Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 10
w VISIR Fimmtudagur 2. ágúst 1962. LOSTÆT! í TÚPUM Paul Crump heitir 32 ára svert- ingi í Chicago, sem hefur verið dæmdur til dauða og á að taka hann af lífi á miðnætti aðfara- nótt föstudagsins. í fyradag gerðist dálltið óvenjulegt atvik, sjónvarpsstöð í Chicago sjón- varpaði samtali við hann og fangavörð hans Jack Johnson. Crump sagði í sjónvarpinu, að hann væri nú betri maður og myndi vérða þjóðfélaginu að —\gni ef hann væri náðaður. riann sagði að Johnson fanga- vörður væri nú bezti vinur sinn. — Ef ég verð tekinn af lífi, sagði hann, þá bið ég að- eins þess, að Johnson fanga- vörður verði látinn ýta á raf- magnshnappinn, sem hleypir rafmagni í stólinn. jesúmynd ¦w- Ronald Harrison heitir ungur svertingjamálari. Hann hefur ný lega málað málverk, sem vakið hefur feikilega athygli í hinum enskumælandi heimi. Málverkið heitir „Krossfestingin". Hún sýnir Krist á krossinum, en and lit hans ber svip Alberts Lut- hulis, svertingjaleiðtoga Suður Afríku. Við krossinn standa tveir rómverskir hermenn og bera þeir svip suður-afrísku ráð herranna Verwords og Vorsters. , M Afr <' i" i V i aPScW'' Kassem forsætisráðherra írak hefur nú tekið sér nýjan opin- beran titil. Hann kallar sig héð- an í frá: Hinn almáttugi for- ingi. erfiður strákur Nikila Krúsjeff kommúnistafor- ingi var nýlega í sumarleyfis- ferð við Svartahafið og í Ukra- inu. Þá heimsótti hann m.a. I fyrsta skipti 1 mörg ár fæðing- arbæ sinn Kalinovka. Hann heimsótti samyrkjubú sem þar stendur. Hitti m.a. gamla kunn- ingja sem mundu eftir honum sem strák fullum af mótþróa við landeigandann. ógift Maria Callas cr enn ekki geng- in I hjónaband með Onassis skipakóngi. En þau eru samt saman öllum stundum. Nú eru þau I þriggja vikna skemmtiferð á Iystisnekkju Onassis suður á Tylftareyjum í Eyjahafinu gríska. Þau eru bæði grfsk að ætterni. misþyrmt Sir Oswald Mosley er gamall nasistaforingi í Bretlandi. Hann efndi nýlega til nasistafundar á torgi í borginni Manchester. En þegar hann kom fram og ætlaði \að fara að halda ræðu fékk hann kaldar kveðjur. Mann- söfnuður réðst á hann og ætl- aði að misþyrma honum. Lög- reglumenn gátu aðeins bjargað nasistanum á síðustu stundu. staðfestur Milovan Djilas hinn gamli fóst- bróðir Titos Júgóslavíu forseta var nýlega dæmdur f átta ára fangelsi fyrir að hafá ljóstrað upp ríkisleyndarmálum í hinni nýju bók sinni „Samtöl við Stal- ín". Hefur hæstiréttur Júgóslav- íu staðfest undirréttardóminn um þetta. •"™,™" ¦ lausn í Los Angeles á Vesturströnd Bandari.kjanna hefur hljóðfæra verksmiðja hafið framleiðslu á rafmagnspíanóum sem hafa þahn kost, að hljóð frá þeim heyrast aðeins í heyrnartækj- um. Er þetta talin góð lausn á þeim vanda sem píanó valda í fjölbýlishúsum. Nú geta píánó- kennarinn og nemandinn sett heyrnartækin upp og enginn annar heyrir æfingarnar. afmæli Frú Kennedy átti 33 ára af- mæli. Komu tuttugu meðlimir fjöiskyldunnar saman til að fagna deginum í baðbænum Hyannis Port, þar sem Kennedy á suniarbústað. Þegar þau sátu niðri á ströndinni og voru að drekka afmæliskaffið skrapp for setafrúin og gerði tilraun til að fara á sjóskíði. Hún stóð vel í fyrstu, en síðan kollsteyptist hún á skíðunum. uppeldi í lagi •*¦ t Northumberland-héraði í Eng- landi komst upp um strákahóp, sem hafði tamið hunda til að fara inn á golfvelli í héraðinu og hrifsa golfbolta. Strákarnir höfðu stundað þessa iðju, síðan selt boltana og hagnazt á því um 10 þúsund krónur. aðeins lágvaxnar 1 Suður Ameríku er fólk yfir- leitt lægra vex ' en £ hinum germönsku löndum. Vegna þessa hefur sú regla nú verið sett í utanrfkisþjónustu Banda- rfkjanna, að aðeins lávaxnar konur geti fengið starf við sendiráð Bandarfkjanna í Suð- ur Amerfku. Vænta menn þess að sambúðin við hinar suðrænu þjóðir muni batna við þetta. i nýtt Bergmann- Rosselini ¦#• Jenny Ann Lindstrom heitir elzta dóttir Ingrid Bergmann af fyrsta hjónabandi hennar. Að undanförnu hefur komið upp orðrómur um. að Jenny sé að trUIofast Franco Rosselini bróð- ursyni Rosselinis þess er Ingrid Bergman móðir hennar var gift. Ekki hefur stúlkan þó enn feng- izt til að viðurkenna opinber- lega að hún eigi vingott við Franco. Barbara Payton er 34 ára kvik- myndaleikkona í Hollywood sem þótti mikil og efnileg kyn- bomba fyrir tíu árum. Þá börð- ust frægir kvikmyndaleikarar Franchot Tone og Tom Neal um ástir hennar og kvæntist Franchot henni. NU er verr farið fyrir Barböru. Hún hefur verið mjög drykkfeld og nýlega hand tók lögreglan í Los Angeles hana fyrir drykkjulæti á al- mannafæri. Var hún aðeins klædd í baðslopp og sagðist eng ar aðrar eignir eiga en slopp- inn. trúarskipti ¦9' i Jane Mansf ield, kvikmyndaleik- konan bandaríska hefur nú á- kveðið eftir mánaðar dvöl í Rómaborg að taka kaþólska trú. Hún sagði við brottförina frá Róm, að það sem hefði haft mest áhrif á hana í borginni ei- lífu væri ekki næturklúbbarnir, heldur kirkjurnar. geimkona *¦ Jerrie Cobb heitir þrítug banda rísk kona, sem hefur verið valin ásamt tólf stallsystrum sínum til að taka þátt í æf ingum und- ir geimflug. Margir halda, þeirra á meðal Jerrie sjálf, að konur séu betur fallnar til geimflugs en karlmenn vegna sterkari lík- amsbyggingar. * SJOLAX * SCRYPDSÍLD ÓMISSANDI: ' í ferðalagið, á veizluborðið, í kæliskápinn. HEILDSÖLUBIRGDIR: SKiPHOLT h/f Sími 2-37-37. ©sccií* Wilde - Framh. af 7. síðu. arbænum Dieppe. Þá voru all- ar horfur á því að hann gæti byrjað nýtt líf, laus við þann djöful, sem hann hafði að draga, eyðslusemina og vandræðin, sem ásótt höfðu hann. En góð- ' ur ásetningur hans hvarf smám saman, og brátt lauk sumrinu og veður spilltist. Bosie, ungi vinur hans frá Oxford og orsök ógæfu hans skrifaði honum bréf frá Neapel og bað hann að koma aftur til fundar við sig. Og Wilde lét undan og tók lestina í suðurátt. „Eina von mín um að ég geti aftur skapað Iistaverk er að vera nálægt þér," skrifar hann Douglas um þessar mundir. Vin- ir hans bentú honum á hve hættulegt það væri fyrir hann að taka aftur upp fyrra sam- band sitt við Douglas. — En Wilde átti ekki afturkvæmt. Hann ritaði þá Ross: „Ég get ekki lifað án ástar. Ég verð að elska og vera elsk- aður, hvað sem það kostar... Þegar fólk gagnrýnir það að ég fer aftur til Bosie, segðu því þá að hann hafi boðið mér ást sína. Og að ég, einmana og yfirgef- inn, hafi horfið aftur til hans eftir að hafa búið einn f þrjá mánuði í þessari köldu veröld. Auðvitað mun ég oft verða ó- hamingjusamur, en ég elska hann enn þá, sú staðreynd að hann eyðilagði líf mitt, veldur því að ég elska hans". Leiðir skilja. \ Fjölskylda Alfreðs Douglas hætti að -enda honum skotsilf- ur jafnskjótt og fréttir bárust til London um að hann og Wilde hefðu aftur hafið sitt fyrra sam- býli. Og frú Wilde sendi nú ekki lengur fé til eiginmanns síns. Þeir voru því báðir fé- vana og innan skamms skildu þeir að skíptum. Slðasta inn- færsla Wilde í bréfabók sína hljóðar svo: „Ég hefi ekki séð Bosie í viku. Ég er viss um að hann mun ekki koma mér tii hjálpar. Drengir, konjak og fjárhættuspil eiga hug hans allan. Hann er þegar allt kemur til alls mesti nirfill. En söfnun hans er fólgin í eyðslunni: ný tegund homo sapiens". Juke-box Mjög gott og vandað Juke-box af Seeburg gerð til sýnis og sölu. E. HELGASON & CO H.F. Mjóstræti 3 7 Sími 24488 CLÍNTON utanborðsmótorar 5 hestöfl. Léttir Gangvissir Ódýrir. Tilvaldir á vatnabáta. FINNUR TH. JÓNSSON Sími 32 - Bolungarvík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.