Vísir - 03.08.1962, Side 1

Vísir - 03.08.1962, Side 1
VtSIR Rekstrarspamaður —. hnnnr ninsnnnnn 52. árg. — Föstudagur 3. ágúst 1962. — 181 tbl. nuyur yjuau&iauu Þar sem spurzt hefur 1 argjöldin, þ.e. útsvörin. Þar verður i vegar I sparnaðinum, sem af þessu Taka v/ð störfum hjá Eimskip í morgun hitti Vísir tvo menn að máli, sem eru í þann veg- inn að taka við nýjum störf- um hjá Eimskipafélagi íslands. Það eru þeir Valtýr Hákonarson (t.h.), sem um árabil hefir starf að f þágu félagsins og Ásberg Sigurðsson hdl. (t.v.). Valtýr hefir verið skipaður skrifstofu- stjóri Eimskipafélagsins. Val- týr gegndi áður störfum sem yfirmaður skrifstofu Eimskips 1 Kaupmannahöfn og er hann fjölmörgum íslendingum að góðu kunnur úr þvf starfi. Við starfi forstjórans f Kaup- mannahöfn tekur Ásberg Sig- urðsson héraðsdómslögmaður Við spjölluðum við þá félaga góða stund í morgun og geng- um niður á bryggju með þeim, þar sem ljósmyndari Vísis tók þessa mynd af þeim á hafnar- bakkanum. 58 skip fengu afla Sæmilegur afli var síðastliðinn sólarhring, og höfðu 58 skip til- kynnt afla. Flest höfðu þau veitt út frá Skrúð eins og undanfarna daga, eða 28 skip. Veiðin var samtals 31550 mál og tunnur. Veður var fremur hag- stætt á síldarmiðunum, en þó var enn norðaustan kaldi og þokusúld á norðursvæðinu. Seyðisfjörður: Til Seýðisfjarðar barst mesta magnið, 18.400 mál og tunnur. Fer allt það magn í. bræðslu. Allar þrær f Seyðisfjarðarverksmiðj- unni eru nú fullar og látlaus straumur bátanna inn á höfnina. Togararnir frá Reykjavík eru stöðugt í síldarflutningunum og auk þeirra erlendu flutningaskipin Una, Stokkvík, Askja o. fl, Siglufjörður:1 Til Siglufjarðar 'hefur 21 skip tilkynnt um afla samtals 7700 mál og tunnur. Öll þessi síld fer í sölt- un og frysti. Er hún mjög stór og feit. Veiddist hún 30 mílum NNA af Siglufirði. Raufarhöfn: 10 skip með 5700 mál og; tunnur hafa tilkynnt afla sinn til'Raufar- Framh. á 5. síðu. að innan tíðar verði sett á fót stofnun sem sér um innheimtu allra hinna föstu opinberu gjalda, hefur blaðið snú- ið sér til Guðmundar Vignis Jósefssonar lög- fræðings, er ráðinn hef- ur verið sem forstjóri þessarar nýju stofnunar. 1 Guðmundur Vignir hefur starfað undanfarin ár sem fulltrúi borgar- verkfræðings, og hefur haft aðset- ur sitt í borgarskrifstofunum í Skúlatúni. Þar náðum við f hann og fræddi hann okkur um þessa nýju stofnun. Samkvæmt lögum — Á síðasta Alþingi voru sam- þykkt lög, sagði Guðmundur, sem veittu heimild um sameiginlega innheimtu opinberra gjalda á grund velli samvinnu milli ríkisins, borg- arinnar og sjúkrasamlagsins. 1 samræmingu og í áframhaldi af þessari lagasetningu var komið á fót sameiginlegri innheimtustofn- un, sem fékk nafnið „Gjaldheimtan í Reykjavík“. Mun hún taka til starfa, þegar álagning opinberra gjalda, skatta og útsvara kemur til framkvæmda, væntanlega í síðari hluta ágústmánaðar. — Hvaða gjöld eru það, sem verða innheimt þarna hjá ykkur? Þau gjöld eru þrenns konar. I fyrsta lagi svokölluð persónugjöld, sem tollstjóri hefur innheimt, s.s. þinggjöld, tekjuskattur, eignaskatt- ur, námsbókagjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald og almenn trygg- ingarsjóðsgjöld. Einnig lífeyris- og slysatryggingargjöld, atvinnurek- endagjöld og atvinnuleysistrygging ingarsjóðsgjöld. í öðru lagi verða innheimt borg- gjald, sem nú kemur í stað veltu- útsvarsins. Eftir áramótin verða síðan fasteignagjöldin innheimt þarna. I þriðja lagi verða innheimt sjúkrasamlagsgjöld. — Með öðrum orðum öll meiri háttar gjöld? — Já, öll hin föstu gjöld, sem alltaf eru lögð á borgarana, hins vegar ekki gjöld eins og lóðargjöld, sem eingöngu eru lögð á þá ein- staklinga, sem lóðir eiga. Tilgangur stofnunarinnar — Og hver er aðal tilgangurinn með stofnuninni? — Hann felst í tvennu, annars Framh á bls. 5. fiaiayasia — nýtt sfiinbandsríki í frétt frá Kuala Lumpur á Mal- akkaskaga segir, að fyrir lok ág- ústmánaðar 1963 verði stofnað nýtt sambandsríki — MALAY- ASIA, - eða að loknum samkomulags- umleitunum milli Malajaríkjanna og Bretlands. ÖIl plögg hér að lút- andi á að undirrita og staðfesta innan misseris. — í hinu nýja sambandsríki verða 10 milljónir manna. Aðild Breta að EBE enn í sömu óvissu Allt er enn óvíst um samninga Breta og EBE um megindeiluefnið, sem leysa þarf til þess, að af geti orðið aðild Bretlands að bandalag- inu: Að samkomulag náist Um markað fyrir landbúnaðarafurðir Kanada, Ástralíu og Nýja Sjá- lands. Heath, brezki ráðherrann, Iagði fram nýjar tillögur á ráð- herrafundi EBE í Briissel í gær- kvöldi. Hann kvað það álit sitt og stjórn ar sinnar, að með því að sam- þykkja þær næðist samkomulag, sem allir gætu við unað. Sérfræðingum ráðherranefnd arinnar voru fengnar þessar tillögur til athugunar. Er nú beðið eftir niðurstöðum af þeirri athugun, en menn óttast sem fyrr, að samkomulag kunni að stranda á Frökkum. Hitt er svo annað mál, að sam- komulag hefur náðst varðandi 30 lönd og landsvæði, þar sem Bretar fara með stjórn, og eru þar með taldar brezkar nýlendur, en þetta samkomulag nær ekki til sjálf- stjórnarlanda í brezka samveldinu. Þá hefur náðst samkomulag um markað fyrir afurðir frá þremur Asíulöndum, sem eru í brezka samveldinu, Indlandi, Pakistan og Ceylon, og er það mikilvægt fyrir þessi lönd, að þetta samkomulag náðist, en það var aldrei búizt við, að ágreiningur um afurðir þessara landa yrðu til hindrunar aðild Breta að EBE. Þess má geta, er um þetta er rætt, að te er aðalútflutn- ingsvara frá Ceylon og eftirsótt í Frakklandi og öðrum sammarkaðs- löndum. Þurrir dagar / Reykjavík, 00 víSa óþarrkur SV-laads Lítið sem ékkert hefur náðst inn af vel verkuðu heyi þar sem til hefur spurzt sunnan lands og suðvestan, þar sem stöðugt hefur gengið á með skúrum í heilum og hálfum sveitum, þótt sólar hafi notið á milli. Talsvert hefur þó verið hirt sums staðar af fremur illa verkuðu heyi og meira en venju lega sett í vothey svo snemma 'sumars. Víða hefur rignt því meira sem nær dregur fjöllum, en óvíða munu Hafa verið þurrir eða nær þurrir dagar eins og í Reykjavík undan- gengna daga. Óþurrkarnir hafa orð ið til stórbaga víða austan fjalls og eins í uppsveitum Borgarfjarð- arhéraðs, en eitthvað skárra vest- ur um Mýrar og Snæfellsnes, og vantar þó þurrk þar bagalega all vlða. — Víða rættist allvel úr með sprettu, en vegna óþurrkanna kvarta menn ekki lengur yfir, að lítið spratt í vor og snemma sum- ars. Norðan lands hefur gengið betur að þurrka hey, en töðufengur með minnsta móti víða norðaustan lands vegna kals £ túnum, sem var þar mjög mikið víða, svo sem fyrr hef- ur verið getið í fréttum. Ástandið að þvi er heyþurrkun varðar er þannig miklu betra norð- an lands en sunnan lands og vestan en þótt horfur séu býsna alvarleg- ar þar sem verst er, vona menn enn að úr rætist, þar sem venju- legur heyskapartími er ekki hálfn- aður. Somkomulog nóðist í Alsír — Bouiaf í stfórnarnefndmni Samkomulag hefur náðst milli leiðtoga serkneskra þjóðernissinna í Alsfr. Samkvæmt því verður þjóðarfor- ystan fram yfir kosningamar 27. ágúst I höndum Ben Bella og stjórnarnefndarinnar, — en Ben Khedda heldur titli slnum sem for- sætisráðherra bráðabifgðastjórnar- innar, þar til hún fer frá að lokn- um kosningum eða I byrjun sept- ember. Það er litið svo á, að þessi úrslit séu sigur fyrir Ben Bella — en hann hefur þó orðið að sætta sig við að Boudiaf varaforsætisráð- herra, sem hermenn hans hand- tóku á dögunum en urðu svo að sleppa, tekur sæti I stjórnarnefnd- inni. Boudiaf kveðst gera það vegna einingar þjóðarinnar og til öryggis því, að ekki verði stafnað til einræðis í landinu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.