Vísir - 02.08.1962, Page 15

Vísir - 02.08.1962, Page 15
Fimmtudagur 2. ágúst 1962. VISIR \5 SAKAMÁLASAGA ^ EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSJÓÐURINN 19. á því, hvað ég var orðinn knapp ur, fyrr en ég var kominn út úr bænum. Meðan dælan var í gangi, þurrkaði hann og fægði fram- rúðuna. Otvarpið inni i stöðinni var í gangi, en truflanir voru eða illa stillt, og ég heyrði ekki það, sem sagt var. — Það er eitthvað um að vera á yðar slóðum, sagði afgreiðslu- maðurinn. Mér fannst allt í einu að tunga mín væri þurr og allur munnurinn innan og niður í kok. — Nú? — Það er alltaf þessi frú Butler. Þér kannizt kannske við hana? — Nei. — Nú, ég þóttist viss um það þar sem bíllinn yðar er úr því héraði. Lögreglan leitar hennar um allt ríkið — og þó áræddi hún að fará heim. Að minnsta kosti er lögreglan viss um, að | það hafi verið hún. Það var víst) karlmaður með henni og hann barði niður lögregluþjón og i handjárnaði hann með hans eig- j in handjárnum. Og svo kveiktu' þau í húsinu. — Var allt þetta í fréttun- um? Ég hef ekkert um það ^ heyrt. — Við skulum kalla það „fréttaútsendingu“, en ég stilli á bylgjulengd lögreglunnar, og þeir vita það, en láta það gott heita, af því að ég er afskekkt- ur — og kannske gæti það kom- ið sér vel fyrir þá einhvern tíma. Hver veit? — Og það er karlmaður með henni? — Það halda þeir. Lögreglu- þjónninn drepst kannske. Hann hefur verið sleginn bylmings- höggi — er víst hausbrotinn. — Það er hörmulegt... — Já, nú verða þeir víst að bíða þar til hann fær meðvit- undina aftur svo að hann geti sagt frá því, sem gerðist. Skot heyrðist líka. — Já, hver skyldi trúa, það hefur verið líflegt- þarna .. . — Já, en löggan gómar þau, megið þér trúa. Það er búið að setja upp vegatálmanir á öllum þjóðvegum. Þeir hafa ekki lýs- ingu á manninum, en konan er sögð fjári lagleg — og meira en það, í flokki fegurðardrottninga ef svo mætti segja. Hafið þér séð hana? — Ekki svo ég viti. — Það var merkilegt — og þér úr sama bæ. Það var farið að þykkna í mér, og ég sagði: ' — Ég er ekki í hennar kunn- ingjahópi, maður minn. Hve mik ið skulda ég. — Fjóra og sextíu. Gómarnir snertu lyklana í veskinu mínu þegar ég tók fimm dollara-seðil til þess að borga ! með benzínið. Snertingin hafði góð áhrif á mig. Draumurinn gat orðið að veruleika. Ég hafði lyklana að hólfunum — en það var óraunveruleiki, að ég hafði slegið niður mann, sem ég hafði aðeins séð sem svarta þústu — og ekki skipti miklu um meðan ég lét það ekki ná tökum á mér, sem gerzt hafði. Ég hafði veitt athygli kaffi- stofu í bæ þessum. Ég var orð- inn þreyttur og syfjaður, ef ég ætti að þrauka yrði ég að fá kaffi, hugsaði ég. Ég dokaði að- eins við og allt í einu var bíl ekið inn í stöðina og mér rann sem kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar lögreglumaður hljóp út úr bílnum og kallaði: — Hæ, Sammy, — geturðu af- greitt mig í snarheitum? Sammy kom brosandi fram í dyrnar. — Nú verðurðu einu sinni að i bíða andartak, Frjádagur undir- foringi, sagði hann. Sammy afhenti mér það, sem ég átti að fá til baka og undir- foringinn horfði á mig og bílinn, er ég :ók burt, og hefur það frá- leitt farið fram hjá honum, að bíllinn var úr héraði Madelon Butlers. Annars var ekkert, sem gat vakið grun. Taskan í aftur- sætinu gat verið mín. Ég hélt niðri í mér andanum af spenn- ingi, en hann yrti ekki á mig eða gaf í skyn að hann hefði grun á mér. — Velkominn aftur, sagði Sammy um leið og ég ók burt. — Þökk, ég á sjálfsagt eftir að koma aftur, svaraði ég. Ég ók hægt, þorði ekki að aka hratt, því að það hefði vak- ið grun, en undir eins og ég var búinn að ná Madelon inn í bíl- inn, jók ég hraðann sem mest ég gat. Nú var vissast að kom- ast sem fyrst til Sanport — 150 j km. leið, en við höfðum skilið við Diönu James dauða, og ef lögregluþjónninn sálaðist, var engin von fyrir mig. Mikil umferð var á þjóðveg- inum, þegar við nálguðumst Sanport og ég ákvað að koma Madelon í íbúð mína hið fyrsta j — og næsta hlutverk var að losna við bílinn. — Nú erum við brátt komin, ! — það er þriðja hverfi hér frá. j — Það gleður mig, svaraði i hún, ég er þreytt — og mig lang- ar í sjúss. Ég voná, að þér eigið eitthvað sterkt á heimilinu. ! — Ég býst við því, en munið Heyrðu Hannes, við viljum ékki að þú blásir svona miklum reyk á spilin þegar þú ert að stokka. anum horfði hún með gagnrýni- svip í kringum sig: — Ekki sem verst — miklu betra en ég bjóst við. Fæ ég nú þennan sjúss? — Þér hafið ekkert annaö, sem þér vilduð minnast á? Hún yppti öxlum og sagði há- það sem ég sagði. Þér megið tíðlega en ekki án hæðnivotts: ekki verða drukknar, ekki _ Herra Scarborough, það kenndar hvað þá meira. 1 gleður mig að við erum hingað — Talið ekki eins og fáviti,. komin. Og þér eruð duglegur, svaraði hún. {ég viðurkenni það, — en dýr. I Ég ók inn á Day Avenue, en ( _ Ég þakka, en minnizt á- j varð að aka fram hjá húsinu hættunnar. þar sem ég bjó og í næsta hverfi j _ Get ég nú fengið whisky til þess að finna stað til þess og vatn? spurði hún. að geta lagt bílnum. — Þarna | Ég hugsaði sem svo, að ef stigum við út og ég bar tösk- hana vantaði ísvatn gæti hún una hennar. j bara opnað sér æð. — Það eru tugir íbúða í hús-, _ Bað og svefnherbergi til inu, svo að koma yðar vekur yinstri, eldhús og borðstofa til enga grunsemd. Við fórum í lyftunni upp á þriðju hæð. íbúð nr. 303 var yf- ir dyrum skammt frá lyftunni, en frá henni var langur gangur. Mínútu síðar vorum við komin inn í íbúðina — og að baki sú hætta, að lögreglan næði okkur — að minnsta kosti var henni ! bægt frá í bili. I Þegar ég hafði kveikt á lamp- T A R 1 ZATAK SPEEP’EP’ F0£ THE K.ILL-- BUT THE APE-AAM WAS K.EAFY! Hestur Tarzans hrasaði og stakst fram fyrir sig við sverðstunguna, og við það steyptist knapinn til jarðar. Zatar þeystist að honum — en apamaðurinn var við öllu búinn. Mennirnir börðust eins og trylltar skepnur í forinni. Styrkleiki Tarzans og hin stöð- uga árás hans, sagði loks til sín og Zatar hneig til jarðar f dauða- teygjunum. Barnasagan Kalli 09 eSdurinn Hið kalda vatn í sjónum bjarg- aði furstanum og hann þurfti ekk- ert að kvarta. „Eldurinn í lamp- anum er slokknaður, en slapsky- anski eldurinn logar glatt í kofan- um“. Og það var svo sannarlega rétt. Litli loginn var orðinn að helj armiklu báli, og allt útlit var fyrir að hann mundi læsa sig í sjálfa höllina. Nú var það Ruffiano en ekki Spazky sem var í hættu. Allt hans fólk var við dælurnar, en Kalli og hans menn leituðu að furst anum og Tomma. Stýrimaðurinn hijóp í öngum sínum fram og til baka án árangurs. En hann var samt sá fyrsti sem fann þá, því að hann heyrði allt í einu hvíslað út úr einu skúmaskoti: „Bill frændi“. hægri. — Svefnherbergi, sagði hún og lyfti brúnum. Hvar ætlið þér annars að sofa?. — Ætli ég sofi'ekki á beru gólfinu fyrir utan svefnherberg- isdyrnar yðar — yður til vernd- ar! —■ Ég vildi bara, að okkur væri allt fyllilega ljóst. — Ég skal ekki koma of ná- lægt yður, þar að auki gæti ég bezt trúað því, að þér væruð ólétt. — Ég þarf ekki is f whiskýið mitt, sagði hún kuldalega. Ég fór fram og blandaði tvo sjússa, —< mjög veikan handa mér. Ég leit í kæliskápinn. Þar var ekkert ætilegt nema ostbiti. Ég yrði að fá mér bita í flug- ' stöðinni, en hún? Jæja, það skipti mig engu. Þegar ég kom inn sat hún ósköp hæversklega á legubekk, meira að segja þannig, að pils- faldurinn huldi ekki alveg hnén hennar — og mikið hafði hún nú fallega fótleggi. Ég rétti henni glasið og rétf aðeins dreypti á mínu. Ég yrði að komast á stað hið fyrsta, ef ég gæti komið bílnum undan og heim aftur áður en nýr dagur rynni og fjöldi fólks á ferli. En það var eitt, sem ég ekki gat botnað í og loks spurði ég: — Af hverju haldið þér, a& Diana James hafi brotizt inn 1 hús yðar? — Það ætti að liggja í augum uppi. Hjá henni snýst allt um peninga — hún er að því leyti að minnsta kosti alveg eins og þér. Hún hafði heyrt í útvarp- inu eða lesið í blöðum, að ég væri á flótta, og svo kom hún — vafalaust í þeirri von, að mér hefði ekki tekizt að kornast und an með peningana. Þetta var úrslitatilraun hennar til þess að

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.