Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. ágúst 1962. VISIR \5 SAKAMÁLASAGA EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSJÓÐURINN í. á þvf, hvað ég var orðinn knapp ur, fyrr en ég var kominn út úr bænum. Meðan dælan var í gahgi, þurrkaði hann og fægði fram- rúðuna. Otvarpið inni í stöðinni var í gangi, en truflanir voru eða illa stillt, og ég heyrði ekki það, sem sagt var. — Það er eitthvað um að vera á yðar slóðum, sagði afgreiðslu- maðurinn. Mér fannst allt í einu að tunga mín væri þurr og allur munnurinn innan og niður í kok. — Nú? — Það er alltaf þessi frú Butler. Þér kannizt kannske við hana? — Nei. — Nú, ég þóttist viss um það þar sem bíllinn yðar er úr því héraði. Lögreglan leitar hennar um allt ríkið — og þó áræddi hún að fara heim. Að minnsta kosti er lögreglan viss um, að það hafi verið hún. Það var víst karlmaður með henni og hann barði niður lögregluþjón og handjárnaði hann með hans eig- in handjárnum. Og svo kveiktu þau í húsinu. — Var allt þetta f fréttun- j um? Ég hef ekkert um það j heyrt. — Við skulum kalla það „fréttaútsendingu", en ég stilli á' bylgjulengd lögreglunnar, og þeir vita það, en láta það gott heita, af því að ég er afskekkt- ur — og kannske gæti það kom- ið sér vel fyrir þá einhvern tíma. Hver veit? — Og það er karlmaður með henní? — Það halda þeir. Lögreglu- þjónninn drepst kannske. Hann hefur verið sleginn bylmings- höggi — er víst hausbrotinn. — Það er hörmulegt... — Já, nú verða þeir víst að bíða þar til hann fær meðvit- undina aftur svo að hann geti sagt frá því, sem gerðist. Skot heyrðist líka. — Já, hver skyldi trúa, það hefur verið líflegt- þarna ... — Já, en löggan gómar þau, megið þér trúa. Það er búið að setja upp vegatálmanir á öllum þjóðvegum. Þeir hafa ekki lýs- ingu á manninum, en konan er sögð fjári lagleg — og meira en það, í flokki fegurðardrottninga ef svo mætti segja. Hafið þér séð hana? — Ekki svo ég viti. — Það var merkilegt — og þér úr sama bæ. Það yar farið að þykkna í mér, og ég sagði: — Ég er. ekki í hennar kunn- ingjahópi, maður minn. Hve mik ið skulda ég. — Fjóra og sextíu. Gómarnir snertu lyklana í veskinu mínu þegar ég tók fimm dollara-seðil til þess að borga með benzínið. Snertingin hafði góð áhrif á mig. Draumurinn gat orðið að veruleika. Ég hafði lyklana að hólfunum — en það var óraunveruleiki, að ég hafði slegið niður mann, sem ég hafði aðeins séð sem svarta þústu — og ekki skipti miklu um meðan ég lét það ekki ná tökum á mér, sem gerzt hafði. Ég hafði veitt athygli kaffi- stofu í bæ þessum. Ég var orð- inn þreyttur og syfjaður, ef ég ætti að þrauka yrði ég að fá kaffi, hugsaði ég. Ég dokaði að- eins við og allt í einu var bíl ekið inn í stöðina og mér rann sem kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar lögreglumaður hljóp út úr bílnum og kallaði: — Hæ, Sammy, — geturðu af- greitt mig í snarheitum? Sammy kom brosandi fram í dyrnar. — Nú verðurðu einu sinni að bíða andartak, Frjádagur undir- foringi, sagði hann. Sammy afhenti mér það, sem ég átti að fá til baka og undir- foringinn horfði á mig, og hílinn, er ég :6k burt, og hefurpað frá- leitt farið fram hjá hohum, að bíllinn var úr héraði Madelon Butlers. Annars var ekkert, sem gat vakið grun. Taskan í aftur- sætinu gat verið mín. Ég hélt niðri í mér andanum af spenn- ingi, en hann yrti ekki á mig eða gaf í skyn að hann hefði grun á mér. — Velkominn aftur, sagði Sammy um leið og ég ók burt. — Þökk, ég á sjálfsagt eftir að koma aftur, svaraði ég. Ég ók hægt, þorði ekki að aka hratt, því að það hefði vak- ið grun,'jen undir eins og ég var búinn að ná Madelon inn í bíl- inn, jók ég hraðann sem mest ég gat. Nú var vissast að kom- ast sem fyrst til Sanport — 150 km. leið, en við höfðum skilið við Diönu James dauða, og ef lögregluþjónninn sálaðist, var engin von fyrir mig. Mikil umferð var á þjóðveg- inum, þegar við nálguðumst Sanport og ég ákvað að koma ;Madelon í íbúð mína hið fyrsta — og næsta hlutverk var að losna við bílinn. — Nú erum við brátt komin, — það er þriðja hverfi hér frá. — Það gleður mig, svaraði hún, ég er þreytt — og mig lang- ar í sjúss. Ég voná, að þér eigið eitthvað sterkt á heimilinu. — Ég býst við því, en munið það sem ég sagði. Þér megið ekki verða drukknar, ekki '< kenndar hvað þá meira. ' — Talið ekki eins og fáviti,. svaraði hún. Ég ók inn á Day Avenue, en, varð að aka fram hjá húsinu þar sem ég bjó og í næsta hverfi til þess að finna stað til þess að geta lagt bílnum. — Þarna stigum við út og ég bar tösk- una hennar. — Það eru tugir íbúða í hús- j inu, svo að koma yðar vekur enga g'runsemd. Við fórum í lyftunni upp á þriðju hæð. íbúð nr. 303 var yf- ir dyrum skammt frá lyftunni, en frá henni var langur gangur. Mínútu síðar vorum við komin inn í íbúðina — og að baki sú hætta, að lögreglan næði okkur — að minnsta kosti var henni bægt frá í bili. Þegar ég hafði kveikt á lamp- toaonðMco T A R 1 A TAKZANJS HOKSE COLLAPSEP FROM THE SWOKP7. WOUNJP ANP BORE HIS KIPEK "~ i THE GKOUNP. fa Jw>J_ CííMfP Hestur Tarzans hrasaði og stakst frara fyrir sig við syerðstunguna, og við það steyptist knapinn til jarðar. Zatar þeystist að honum — en apamaðurinn var við öllu búinn. Mennirnir börðust eins og trylltar skepnur £ forinni. Styrkleiki Tarzans og hin stöð- uga árás hans, sagði loks til sín og Zatar hneig til jarðar í dauða- teygjunum. Barnasagan Kalli og eSdurinn Hið kalda vatn í sjónum bjarg- aði furstanum og hann þurfti ekk- ert að kvarta. „Eldurinn í lamp- anum er slokknaður, en slapsky- anski eldurinn logar glatt í kofan- um". Og það var svo sannarlega rétt. Litli loginn var orðinn að helj armiklu báli, og allt útlit var fyrir að hann mundi læsa sig í sjálfa höllina. Nú var það Ruffiano en ekki Spazky sem var í hættu. Allt hans fólk var við dælurnar, en Kalli og hans menn leituðu að furst anum og Tomma. Stýrimaðurinn hljóp í öngum sínum fram og til baka án árangurs. En hann var samt sá fyrsti sem fann þá, því að hann heyrði allt í einu hvíslað út úr einu skúmaskoti: „Bill frændi". Heyrðu Hannes, við viljum ékki að þú blásir svona miklum reyk á spilin þegar þú ert að stokka. anum horfði hún með gagnrýni- svip í kringum sig: — Ekki sem verst — miklu betra en ég bjóst'við. Fæ ég nú þennan sjúss? — Þér hafið ekkert annaö, sem þér vilduð minnast á? Hún yppti öxlum og sagði há- tíðlega en ekki án hæðnivotts: — Herra Scarborough, það gleður mig að við erum hingað komin. Og þér eruð duglegur, ég viðurkenni það, — en dýr. — Ég þakka, en minnizt á- hættunnar. — Get ég nú fengið whisky og vatn? spurði hún. Ég hugsaði sem svo, að ef hana vantaði ísvatn gæti hún bara opnað sér æð. — Bað og svefnherbergi til vinstri, eldhús og borðstofa til hægri. — Svefnherbergi, sagði hún og lyfti brúnum. Hvar ætlið þér annars að sofa.?. -w.. — Ætli ég sofi- ekki á beru gólfinu fyrir utan svefnherberg- isdyrnar yðar — yður til vernd- ar! — Ég vildi bara, að okkur væri allt fyllilega ljóst. — Ég skal ekki koma of ná- lægt yður, þar að auki gæti ég bezt trúað því, að þér væruð ólétt. — Ég þarf ekki ís í whiskýið mitt, sagði hún kuldalega. Ég fór fram og blandaði tvo sjússa, —. mjög veikan handa mér. Ég leit í kæliskápinn. Þar var ekkert ætilegt nema ostbiti. Ég yrði að fá mér bita í flug- stöðinni, en hún? Jæja, það skipti mig engu. Þegar ég kom inn sat hún ósköp hæversklega á legubekk, meira að segja þannig, að" pils- faldurinn huldi ekki alveg hnén hennar — og mikið hafði hún nú fallega fótleggi. Ég rétti henni glasið og rétf aðeins dreypti á mínu. Ég yrði að komast á stað hið fyrsta, ef! ég gæti komið bílnum undan og: heim aftur áður en nýr dagur rynni og fjöldi fólks á ferli. En; það var eitt, sem ég ekki gat botnað í og loks spurði ég: — Af hverju haldið þér, a.9 Diana James hafi brotizt inn L hús yðar? — Það ætti að liggja í augunt uppi. Hjá henni snýst allt um peninga — hún er að því leyti að minnsta kosti alveg eins og þér. Hún hafði heyrt í útvarp- inu eða lesið í blöðum, að ég væri á flótta, og svo kom hún — vafalaust í þoirri von, að mér hefði ekki tekizt að komast und an með peningana. Þetta var úrslitatilraun hennar til þess að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.