Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 16
 Fimmtudagur 2. ágúst 1962. Gekk utan í strætis- vagn og slasaðist I MORGUN varð slys í Garða- stræti milli Bárugötu og Ránar- götu. Varð það með þeim hætti, að maður að nafni Guðmundur Helgason á Bárugötuí 33 var á gangi þarna. Mun hann hafa stað- ið þar á gangstéttarbrun meðan Sólvalla-strætisvagninn ók fram hjá, en misstigið sig einhvern veginn með þeim afleiðingum, að hann féll utan I hlið strætisvagns- ins meðan hann ók fram hjá. Strætisvagninn var ekki á mik- illi ferð, en samt mun maðurinn hafa slasazt allmikið. Var hann fótbrotinn og fékk snert af heila- hristingi. Kom sjúkrabíll og ók hdnum á slysastofu. Tilraun með nýja Er/ggingaraðferð: ISB íbuðar- husístalmót Vestur viS Kaplaskjóls- veg hefur risið á undan- förnum dögum heljarmikill og reisulegur stálturn. Þetta hefur vakið athygli manna en flestir hafa gizk að réttilega á, að turninn stæði í sambandi við bygg- ingu þá, sem þar er í full- um gangi. En þar sem það er engu að síður óvanalegt að sjá turna reista við húsabyggingar hringdum við I Isl- enzka aðalverktaka, fyrirtækið sem hefur með bygginguna að gera. Thor Ó. Thors framkvæmdastjóri tjáði okkur að hér væri um að ræða nýjan byggingarmáta, sem ekki hefði verið reyndur hér á landi áður. Mismunurinn væri fólg- in í, að húsið er steypt upp í stál- mðtum I stað trés áður. „Þetta er íbúðarhús, og með þessu er áætlaS að spara mikinn kostnað og lækka fbúðarverðið Framh. á 5. slðu. Verðurbrátthægt aðhólu- setja gegn krahhameini Á alþjóðlegu krabba- meinsþingi, sem haldið hef ur verið í Moskvu að und- anförnu og vísindamenn frá öllum löndum heims hafa sótt, skýrði rússnesk- ur vísindamaður prófessor Zilber frá því að hann Fáir staðir hafa upp á skemmtilegra myndaefni að bjóða en landsmót skáta, sem stendur yfir þessa dagana. Myndin hér að ofan er tekin af I. M. ljósmyndara Vfsis f tjaldbúðum Hveragerðisskála. Flest skátafélögin kappkosta að hafa eitthvað í sfnum 'búð- um, er minnir á byggðarlag þeirra og hafa Hvergerðingar fundið það snjallræði upp að hafa ólgandi hver hjá sér. Uppþot og handtök- m í Buenos Aires Yfir 100 menn voru handteknir í gær í aðalstöðvum Sambands verkalýðsfélaganna í Buenos Aires, en leiðtogar þess hvöttu til sólar- hrings allsherjarverkfalls sem lýk- ur i kvöld. Mikið var um uppþot og skemmdarverk og ruddi lögreglan að' lokum göturnar. Múgurinn kveikti í yfir 20 almenningsvögn- um; velti um bifreiðum einstak- linga, hleypti járnbrautarlest af sporinu og laskaði mörg hús í sprengiárásum. hefði gert uppgötvanir, sem bentu til þess, að hægt yrði í náinni fram- tíð að bólusetja fólk j til varnar krabbameini. Prófessor Zilber stjórnar gríðar- mikilli krabba-rannsóknarstöð suð- ur við Svartahaf. Þar hefur hann m. a. um 4 þúsund apa til að gera tilraunir á og auk þess margar þusundir minni dýra, ýmiss konar nagdýra. Rannsóknir prófessors Zilbers I beindust að þeim möguleika að krabbamein myndaðist af vírusum. Hann hefur nú komizt að því að \ frumur sem sýkjast af krabbameini | mynda sérstakt mótefni, sem er i öðruvísi en mótefni heilbrigðra frumna. I fyrstu héldu menn að þessi niðurstaða væri byggð á einhverj-' um misskilningi, en síðan hefur hópur rússneskra vísindamanna kannað þetta og komizt að sömu niðurstöðu. I Þessi uppgötvun leiðir til þeirrar niðurstöðu, að þegar um krabba- j meinssýkingu er að ræða eigi sér I stað barátta milli efna lfkamans og efna krabbameinsins. Því er llklegt að hægt verði í framtíðinni að vinna út mótefni líkamans gegn' krabbameini og bólusetja gegn sjúkdóminum. Framh. á bls. 5. „Byggingarkraninn" við Kaplaskjólsveg. Fjölmennt í Þórs- mörk um helaina Allt útlit\ c fyrir að fleira fólk fari f Þórsmörk um verzlunar- j mannahelgina en nokkru sinni hef- ur farið þangað fyrr um eina helgl. Blaðið hafði tal af ferðaskrifstof- um, seai selja för þangað og virð- ist hafa selzt um helmingi meira en í fyrra. Hjá Úlfari Jacobsen hafa þegar selzt um 460 miðar og hefur hann ! enn rúm fyrir 40 í viðbót. Telur hann vafalaust að þeir muni selj- ast fyrir helgi. Ferðir frá honum : eru austur á fimmtudag, föstudag og laugardag. Úlfar skýrði blaðinu svo frá í morgun að auk þess hefði fjöldi fólks hringt og óskað eftir því að verða ferjað yfir árnar, en yfir þær komast ekki smábílar. Ætlar Úlfar að hafa bíla í því eftir að hann hefur flutt sína eigin farþega yfir. Á vegum Farfugla fara um 100 manns og hafa fleiri pantað en rúm e"r fyrir f þeim bílum, sem þeir geta fengið. Með Litla ferða- klúbbnum fara um 90 og er þegar að verða uppselt. Þegar eru seld um eða yfir 60 sæti með Guð- mundi Jónassyni og álíka mörg hjá ferðaskrifstofunni Lönd og leiðir. Ólafur Jónsson fulltrúi lögreglu- stjóra skýrði blaðinu svo frá í morgun, að ekki færri en fjórir lögregluþjónar yrðu sendir inn f Þórsmörk og getur svo farið, að þeir verði fleiri. Múnu þeir að þessu sinni hafa til umráða bíl, þar sem hægt er að stingá inn ólátamönnum og geta þeir haft talstöðvarsamband við nærliggj- andi, loftskeytastöðvar., Að því er lögreglumennirnir segja, sem voru í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina í fyrra, kom það í veg fyrir mikil ólæti að Úlfar Jacobsen gekkst fyrir þyí að spilað var fyrir dansi og varð- eldur haldinn. Mun það einnig vera ætlunin núna. Gizkað er á, að 3000 manns hafi verið í Þórsmörk um verzlunar- -mannahelgina í fyrra og er talið, að þar verði mun fleira fólk að þessu sinni. Walter Ulbrichf i Moskvu Walter Urbricht forsætisráð- herra Austur-Þýzkalands fór til Moskvu f gærmorgun (miðv.d.). Með honum fór Willy Stoph vara-forsætisráðherra. — Ekki var tilkynnt neitt um tilganginn með ferðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.