Vísir - 04.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 04.08.1962, Blaðsíða 6
V'ISIR Laugardagur 4. ágúst 1962. 55 Nú er ég búinn að fá nóg“ KI. var um 3, þegar . langferðarbifreiðin stað- næmdist fyrir utan tjald búðir landsmóts skáta, að Leirum í Þingvalla- sveit. Við vorum svo heppn- ir að koma á fyrsta degi mótsins, sem hinn fasti dagskrárliður, rigning milli kl. 1 og 5, hefur brugðizt. Þess í stað var glaða sólskin, og geislar sólarinnar spegluðu sig í gláfægðri sorphreins- unarbifreið mótsins, sem stóð á bifreiðastæð- inu. Er við litum til tjaldbúðanna sáum við, að þar var lítið af skátum, mest voru það gestir, sem vöppuðu um svæðið í góða veðrinu og virtu fyrir sér þess- ar glæsilegu tjaldborg. Mikligarður heitir sú tjald- þyrping, sem hinar svokölluðu opinberu stofnanir hafa aðsetur f. Hugsið ykkur önnur eins þæg indi! í fyrsta tjaldinu, næst inn- gangnum, er ferðaskrifstofa, því næst lögregluvarðstofa, verzlan ir, eldhústjald, banki, einn af þrem á landinu, er má skipta erlendum gjaldeyri, sími, skrif- stofur, birgðatjöld og að síð- ustu rafstöð. Og þá kemur spurningin, hvað á að heim- tækja af öllu þessu. Vic sjáum að það er ös fyrir utan pósthús- ið og leggjum þvf leið okkar þangað. VAKINN UPP OG BEÐINN UM 2. KR. FRÍMERKI. Það var mikið að gera á póst- húsinu, og við urðum að doka við smástund til þess að geta náð tali af afgreiðslumannin- um, Reyni Ármannssyni, starfs- manni f pósthúsinu í Reykjavík, en þeir eru aðeins tveir af- greiðslumennirnir á þessu póst- húsi, hinn er Kristinn Jóhanns- son. — Hvernig er að .vinna í póst húsi í tjaldi, Reynir? — Alveg prýðilegt, svolítib vont að átta sig á hlutunurr fvrstu tvo dagana. Annars er þetta ekki í fyrsta skipti, sem ég vinn f pósthúsi, sem starf- rækt er í tjaldi. Ég var t. d. á skátamóti 1944 og á Skál- holtshátíðinni. — Hvers konar þjónustu veit- ir þetta pósthús? — Hér er veitt öll 'almenn póstþjónusta, svo sem frímerkja sala, greiðsla póstávísana og stimplun, sending og móttaka ábyrgðarbréfa, bögglapóstur. Ef fólk óskar, er sérstakur móts- stimpill hér, er póststjórnin gaf út, og með honum er hægt að fá stimpluð þau bréf, er send eru héðan. — Er þetta ekki erilsamt starf hérna? — Ég læt það nú allt vera, það er þó nokkuð mikið að gera, en þetta virðist allt ganga sæmilega. — Kemur mikill póstur hing- að? ............• • ■ ■ : ■■ ■•■ ■■■■■■• •; fyrir utan stóð, bað mig bless- aðan að hjálpa sér um eitt 2 kr. frímerki. Annars má geta þess, að bæði þeir erlendu og inn- lendu eru alveg sérstaklega kurteisir og almennilegir. — Mikið um veikindi og slys, Jón? — Ég læt það nú allt vera. Mest er um magapínu ,næst kemur svo hálsbólga. Svo er alltaf mikið um smáskeinur og l'n " ; Pósthús mótsins. Ljósm. B. G. í pósthúsið ©i spífalann á iœitássnéfi ■ sháto — Já, hingað kemur þó nokk- uð mikill póstur, þó einkum bögglapóstur. Við : höfum þann hátt á að gera viðkomandi við- vart, og síðan kemur fólkið hingað til þess að sækja send- ingarnar. — Þú sagðir, að það væri mikið um bögglasendingar, — hvernig stendur á því? — Mest eru það hlífðarföt, sem krakkarnir fá send að heim an, því að undanfarið hefur veðrið ekki verið sem bezt. — Hvað hafið þið sent ’mik- ið af pósti suður í dag? — í dag höfðum við sent um 2 y2 kg. af bréfum og meðaltal þyngdar bréfanna er um 15 gr. Mér er óhætt að segja, að 90% þessara bréfa séu með móts- stimplinum og hátíðarmerkjun- um. — Hvað er þetta pósthús op- ið lengi'. — Frá 10 til 12 og 14 til 18. — Finnst mörgum það ekki stuttur tími? — Þeir eru nú ekki mjög margir, sem hafa kvartað. En það er nokkuð mikið um það, að leitað sé til okkar utan af- greiðslutíma, t. d. vaknaði ég einn morgun um ld. 6 við það, að tjaldið var hrist, og sá, sem ÁTTA liggjandi Á SJÚKRAHÚSI. Þegar við höfðum lokið heim- sókninni I pósthúsið gengum við drykklanga stund um svæðið og virtum það fyrir okkur. Allt í einu tókum við eftir stóru brúnu tjaldi, er stóð þó nokk- uð langt frá öllum öðrum tjöld- um, og þá vaknaði forvitni okk- ar. Er að tjaldinu kom, sáum við skilti, er á var letrað bæði á íslenzku og ensku: Sjúkrahús. Þegar við höfðum smeygt okkur hljóðlega gegnum tjald- dyrnar, komum við beint inn í sjálfan spítalann og hittum þar fyrir lækninn, Jón Alfreðsson, stud. med., og foringja hjúkr- unarliðsins, Lisilott Hjartarson, ásamt þeim 8 sjúklingum, er á sjúkrahúsinu lágu. skrámur. — Hver er stærsta aðgerðin, sem þið hafið þurft að fram- kvæma á sjúkrahúsinu? — Ég var að ljúka við að sauma 7 spor í pilt, er hjó í höndina á sér með exi, senni- lega er það það mesta. — Þarf fólk yfirleitt að liggja hér lengi? — Það er auðvitað mjög mis- jafnt. — Nú grípur sjúklingur- inn í fremsta rúminu fram f samtalið: — Á þessum spítala batnar öllum miklu fyrr en á öðrum. k Næst snerum við okkur að ljóshærðri stúlku frá Hafnar- firði, er lengst hafði legið á sjúkrahúsinu og spurðum hana, hvað að henni gengi. — Fyrst leit hún feimin und- an, en setti í sig kjark og sagð- ist vera með alveg „svakalega" magapínu. —- Svo að þetta er ekki skemmtilegt mót hjá þér? — Jú, alveg bráðskemmtilegt, hér líkar mér sko lífið. Það er alveg ógurlegt fjör hérnan, — kvöldvökur stundum og þá er sungið hástöfum. — Hefur það ekki góð áhrif á magaplnuna? — Nú veit ég ekki. Það hlýt- ur vera, því að ég er að skána. Næst snúum við okkur að for ingja hjúkrunarliðsins, Lisilott Hjartarson og spyrjum hana, hvernig sé að hafa fólk af mörg um þjóðernum á spítalanum. — Alveg ágætt, mér er al- veg sama af hvaða þjóðerni fólkið er. Á kvöldin hefur oft farið hér fram tungumála- kennsla, og engin útlendingur fer héðan út af spítalanum án þess að geta ekki sagt nokkur orð á íslenzku. ★ — Hvað eru mörg sjúkrarúm hjá ykkur? — Rúmin eru tíu, en eins og er, liggja hérna átta sjúklingar, og eitt borð þurfum við að nota til þess að geta unnið við. — Hvað hafa margir leitað til ykkar, Jón? — Það háfa þó nokkuð marg ir leitað til okkar, sennilega um áttatlu manns. — Og þið eruð baraí tvö, sem sinnið þessu? — Nei, við höfum okkur til aðstoðar annað hvort tvær stúlkur eða tvo pilta. — Nokkuð skemmtilegt gerzt hjá ykkur? — Það er alltaf eitthvað að koma fyrir, eins og gengur og gerist mismunandi skemmtilegt. 1 fyrradag kom hingað ungur piltur, nokkuð útlendingslegur í útliti, og þurfti að liggja hjá okkur í sólarhring. Stúlkurnar, sem lágu hérna héldu, að þetta væri Norðmaður og fóru að tala um hann, auðvitað á íslenzku. Hvað hann væri sætur o. s. frv. þar til ein snýr sér að honum og spyr hann, hvort hann vilji ekki giftast sér. Allar hlógu auð vitað og flissuðu. Þá sneri pilt- urinn sér að þeim og sagði á íslenzku: „Nú er ég búinn að fá nóg.“ Stelpurnar urðu steinhissa og þorðu ekki að líta framan í hann meir. — p. sv. Mynd þessi er tekin inni í sjúkrahúsinu og fremst á henni er læknirinn, Jón Alfreðsson, stud nred, stúlkan ,sem situr á rúminu et foringi hjúkrunarliðsins. ■iSíjs'j<ei-3ííaBnaDEMSH3?S6fQiiauai«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.