Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 2. ágúst 1962. V'SIR J V3 Kyrrlátur dagur — Framh. af bls. 9. uði, að hrotan kom.. eiginlega stanzlaus síld síðan, eða þar til f gter. 4. TZ'omið var fram yfir mið- morgun. Skammt frá sáust þrír á báti, bundnum við festar við eina bryggjuna. Mennirnir hlutu að kennast. Þarna var hvorki méira né minna en Hafliði Guðmunds- son i persónu — Habbi Sigló sving eins og sumir kölluðu hann á skólaárum hans í M.A., fyrrum tollþjónn og pólísmaður f Siglufjarðar-umdæmi, að auki fyrv. aðstoðarlögregla Lárusar Salómónssonar ins vígdjarfa yf- ir síldartímann „pá Roverhavn", og núverandi heyrari og læri- faðir unglinganna i Gagganum á Siglufirði. Annar var Helgi Sveinsson, íþróttaþjálfari og skíðakempa, manna harðastur í 't)rek og raun. Báðir mennirnir taldir drengir góðir og vinfastir. Heljarmikil veiðihjól voru á Oorðstokkum snekkjunnar, sem heitir Bára SI-14, rennilegt skip, virðist siglari. Það er skip- ið, sem Vísir birti mynd af í fyrra, þegar verið var að renna því niður brekkurnar ofan úr skiþasmíðastöðinni, sem er efst í kaupstaðnum. — Eruð þið, garpar, að halda á túnfisksyeiðar að hætti Hem- ingways sáluga við strendur Kúbu? — Við veiðum þorsk, segir „þriðji maðurinn", sem einnig er kennari eins og hinir. — Við erum að bjarga þjóð- inni, segir Helgi. — Eruð þið í fríi? — ViC erum í þriggja mánaða sumarfríi, segir Hafliði. — Við kennum á vetrum, drepum á sumrin, segir Helgi. — Fáið þið virkilega ekki nægilega utrás fyrir kvalalosta á veturna? — Líklegast ekki, segir Helgi. — Varaðu þig á þessum, Helgi, segir Hafliði. — Ég kræki bara í þá með önglinum, segir hinn — Hvurnig veiðið þið þann gula? — Á færi, segja þessar hem- ingwaysku manngerðir, sem ekki er fisjað saman — Ertu hættur að súpa, Haf- liði, segjum vér, — þu hefur fitnað svo mikið Hann svaraði engu og stökk ofan í bátinn. Helgi hafði ræst vélina, og báturinn var kominn á skrið, fyrr en varði. Hafliði stóð mið- skips, horfði í allar áttir. Síðan leit hann til himins eins og gam all formaður, sem er að biðja sjóferðarbænina: „Hafið er stórt, báturinn, er h'till. Leið þú oss, drattinn". Svo tók hann pyttlu úr rass- vasanum og saup á hressilega, horfði á blaðamann og ljós- myndara, svo á flöskuna aftur og saup enn hressilegar á. — Er þetta mentólspritt úr apótekinu, Hafliði minn? Dieselvélin hlaut að hafa kæft spurninguna. Hafliði horfði nú á haf út eins og Kári Sölmundarson forð um. Báturinn stefndi á fullri ferð út í fjarðarkjaft... 5. TTorfið var af bryggjunni og 1 haldið upp að Hótel Höfn í morgunkaffið og svo I háttinn í hveitibrauðsdagaherbergið nr. S hans Haraldar skálda. Rétt áður en komið var að ' "'sinu, var rútan að leggja "^vtingur af síldardöm- um kom að bílnum. Þær voru ferðbunar, syfjulegar.. — Við erum að fara heim, sumarfríið okkar búið og kannski verður ekki saltað meira, segir ein að sunnan.. — Var gaman? — Agalega.. ball á hverju kyöldi, og þar var maður, þegar ekki var saltað.. _ Góða ferð og heimkomu.. — Það fæ ég ábyggilega, þakka þér.. Skáldið hafði búið vel um okkur, en gleymt að skipta um lak og sængurver í hjónarúm- inu, bar sem Kristján lagðist fyrir, en það er önnur saga. Herbergið ilmaði af frönsku ilm vatni, Le Robe de Soir. — Mikið er sú nýgifta smekk leg, Kristjanus,.. hún notar „franska kvöldkjólinn" I hárið og á hálsinn. Ljósmyndarinnvar farinn að hrjóta. TTm hádegi er sprottið á fæt- *-* ur, haldið niður á plan. Ver ið var að salta hjá Þráni, en langt komið. Nútímaleg Siglufjarðar-kona kemur askyaðandi á móti myndavélinni. , Með blíðyrðum fékkst hún til að stilla sér upp f herklæðum sínum. Kristín heitir kvinnan, Friðleifsdóttir. Stöllu hennar bar að. Sú nefnist Hrefna, er Hermannsdóttir, kona gift og gefin. — Þið saltið býsn, konur, hef ég heyrt. . — Jæja, svona lala. — Þrjár til fjórar tunnur eða svo per klst? — Kemur fyrir. _ Hvað hafið bér, Hrefna, saltað mikið í einni lotu? _ Ó, ég veit ekki . . ég þarf svo oft að skreppa frá og sinna ýmsu. — Hverju? — Heimilinu. — En manninum? — Auðvitað, það leiðir af sjálfu sér. Kvenforkarnir tveir héldu nú i kaffisopann sinn og sígarett- urnar. Nú var „skollið á" bannsett kaffihlé. / — Það verður ekki saltað meira í dag hvort eð er, segL' siglfirzkur menntaskólanemi . . þið hafið ekki misst af neinu heldur. . Akveðið hafði verið að dvelj- ast ekki lengur á Siglufirði, ef lítil væri síldin. Síldarfregnir frá Raufarhöfn lofuðu góðu. Ætlunin var að halda þangað rakleiðis. Ekki var hægt að kveðja stað inn án þess að koma við á lög- reglustöðinni og spyrja um Braga Magg, lögreglumann. — Hann er í fríi núna, senni-1 lega að vinna, segir ungæðis- legur lögregluþjónn, laganemi í Háskólanum. Haldið var til hans heima. Frú hans, af Jörundarkyninu iiríseyska, tók elskulega á móti ikkur. _ Sáuð þið hann ekki niður frá? _ Maður hefði orðið var við hann ,ef hann hefði verir þar. . — Þá veit ég hvar hann er . . sg skal hringja í hann. Oragi kom von bráðar. U - Nóg að gera? — Rólegt núna ,segir hann. — Ætlarðu ekki bráðum í veiðiskap inn í Fljót eins og í hitt-eð-fyrra.? — Sennilegt þykir mér það. Bagi er laxadrepur, svo að orð er á gerandi, laginn við slíkt sem aðrar listir. Ofan á allt er hann húmoristi af guðs náð. Yfir kaffiborðinu rifjaðist upp skrýtin saga, sem gerðist hér um árið 1 sambandi við starf hans sem lögreglumaður. Blaðamaður sá í anda, hvern- ig þetta gerðist og hvernig lög- regluskýrslan hljóðaði, þ.e. eitt- hvað á þessa leið: „ . . Kl. þetta og þetta . . þennan og þennan dag, kom á fastavakt-varðstofu N.N., fyrrv. kaupmaður og tilvonandi sjó- maður, og bað hann lögregluna um að aðstoða sig við að ná 1 farangur sinn en hann sagðist geyma hann á harðbala nokkr- um hér norðan bæjarins. Bað hann lögregluna um það, að hún aðstoðaði sig við að koma far- /angrinum um borð'í „Sæskuð- ina", en hann sagðist hafa ráðið sig sem fyrsta háseta þar um borð. Farangur N.N. var sóttur út að grjótnámunum, en þar eð lögreglunni var algerlega 6- kunnugt um „áðurnefnda" Sæ- skuð, var ekið á varðstofuna, en N.N. fékk farangurinn geymdan .þar til kl. 23 um kvöldið, en þá kvaðst hánn fnundu verða búinn að koma sér á eitthvert skip. Kl. 23 mætti N.N. á stöð- inni, þá ölvaður nokkuð, og bað lögregluna að vísa sér á Sæskuðina, sem fyndist hvergi, hvernig sem leitað væri. — Er þetta sönn saga, Bragi? — Segir fátt af einum, segir hann. Tekið var að kvölda. Siglu- fjarðarskarðið beið fyrir ofan, ginnandi. Niðri á hóteli var fyrir ljós- myndari og stríðsfréttaritari Moggans I Norðuramtinu, Stef- án E. Sigurðsson, fyrrv. útvarps virki, grár fyrir járnum, með tvær eða þrjár ljósmyndavélar að vopni. — Ég er líka blaðamaður hjá Islendingi, segir hann. —' Hvaða stórblað er það, minn kæri? — Þú ert orðinn æði reyk- vískur, kollega, segir Stefán, — ertu annars að halda á Raufar-! höfn . . sjáumst við ekki þar? — Ég verð á undan þér, mér þykir það sorglegt, segjum vér. Upp úr kvöldverðinum var haldið á Skarðið. - stgr. Ifristindoniur - Framh. af 6. síðu og stjórnmálalegu umhverfi, og verður að sættast við umhverfi sitt, ef unnt á að 'vera að halda uppi starfsemi. „Auðvelt er að sjá, undir hvaða þolraun kirkja voi á að j ganga vegna þessa aðskilnaðar Meiri mannleg eymd hefir skap- azt £ síðustu hálfri öld en unnt er að syna með hagskýrslum." Þessi mannlega eymd er sann- arlega ekki á enda, þar sem einræðisherrarnir á sovétsvæð- inu munu verða óþreytandi f tilraunum slnum til að kljúfa mótmælendakirkjuna endanlega og gera kirkjuna f „ríki" þeirra að þægu verkfæri kommúnista stefnunnar En getur þeim raun verulega tekizt að snua þjóð- inni fra trunni? Menn ^egja ekki það, sem inni fynr býr þótt þeir bæri varirnar. Pessi grein ætti að færa mönnum heim sanninn um, hversu hug- rakkir kristnir menn á -<ovét- svæðinu hafa "fnð. Munið að gera innkaupin fyrir verzlunarmanna- helgina. SÓLAROLÍA, HREINLÆTIS- og SNYRTIVÖRUR í f jölbreyttu úrvali. SNYRTIVÖRUBÚÐIN LAUGAVEGI 76 . Sími 12275 Ballettskólinn Tiarnargötu 4 Óskum eftir rúmgóðum sal frá 1. séptember n.k., sem næst miðbænum. Tilboð sendist Vísi fyrir 15. ágúst merkt: „Ballet- skóli". _________ • - ɧ hýð þeint - FramhaJd af 4. síðu. —- Hvað telurðu beztu skáta- fæðuna? — Bezta skátafæðan er mjólk og hafragrautur. — Er ekki mikill fjöldi sem heimsækir þig hingað I eldhús tjaldið? — Jú, þeir eru margir. Fyrst og fremst eru það hinir svo kölluðu fastagestir, sem alltaf eru hérna með: annan fótinn, svo eru það nokícuð margir sem hlaupa hingað til mín endrum og eins. — Hvað segúuu við fólk ef það gerist mjög sníkjótt? — Ég á nú ekki I miklum vandræðum við slíkt fólk, svara því bara að það fái ekkert ann- að en grænsápustöppu með nið urskornum ágengnum strigapok um og ef það hættir ekki að suða þá býð ég því Igætis gras maðka súpu f> éftir. — Heldurðu að menn laumist aldrei inn í tjaldið á næturnar og kræki sér I matarbita? — Það er nú ekki mikið um það. Ég get sagt þér sögu af einum, er laumaðist hingað inn, til að fi'. sér kaffisopa. Það er nú kannski ekki vert að segja það — jæja ég læt það bara konja. Ég mundi eftir þessu þegar við minntumst á græn- ikpu. Þegar hann hafði fengið sér kaffisopa langaði hann í eitt hvað m"ð og datt því í hug að smyrja sér brauðsneiS. Þegar hann fór að snæða þetta lost- æti, fannst honum smjörið eitt hvað einkennilegf og koms' svf að raun um það að þetta var grænsápa, en hún var geymd í eins skál og smjörlfkið inni í skáp. — Kemur ekki mikið af skát- um hingað til þín og leitar ráða í sambandi við eldun? — Jú, nokkuð margir hafa komið hingað, ekki endilega til að spyrja um eldun, heldúr hina og þessa hluti, m.a. spurt um ferðir, frímerki og svona mætti lengi telja. —i Er ekki drukkið mikið af kaffi hérna hjá ykkur. — Hér átti ekkert kaffi að veita, en nú eru búin ein 30 kg. — p. sv. Éa visr fullviss - Framh. af Dls. 4 synda, fara á skíði og skauta og margt fleira, er stefnir að bættri líkamsrækt og drenglyndi. — Hvað finnst þér um setn- íngarhátíðina hérna I dag? — Þetta var alveg stórglæsi- leg setningarhátíð, hreyfingunni til mikils sóma og ég er viss um að þessari stund mun ég seint gleyma. — Hvað vildirðu segja um skátahreyfinguna á þessum merku tímamótum hennar. — Strax og ég kynntist skáta félagsskapnum var ég fullviss um gildi hans. Hánn er með nyt sömustu og beztu æskulýðsfé- lögum s^em til eru. 1 honum lærir skátinn ýmsa góða holl- ustuhætti, sem verða honum gott veganesi, þegar út I lífið kemur. — p. sv.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.