Vísir - 04.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 04.08.1962, Blaðsíða 4
I VISIR MARCT ER LÍKT MEÐ Áhugi margra íslend- inga á írlandi hefur jafnan verið mikill m. a. vegna fornra sögulegra tengsla — en hefði mátt vera meiri og almennari. Kynnin hafa verið allt of lítil á báða bóga. Hjá okkur íslendingum er á- huginn á írlandi nú allmjög vaxandi, m. a. á ferðalögum til ír- lands, en hann er einnig vaxandi með frændum okkar írum, bæði þeim seai búa í lýðveldinu (Eire) og Norður-írlandi (Ulster). Frá Belfast á N.-í. korn hing- að fyrir skömmu í heimsókn vel kunn kona frú Martha Andrews, sem víða hefur ferð- azt, og átti ég viðtal við hann skömmu fyrir burtför hennar, og bar þá m. a. á góma ferðalög milli íslands og frlands. — Áhugi minn á íslandi vaknaði við persónuleg kynni, þvf að Kjá mér dvaldist, eins og yður er vel kunnugt, fyrrver- andi samstarfsstúlka yðar hjá Vísi, frú Margrét Jónsdóttir, og þau leiddu til þess, að ég skrapp hingað í heimsókn til hennar og manns hennar, Jónas ar Guðmundssonar prentara, — Sjálfsagt er það vegna þess, að íslenzk stúlka var á heimili mínu, að margir vinir og kunn- ingjar spurðu um ísland, og í seinni tíð hefi orðið vör mik- ils áhuga hjá þeim og fleiri á íslandi. Ég get t. d. getið þess, að Mr. Riby, eigandi ferðaskrif- stofunnar, þar sem ég leitaði að- stoðar til þess að fá flugfar til íslands, sagði mér að hann hefði mikinn áhuga á íslandi, og forstjóri fyrirtækisins, Mr. Beatty sagði mér, að hann lang- aði til þess að fara til íslands til þess að kynnast landi og þjóð af eigin reynd, til þess að geta haft eigin reynslu til hlið- sjónar, er hann ræddi við þá, sem hafa áhuga á íslands- ferðum. Með tilstuðlan ferða- skrifstofunnar gekk allt eins og í sögu, og þótt ég sé vön ferða- xögum og langflugsferðum fannst mér mikið ævintýri að ferðast í loftinu til íslands — flugtíminn var rúmar 4 klukku- stundir að meðtöldu 20—25 mínútna flugi frá Belfast til Glasgow með BEA-flugvél. Kynni Gestrisni Alúð’ — Og hvernig lízt yður nú á ísland og íslendinga? — Það er oft sagt um íra, að þeir séu alþýðlegir og vin- gjarnlegir, en það á ekki síður við um íslendinga, og ég get ekki nógsamlega lofað gestrisni og alúð þess fólks, sem ég hefi kynnzt. Mér finnst fólkið ákaf- lega líkt fólkinu heima, svo líkt, að manni gleymist að það er ekki írskt fyrr en það opnar munninn og fer að tala við mann. Landið — Og ísland, landið? — Ég hefi verið svo heppin að fá að sjá marga fagra staði, þvi að Margrét og Jónas óku með mig fyrir Hvalfjörð og norður, til Akureyrar og Mý- vatns, til Gullfoss, Geysis og víðar. Og ég segi í fullri hrein- skilni að fegurð Iandsins heill- aði mig. — Mér er kunnugt, frú Andre;s, að þér hafið ferðazt til Afríku, Ameríku og meginlands Evrópu, m. a. til Svisslands. Hér var á ferð í sumar fransk- ur maður sem kvað landslag hér minna sig á landslag í grennd við Höfðaborg í Suður-Afríku. Viljið þér gera nokkurn saman- burð? Reykjavík Salisbury fossar og fjöll — Það get ég gjarna. Reykja- vík, bærinn sjálfur, minnir mig að sumu leyti á Salisbury í Suður-Rhodesiu — og þar er stórbrotið landslag, sem minnir mig á fjöll og fell hér, séð úr fjarlægð. Ósjálfrátt hefi ég bor- ið Gullfoss saman við Niagara- fossana og Viktoriufossana, — pessir fossar hafa hver um sig sína sérstæðu fegurð — og fegurð Gullfoss er áreiðanlega sambærileg, þótt Viktoríufoss- arnir séu hærri og Niagarafoss- arnir breiðari, — þvl að um- hverfi fossins og hann sjálfur í regnbogaljóma á síðdegi, er dýrleg sjón. Mér finnst líka Viðtol við frú Mörthu 1 ' Andrews frú Belfost í Norður-lrlandi Frú Martha Andrews. ekki siður til um fegurð ís- lenzku fjallanna en Alpanna og séð hefi ég fjöll og fell hér, sem minna mig á írland, en hér eru fjöllin svo fagurblá — Framfarir Heita vatnið — Það er gleðilegt að sjá, sagði hún hve hér eru miklar framfarir, hve mikið er byggt og taustlega, en hrifnust er ég af hagnýtingunni á hveravatninu, það eru mikil þægindi sem þeir búa við, sem hafa heita vatnið — miklu meiri en maður gerir sér grein fyrir, fyrr en maður hefur dvalizt á íslenzku heimili og notið þeirra. Þið hafið ekki sjóbaðstaði, sem eru hvarvetna ’ A ú ströndum Irlands, — en svo hafið þið sundlaugar með heitu Skyldleiki Ég hlustaði á írska skátann, sem hér er segja nokkur orð um ísland og írland. Hann minntist skyldleika íslendinga og Ira. Það er fráleitt nógu kunnugt á írlandi, að íslenzka þjóðin er að stofni til írsk að verulegu leyti, og þegar ég nú hugsa um það, sem ég hefi lesið um þetta, m. a. í ágætum ferðabæklingi, sem við fengum allir farþegarnir í flugvélinni, og eftir að ég kynnt ist dálítið landi og þjóð efast ég' ekki um, að margt er líkt með skyldum. Frúin harmaði það, að maður hennar gat ekki komið með henni — „en við komum áreið- anlega endist okkur líf og heilsa“ sagði hún. Þau hjón reka kunna verzlun í Belfast með bifhjól og varahluti. —- Ég vil svo ljúka þessu við- tali með þakklæti til þeirra hjóna. fyrir ánægjulega heim- sóknarstund á heimili þeirra í Belfast. — A. Th. heima virðast þau purpurablá í fjarskanum. Talið barst einnig að Reykja- vík og fannst frúnni mikið til um framfarir hér. I Devold boðar sí við vesturströnd Svíþjóðar Norski fiskifræðingur inn Finn Devold, sem er einhver færasti maður á sínu sviði, spáir því nú, að senn hefjist miklar síldargöngur inn á Skag- errak og að ströndum Svíþjóðar þar. Um þetta segir svo í blaðinu „Nytt fra Norge“, sem einkum er ætlað norskum farmönnum úti um heim: „Vestlendingar þeir, sem hafa undanfarið verið að bíða eftir nýju síldarævintýri, verða að brynjast þolinmæði, því að langt er þangað til röðin kemur að þeim. Fyrst þarf nefnilega flökkukindin að skreppa til Norður-Noregs, og síðan kem- ur röðin að Skagerrak-fiski- mönnum að ausa upp silfri hafs ins. Ef síldin úr 1959-árgangin- um hrygnir við Norður-Noreg næsta &r, má vænta fyrstu heim sóknar árið 1964. Standi þetta heima, hefst hjá okkur svokall- að „sænskt tímabil”, og eftir 7 —8 ár mun megnið af stór- síldinni ganga inn á Skagerrak. Það er fiskifræðingurinn Finn Devold, sem hefir sett þessa kenningu fram, og enn hefir enginn þorað að andmæla hon- um. Devold spáði einnig fyrir mörgum árum, hvernig síld- veiðarnar við Vesturland mundu þróast, og þær hafa far- ið nákvæmlega eins og hann sagði. Devold er um þessar mundir í Ieiðangri á hafrann- sóknarskipinu John Hjorth ,pg „Vestfold Arbeiderblad" hefir náð sambandi við hann um tal- stöðina á Aurlandi. Devold var tus til að ræðá kenningu sína nánar við blaðið. — Síldin er engan veginn duttlungafull í göngum sínum, segir Devold, og þegar manni eru ljósar ástæðurnar fyrir því að hún flytur sig til, er engin hætta á, að hún komi manni á óvart. Skagerrak-veiðarnar áttu siðasta blómaskeið sitt rétt fyrir aldamótin, og árið 1896 najn aflinn, sem fluttur var á land í Bohuslan í Svíþjóð, hvorkl meira né minna en 3 milljónum hektólítra. Um þær mundir var aflametið á Vestur- landi um ein milljón hektólítra, svo að ‘engin ástæða er til að ætla, að væntanlegt síldarævin- týri á Skagerrak verði minna en það, sem við höfum notið við Vesturland. Síðast sveik síldin Vesturlandið árið 1870. Henni skaut upp við Norður-Noreg ár- ið 1847. Þaðan brá hún sér suð- ur á bóginn, fylgdi Noregs- rennunni og fór að láta bóla á sér í Skagerrak árið eftir. Árið 1908 hóf hún svo nýja Vestur- landsför. Aðalmiðstöð veiðanna Framh. á 10 sfðu,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.