við vin sinn André Gide. Og vfst er um það að í bréf- um þessum blandast þetta hvort tveggja saman á eftirminnilegan hátt. Brezki bókmenntafræðing- urinn Cyril Connolly, sem ritar um bækur fyrir Sunday Times, skrifaði fyrir nokkru um þetta mikla bréfasafn Wildes í blað sitt. Að hans dómi bera bréfin engin merki snilligáfu Wildes. í>au sýna hins vegarfúlmennsku einkenni, sem voru í fari Wildes, en komu sjaldnast fram í bók- um hans. Þau hrífa mann, seg- ir Connolly, en gleðja mann ekki. Þegar ég lauk við lestur þeirra fannst mér sem hefði ég sioppið úr greipum risavaxins skordýrs, bætir hann við. Það er sama tilfinningin sem grípur mann og við lestur bréfa Sades markgreifa, þess sem sadism- inn er kenndur við. Peningar, meiri peningar. . Connolly hreyfir þeirri skoð- un, hvort dyflissuvist og prís- und móti þannig skapgerð manna og valdi þeim heilabrot- um um smæstu smáatriði, sem þeir nöldri sífellt um. Þó viður- kennir hinn brezki bókmennta- fræðingur að frægasta bréf Wildes, er hann ritaði úr fang- elsinu eftir að hafa verið dæmd ur fyrir kynvillu, ,,De Profund- is“, sé mikið listaverk og beri vott um ahgist þjáðrar sálar. I bókinni er að finna um þús- und bréf frá Wilde. Tveir þriðju hlutar bréfanna fjalla um pen- ingamál. Wilde var engin und- antekning frá mörgum öðrum rithöfundum. — Hann hugsaði mjög um peninga, sóttist með hörku eftir háum ritiaunum — og þurfti líka á miklu skotsilfri að halda. Wilde taldi sjálfur, að hann hefði viðskiptaheila og ætti til refskap í samskiptum sínum við útgefendur. Bera bréfin þess mjög vott. Þar er iðulega minnzt á höfundarlaun og þóknun fyrir ýmis verk. Samanburð er þar að finna milli þeirra höfundar launa, sem honum voru greidd og öðrum rithöfundum og svo mætti lengi telja. Eftir að hann hafði afplánað fangelsisdóm sinn breyttist hljóðið í bréfun- um. Nær 'hvert bréf, sem hann ritaði þau fáu ár, sem hann átti þá ólifað, inniheldur beiðni eða kröfu um fjárstyrk eða framlag. Hann kunni ekki að vera fátæk- Oscar Wilde og Lord Alfreð Douglas. Wilde, þegar hann var við Wilde í Bandaríkjunum. nám í .Oxford. séra Sigurður í Holti hefir þýtt snilldarvel á íslenzku, bar fund- um hans og Alfreðs Douglas saman. Douglas var þá við nám í Oxford. Hafði hann lent í klóm fjárkúgara og Wilde kom hon- um til hjálpar á neyðarstund. Hann varð samstundis ástfang- inn af piltinum — ef til vill í fyrsta og eina sinnið á ævinni, þótt hann væri kvæntur maður um þetta leyti. Honum var ekki undankomu auðið og þótt hann áteldi ókosti Douglasar, eyðslu- semi hans, skapæsingu, nöld- ursemi og reiðiköst þá gerði hann sér ekki ljóst, að einmitt þessi flóknu og hálfsjúku skap- gerðareinkenni voru ein ástæð- an til þess hve heitt hann unni piltinum. Wilde ritaði hin einu eigin- iegu ástarbréf sín til Douglasar. Þar nefnir hann Douglas „ítur- vaxna drenginn með Krists- hjartað", „eilífa ódauðlega ást- in mín“, „Yndislega rós, við- kvæma urt, mín liljan fríð, kannski verður það í fangels- inu, sem ást mín til þín verður reynd til fullnustu ... Stundum hefir það hvarflað að mér að það hefði verið skynsamlegra af okkur að skilja samvistum. En hvílík fásinna, hvílikt brjálæði hefði það verið!" segir í einu bréfinu. „Þú hefjr verið æðsta og göf- ugasta ást mín. Ég mun aldrei elska aftur.“ Það leið ekki á löngu þar til samband Wildes, sem var fjöl- skyldumáður og þegar orðinn miðaldra, og hins unga Oxford- stúdents vakti mikla athygli og við hinn unga stúdent, eins og fram kemur í bréfunum. Fluttur í fangelsi. Og ekki nóg með það. Wilde, hinn virti og dáði rithöfundur og heimsmaður, uggði hvergi að sér. Hann gerði sér ekki ljóst, hvílíkur eldur haturs og fyrirlitningar brann í brjósti föð urins, Queensberrys. Fyrir vik- ið gekk hann í þá gildru, sem Queensberry bjó honum. Hann kallaði Wilde kynvilling opin- berlega. Wilde svaraði með stefnu og réttarhöldin, sem á eftir fylgdu, eru ein hin fræg- ustu í réttarsögu Englands. — Wilde var dærndur í fangelsi og fluttur í Reading Goal. Þar kvað hann eitt sinna fegurstu kvæða, Kvæðið um fangann, sem Magnús Ásgeirsson hefir snúið svo snilldarlega á ís- lenzka tungu. Þar skráði hann einnig hið langa bréf sitt De Profundis, þar sem hann opnar blæðandi hjarta sitt og segir hug sinn allan. Fyrst þá, er hann hafði verið fluttur í dimma dyflissu, gerði hann sér ljóst, að hann hafði gengið blindur í gildru föður vinar síns. í bréfi úr fangelsinu til vin- ar síns, Ross, sem hann ritar í nóvember 1896, segir Wilde: „Margsinnis reyndi ég að losna undan áhrifum Bosie (Douglasar) þessi tvö ömurlegu, illu ár. En hann kom mér alltaf til þess að hverfa aftur til sín, aðallega með hótunum sfnum um að fremja sjálfsmorð. Og þegar faðir hans sá, að hann gat hefnt sín á syni sínum með WILDE I SINUM SÁLARSPEGLI ur. Fjárskortur var honum kvöl og bréfin bera það með sér, að hann iinnti greinilega ekki lát- unum fyrr en einhver vina hans eða útgefenda hafði sent hon- um 10 eða 20 pund, þótt sumir þeirra væru sjálfir sárafátækir. Kvöld eitt lét Wilde þau orð falla að Queensberry greifi sem höfðaði málið gegn honum og kom honum í fangelsi, hefði eyðilagt líf sitt fremur með því að gera sig gjaldþrota, en valda fangelsisvist sinni. „íturvaxni drengurinn“. En peningamálin voru ekki mesta áhyggjuefni Wildes. Það sem ktti eftir að verða honum enn þá örlagaríkara var kyn- villa hans og fundir hans og Alfreðs Douglas lávarðar, sonar Queensberrys. Það má telja víst, að harmleikurinn í lífi Wildes hafi stafað af ástarþörf hans. Örskömmu eftir að hann hafði lokið við beztu skáldsögu sína, Myndina af Dorian Gray, sem hneykslan. Þá voru enn tímar Viktoríu drottningar á Englandi og siðferðið var hálfu strangara en það er í dag. Faðir Alfreðs Douglasar, Queensberry greifi var kempa mikil með forn- ar siðferðishugmyndir í hjarta. Honum sveið mjög umtalið og sú skömm og svívirða, sem Oscar Wilde, sem þá var dáð- asti rithöfundur landsins, gerði sér og ætt sinni með sambandi sínu við son hans. Við það bættist að Wilde fór á engan hátt dult með ástarsamband sitt þvl að gera aðför að mér og Bosie, sá, að hann gat náð sér niðri á föður sínum með sam- bandinu við mig, þá var ég kom inn milli tveggja elda, tveggja manna, sem hötuðu hvor ann- an og skeyttu engu um skömm eða heiður. Báðir öttu þeir mér út í fenið, annar með opinber- um ásökunum, hinn með hótun- um ... Ég viðurkenni, að ég missti stjórn á sjálfum mér. Ég leyfði honum (Queensberry) að fara sínu fram. Ég var ruglað- ur, vissi ekki hvað ég átti að gera. Mig skorti gjörsamlega dómgreind og ég steig hið mikla ógæfuspor. Og nú sit ég hér — á bekk í fangaklefanum“. „Ég eíska hann“. Þegar Wilde losnaði úr fang- elsinu hélt hann burt úr Eng- landi og tók sér bólfestú á strönd Frakklands, nálægt hafn- Framh. á bls. 10. ) i) 'i: ) )' i > ) > ) ) '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.