Vísir - 04.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 04.08.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 3. ágúst 1962. V'lSIR 9 Verzlunarmannahelgin er mesta ferðahelgi árs- ins. Þá rfiá segja, að hver sem vettlingi getur valdið, og með einhverj- um ráðum kemst að heiman, haldi brott úr bænum og eitthvað út í sveit eða til öræfa. Nú orðið er margra kosta völ fyrir Reykvíkinga að komast burt úr borginni, jafnvel til fjar- lægra staða. Það gera bættar samgöngur jafnt á landi, sjó og í lofti. Möguleikarnir eru næst- um óteljandi. Þeir, sem ekki ráða yfir eigin farkosti, geta valið milli fjölmargra fegurstu staða með hópferðabifreiðum eða flugvélum. Því er þó ekki að leyna, að þeir tveir staðir, sem óefað hafa mesta aðdráttaraflið um kom- andi helgi eru Vestmannaeyjar — þjóðhátíðin í Herjólfsdal — og Þórsmörk. Báðir hafa staðir þessir mikið til sins ágætis, en þó mjög hvor á sinn hátt. Jjjóðhátíð Vestmannaeyinga hefur um fjölda ára skeið verið haldin í svokölluðum Her- jólfsdal, sem er skammt frá . kaupstaðnum, en á mjög falleg- um og sérkennilegum stað, þar sem fjöll og hamraflug umlykja samkomusvæðið að hálfu. Herjólfsdalur á sína sögu, þvl þar er sagt að landnámsmaður- inn, Herjólfur Bárðarson, hafi reist sér bæ og búið. Þar var fýsilegt bæjarstæði, vatnsból betra en annars staðar í Vest- mannaeyjum, graslendi gott og skjólasamt. Sagnir herma, að bær Herjólfs hafi orðið undir skriðu mikilli, sem féll úr Blá- tindi og grófst allt lifandi og dautt undir grjóturðinni. j gamalli Vestmannaeyingalýs- ingu frá 17. öld segir, „að Dalfjall hringbeygi sig kringum Herjólfsdal en að austanverðu Vinsælustu stuiirnir um verzlunarmannahelgina eru: HERJOLFSDALUR OG ÞORSMORK Stundum gerir Krossá Þórsmerkurförum skráveifur með því að grafa undan bílhjólum. séu Fiskhellar áfastir við fjall- ið“ og þar í kvosinni milli Dal- fjalls og Fiskhella hafa Vest- mannaeyingar haldið samkomur á hverju sumri í heila öld, eða jafnvel meir þótt ekki fari þá af þyí greinilegar sagnir. En fyrsta hátíðin eða skemmti samkoman, sem bar þjóðhátið- arnafn, var haldin í Herjólfsdal konungskomuárið 1874. Ekki munu þjóðhátíðir hafa verið haldnar þar að staðaldri fyrr en um síðustu aldamót, en úr því árlega. Þetta er langsamlega sér stæðasta þjóðhátíðin, sem hald- in er á íslandi og ber annan svip en nokkur önnur skemmti- samkoma, sem haldin er hér- lendis. Fyrst I stað er þjóðhá- tíðin haldin eftir miðjan ágúst, en síðustu árin fyrri hluta ágúst mánaðar. Hún hefst jafnan á föstudegi og lýkur ekki fyrr en á sunnudagskvöld. Þessa daga og þessar nætur flytja Vest- mannaeyingar búferlum úr lúx- usíbúðum sínum í Herjólfsdal og gista þar i tjöldum, Mun enginn kaupstaður á landinu tæmast í jafnríkum mæli sem Vestm.eyjakaupstaður þessa tvo eða þrjá þjóðhátíðardaga, því þar sér varla nokkra hræðu á stjái meðan hátíðin stendur yfir. Bærinn er fluttur — með öllu kviku — yfir í Herjólfsdal. Amr aðkomumenn, sem sótt hafa þjóðhátið Vestmanna- eyinga ljúka upp einum munni um að hún sé ógleymanlegur at- burður. Hún festist dýpra í hug- um þeirra en nokkur hátíð önn- ur. Þar getur að líta stærri tjald borg en nokkurs staðar annars staðar við útihátíðir, þar er allt prýtt og skreytt með sveigum af lyngi og blómum, mislitum Ijósum og ljóskerum, sem fest eru á taugar og ná milli fjalls- tindanna. Þar eru bál kynt og flugeldum skotið. Skemmtiatriði eru margháttuð, ræður, söngur, íþróttir, klifur og síðast en ekki sízt þjóðaríþrótt Vestmannaey- inga — bjargsig. Dansinn dun- Framh. á bls. 10. Bjargsig á þjóðhátíð Vestmannaeyinga. Eftír Þorsteín Jósepsson Frá Þórsmörk, Eyjafjallajökuli í baksýn. * fíff T f r y y f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.