Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 8
\ 8 VISIR Fimmtudagur 2. ágúst 1962. L Otgetandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Rltstjórnarskrifstofur Laugavegi 1 8. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Askriftargjald er 45 krónur á mánuði. ? lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 linurj. Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Víðtækari markaðsleit óhjákvæmileg Því ber að fagna, að Síldarútvegsnefnd hefír nú gefið frekari skýringar á því hver nauðsyn bar til þess að stöðva söltun síldar á miðju sumri, meðan vertíð- in stendur enn sem hæst. Ljóst er, að það var hið mesta óyndisúrræði, en eins og málum er komið, þá má segja að nefndin hafi ekki átt annars úrkostar, þar sem meira magn er ekki selt en raun ber vitni um. En þetta mál allt gefur tilefni til þess að á dag- skrá sé tekið hvort það fyírirkomulag, sem við íslend- ingar höfum haft á sólu saltsíldar síðustu áratugina sé ekki orðið gamaldags og úrelti Eins og kunnugt er, annast ríkisseinkasala sölu síldarinnar og fer Síldarútvegsnefnd með stjórn henn- ar. Sú nefnd er skipuð valinkunnum mönnum. Þeir hafa hins vegar allir annað aðalstarf, en á vegum nefndarinnar starfar framkvæmdastjóri, sem fjallar um samningagerðir, ásamt nefndinni. Það liggur í aug- um uppi, að ef vel veiðist er það umfangsmikið og margþætt starf að annast sölu alls síldaraflans. Eng- inn sölumaður starfar hins vegar á vegum nefndar- innar og um skipulagða markáðsleit er heldur ekki að ræða á sömu vísu og hjá keppinautum okkar á þessu sviði. Samkeppnin um markaðinn fer hins vegar sífellt harðnandi og sú þjóð hlýtur óhjákvæmilega að verða undir í baráttunni, sem er ekki sífellt í leit að betri marköðum og bættri aðstöðu. Verkunin verður og að vera sem fjölbreytilegust og á því sviði erum við íslend ingar enn á eftir. Við höfum ekki enn þá hafið fram- leiðslu á reyktri síld, flökum og kippers sem neinu nemur. Sú bitra reynsla, sem við höfum fengið nú í sum- ar um sölu saltsíldar er nægt tilefni til þess að grund- völlur síldarsölu ríkisins verði rækilega endurskoðað- ur, stóraukin áherzla lögð á öflun nýrra markaða og framleiðslan gerð fjölbreyttari en nú er. Aðeins á þann hátt verður okkur kleift að standast samkeppnina á þessu sviði; Vetrarstríðið er ekki gleymt Áróðursmót ungkommúnista stendur nú sem hæst í Helsingfors. Þar er mótið haldið að þessu sinni þrátt fyrir harðorð mótmæli finnsku æskulýðssamtakanna. Þau hafa bent á, að hér er alls ekki um frjálslega skipulagt æskulýðsmót að ræða, heldur einn þáttinn í allsherjarsókn kommúnista á áróðurssviðinu. Sam- tök íslenzkra háskólastúdentá hafa og gefið út yfir- lýsingu, þar sem skrautsýning þessi er fordæmd. Slík Pótemkimbrögð sem Helsingforsmótið blekkja engan íslending lengur. Sagt er, að mótið sé tileink- að friði. Allir viljum við frið. En Sovétríkin ættu að byrja friðarsóknina annars staðar en í höfuðborg þeirr- ar þjóðar, sem þeir greiddu svo fólslegt rothögg árið 1939, er þeir hófu vetrarstríðið. Enn er brætt á Siglufirði (Myndirnar tók Kr. Hallgr., Ak.). í morgunsárinu rétt fyrir sólarupprás er horft ofan af Skarðinu yfir kaupstaðinn og lá- dauðan fjörðinn. Skyldi nú vera líf í tuskunum í miðstöð síld arvinnslu á fslandi? Gestirnir létu sig detta niður í kvosina, þar sem hlaut að bíða þeirra hisp ursleysi og viss léttleiki, íyrrlátur Kontóristinn á „Bryggjun um" — „unglingurinn í skóg- inum". sem Siglfirðingar eru orðlagðir fyrir. — Það er alltaf gott að koma á Sigluf jörð, enda þótt engin sé sildin, hef- ur marg oft verið sagt. Það er sérstakur brag ur yfir bænum. Víða sjást bros og víða heyr- ist smitandi hlátur. Fyrstu áhrif af bænum eru jákvæð. Hvers vegna? Það er ekki hægt að gera grein fyrir því í fljótu bragði____þarfn- ast heldur ekki skýring- ar. Sumt fólk er leiðin- íegt . . . sumt fólk er skemmtilegt, sumar kon ur eru aðlaðandi og aðr- ar eru það ekki. Þetta er kannski for- múlan. Undirlendið er ekki ýkja mikið. FjÖllin gnæf a þverhnípt og há á alla vegu. Þó er óþarft að fá innilokunarkennd í plássinu, því margt stendur svo skemmti- lega opið," einmitt það, sem á að vera opið . .. alltaf. 1. TTaraldur Hjálmarsson, skáld, sem dvaldist árum saman í Reykjavík, þjóðfrægur ein- kennilegur gáfumaður, í karl- legg launafkomandi Nielsar Hafsteins, kaupmanns á Hofs- ósi, bróður Péturs amtmanns á Möðruvöllum, föður Hannesar, tók á móti okkur eins og skag- firzkum hirðingjahöfðingja sæmir. — Margblessaðir ævinlega. Komið fagnandi. Haraldur er vaktmeistari á Hótel Höfn, en það rekur ná- frændi hans og fóstbróðir að fornum sið, Páll Jónsson, sem ólst upp með Haraldi að Kambi í Deildardal í Skagafirði. Páll og Haraldur eru sytskinasynir. Faðír Haraldar er Hjálmar á Hofi, garpur 93ja ára að aldri, annálaður ofurhugi, sem lék sér að því að klífa Drangey, þar sem hún er verst viður- eignar, búforkur og atgervis- maður. Faðir Hjálmars var Þorgils, sem fullyrt er, að hafi verið ástarbarn Níelsar höndlun ar manns, en,da leynist ekki Havsteen-svipurinn á andliti Hjálrnars öldungs. Alvöruljóð og kersknisvisur Haraldar lifa á margra vörum fyrir norðan og víðar. Haraldur fer ekkert í launkofa með veik- leika sinn eins og heiðarlegri sál hæfir. Hann hefy- -" ''ic-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.