Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. ágúst 1962. VISIK 7 band við höfðjngjann í Algeirs ingjaskipin, heldur voru þau «|||||| J ................1 ....... . - .................. "TOLv- feisi • ■ ■ V J ®lp Wmmm JÖÍs ■ * ---- 'Snm | ,' } ■ - •- íff; _ * / iiisSiW /i ■".•‘■v4 ,/ Þannig litu galeiðu’ ,t jóræningja út, jV'ú þegar landið Alsír í Norður Afríku er að öðlast sjálf- stæði á ný og hinir serknesku íbúar þess að taka völdin i sínar hendur rifjast það oft upp fyrir okkur íslendingum, að fyrir þrem ur öldum fengum við óskemmti- leg kynni af Alsír-mönnum, sem komu hingað til lands árið 1627 á vopnuðum skipum og frömdu hér hið ægilegasta atferli, er þeir gengu á land aðallega í Vestmannaeyjum og Austfjörð- um, rændu þar og rupluðu og tóku burt með sér í ánauð 110 íslenzka karla og konur. Alsírmenn voru um aldaraðir alræmdir fyrir ránsferðir sínar, einkum í Miðjarðarhafslöndum. Gerðu þeir strandhögg víðs vegar á ströndum ítaliu, Sikil- eyjar, Spánar og jafnvel Frakk- lands og auðguðust einnig mjög á þvf að hertaka verzlunarskip, sem voru á siglingu um Miðjarð arhafið. Einstaka sinnum skut- ust þeir út fyrir Gibraltar sund til að klófeseta Ameríkuför. Urðu þessi sjórán smámsam- an beinn atvinnurekstur í smá- ríkjum Múhamðstrúarmanna á norðurströnd Afríku, líkt og hin ir norrænu víkingar höfðu nokkr um öldum áður stundað strand- högg og rán á Bretlandseyjum. A ðalbækistöð hinna „tyrk- nesku“ sjóræningja, eins og þeir voru kallaðir hér, var Al- geirsborg, en þeir höfðu einnig stöðvar í Marokkó og Túnis. Þegar Tyrkjaránin stóðu sem hæst stunduðu þúsundir serk- neskra sjóræningja þessa at- vinnugrein. Þegar tímar liðu varð cinn mikilvægasti Jiðurinn í ránsferðunum að ræna fólki. Voru fangarnir seldir mansali víðsvegar, en einnig var ættingj unum gefinn kostur á að leysa þá út með lausnargjaldi. Allt skapaði þetta Serkjum miklar tekjur. Og enn jukust tekjurnar, þegar þeir náðu samningum við ýmis Evrópuríki um að hlífa skipum þeirra gegn því að þau greiddu höfðingjanum í Algeirs- borg stórfelldar fjárupphæðir. Urðu þessar Tyrkjagreiðslur síð an í heila öld stórir liðir á fjár- lögum margra Evrópuríkja. Hol- Iendingar keyptu sér t. d. frið allt frá 1712. Danir fóru að greiða árlegan skatt frá 1746 og Svíar frá 1729 og þannig mætti lengi telja. Það er annars undarlegt, að þrátt fyrir hinar miklu sæferðir serkneskra víkinga voru það ekki Serkir, sem smíðuðu ræn- Gömul mynd, sem sýnlr sjóorustu danskra herskipa við sjóræningja fyrir strönd N.-Afríku. smíðuð af evrópskum mönnum, sem þeir höfðu fangað. T fyrstu notuðu „tyrknesku“ víkingarnir galeiður, sem var aðallega róið áfram með handafli og þurftu þeir marga ir bæði hollenzkum frönskum og enskum kaupförum á leið til og frá nýlendunni í Ameríku, Afríku og Asíu. 'Y'il að gefa nokkra hugmynd um, hve stórfelld þessi sjó- borg um lausnargjaldið og önn- uðust síðan flutninga fólksins þeim á Ieið. En alls komust 27 af þeim 110 manns, sem rænt hafði verið, aftur heim til ís- lands. og heimtaði af Dönum „auka- framlag" í tilefni valdatöku sinn ar. Þegar þeirri kröfu var ekki sinnt, hóf hann sérstaka her- ferð gegn dönskum og norskum skipum og sendi áhafnir þeirra í þrældóm. Þessu vildu Danir ekki una og nú tók þetta norræna smáríki sig til og efndi til óvenjulegrar herferðar. Danir sendu allstóra flotadeild suður til Algeirsborg- ar og hugðust nú þrengja kosti ræningjanna. í deildinni voru fjögur stór línuskip, tvær frei- gátur, tvö sprengivörpuskip og nokkur flutningaskip. ‘p'lotadeildin kom til Algeirs- borgar 2. júlí 1770 og lagð- ist þar á ytri höfnina. Undir- bjuggu Danir nú skothríð á Al- géirsborg. En þeir mættu mikl- um erfiðleikum. Það kom nú í ljós, að í virkjum Algeirsborgar voru 48 punda fallbyssur, en í dönsku herskipunum voru að- eins 36 punda fallbyssur. Lang- drægni tyrknesku fallbyssn- anna var því meiri. Þar við bætt ist það að sterkur álandsvindur var, svo ekki var þorandi fyrir seglskipin að fara nærri strönd- Forfeður Alsirbúa siorænmgjarnir þræla til róðrarstarfa. Á þessum galeiðum notuðu þeir aðeins lít il segl, og var ránsvið þeirra þá að mestu takmarkað við Mið- jarðarhafið. En upp úr aldamót- unum 1600 gerist það, að hol- lenzkur sjómaður, sem var fangi í Algeirsborg og trúvillingur kenndi þeim smíði og meðhöndl un seglskipa eins og þau voru þá farin að tíðkast í Evrópu. Þessi uppfinning varð nú til þess að stórauka athafnasvæði ræningjánna og sóttu þeir nú oft á stórum fiota út á Atlants- hafið. Það var að vísu einsdæmi, að þeir sæktu alla leið til ís- lands. Hlýtur það að hafa verið alger tilviljun, því að auðvitað var eftir litlu að sækjast hér svo norðarlega. En „tyrknesku" ræningjarnir sóttu hins vegar mjög mikið rán voru, má geta þess, að á sjö árum 1609 —1616 tóku þeir hvorki meira né minna en 466 brezk kaupför og hnepptu skips hafnir þeirra í þrældóm. Á næstu fjórum árum fram til 1620 tóku þeir enn 400 brezk skip. Á árunum 1628 — 1634 :tóku þeir 80 frönsk skip og með þeim um 1500 fanga. Það sætir mikilli furðu að evrópsku stórveldin skyldu ekki grípa til róttækra ráðstafana til að binda endi á þetta, en það kom m. a. til að þau voru í sífelldum styrj öldum sín á milli og máttu sjald an missa herskipin frá þeim sjó- orrustum. Danska konungsvaldið átti sinn þátt í því að kaupa hluta þeirra íslenzku manna, sem rænt hafði verið, frelsi. Höfðu erindrekar Danakonungs sam- TTanir voru þrátt fyrir smæð sína sennilega meðal þeirra Evrópuþjóða, sem mestar að- gerðir höfðu í frammi til að reyna að hamla á móti ræningj- unum. Á átjándu öld tóku siglingar 'Dana að aukast verulega á Mið- jarðarhafi og var ein ástæðan fyrir því, að Danir höfðu hald- ið sér nokkurn veginn hlutlaus- um og utan við átök stórveld- anna og þvl urðu kaupsiglingar þeirra auðveldari. Kaupskip þeirra lentu Oft í kasti við sjóræningjana og til þess að liðka fyrir með skil á skipum og áhöfnum Sendu Dan ir ræðismenn eða konsúla eins og þeir voru kallaðir til allra hinna fjögurra sjóræningjaríkja í Norður Afríku, en þau voru Tripolis, Túnis, Alsír. og Mar- okko. Það er sagt að höfðinginn í Marokkó hafi verið auðveldast ur viðskiptis, og var hann oft fús að gangast inn á samninga við Dani. Alger andstæða hans var hins vegar höfðinginn í Alsír, sem var nær því alltaf gráðugastur og blóðþyrstastur af ræningjahöfðingunum. Á rið 1746 náðu Danir fyrsta samningnum við höfðingj- ann í Alsír um að menn hans létu dönsk kaupför í friði. Var samningurinn þá talinn tiltölu- lega hagstæður, þótt Danir yrðu auðvitað að greiða stórar fúlgur í ræningjaskatt. En þrátt fyrir skattinn kom það fyrir nokkrum sinnum á næstu árum, að dönsk kaupskip voru hertekin og höfðinginn í Alsír færði sig æ meira upp á skaftið. Hámarki náði þetta árið 1769, þegar nýr höfðingi tók við inni. Afleiðingin af þessu varð, að dönsku herskipin hættu sér ekki svo nærri virkjunum að þeir gætu skotið á borgina. Þannig biðu herskipín vikum saman en aldrei breytti um vind átt. Danir höfðu með sér tvo sprengjuvörpupramma og gerðu nú tilraun til að skjóta sprengj- um úr honum. Bundu þeir hann með festi í skipin og létu hann siðan reka £ grennd við borgina. Síðan skutu þeir nokkrum tug- um sprengja á borgina og ollu þær töluverðu tjóni, en þá kom í ljós, að ekki var betur frá prömmunum gengið en svo að það vildi kvikna í þeim út frá sprengjunum og auk þess var hætta á að þeir liðuðust í sund- Tjannig endaði umsátur danska ” flotans um Algeirsborg. Urðu dönsku herskipin nú að snúa heim á leið. Hafði þá brot- izt út sótt í flotanum og var siglt til eyjarinnar Minorca, þar sem fjöldi sjóliða var lagður á land fársjúkur, og dóu margir þeirra í sóttinni. Refsileiðangurinn hafði alger- lega mistekizt og var litið á hann heima í Danmörku, sem hneyksli. Ríkisstjórnin undir for sæti Bernsdorffs varð að segja af sér og £ stað hans komst ævin týramaðurinn Struensé að. Sjóránin héldu áfram og Danir urðu að hækka verulega ræningjatollana til að skip þeirra fengju sæmilega að vera í frið. Árið 1797 sendu Danir og Sviar aftur sameiginlegan her- skipaflota inn í Miðjarðarhafið og sigruðu þá ræningjana frá Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.