Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 9
Þetta landfræga þorp: Raufarhöfn hér, piltar, segir hr. Ringsted og horfir á þeldökkan ljós- myndarann með slútandi barða- stóra hattinn. — Að gera Raufarhöfn dauð- lega eða ódauðlega. — Verið annars hjartanlega tími velkomnir, segir aðjúnkt. Banka mannslegt bros færist yfir sæl- legt andlitið. — Sofið þið f peningaskáp- unum? — Ne-hei, en þarna, segir annar og bendir á dyr á vinstri hönd. — Má maður hervæðast þar fyrir orrustuna? — Guðvelkomið, segir Ring- sted með þeirri eðlislægu kurt- eisi, sem ætt hans, Kljástrand- arkynið, er nafntoguð fyrir. Það er sálfræðilegt atriði að klæðast betri fötum, þvo sér vandlega, fara í hvfta skyrtu. Bankamennirnir voru að fara í kvöldskattinn, fylgdu okkur niður og sögðu, hvar helzt væri að leita fanga. 2 TT'YRIR framan kaupfélagið stóð Mercedes-Benz, mikill vagn, með Landsbanka íslands skildinum á hliðunum. — Eru peningar fluttir í þessum á milli? — Hver segir það? segir Ringsted með pókersvip. — Eruð þið ekki vopnaðir í ferðum ykkar? Bíllinn var ramlega læstur.. Ringsted sneri baki í skugga- lega komumenn, þá hann opn- FYRRI CREIW aði „bankahúsið á hjólum". Svo bauð hann „f bæinn". Talstöð er í Mersanum — þeir geta haft samband við að- albækistöðvar á ólíklegustu tímum. Aftur í vagninum er gott rými. Þar er peningaskápur, framleiddur af Jörgen S. Lien f Bergen og „Visible-File“- skjalaskápur. — Við fáum ekki lyklana að skápnum, fyrr en á endastöð ... þannig er og á það að vera allt- af, segir gjaldkeri. — Sko þarna er vopnið ... Riffill hvflir reiðubúinn við peningaskápinn. — Hvaða tegund? — Mauser, maður minn. — Margra skota ... ? — Segist ekki... það er hernaðarleyndarmál. — Skjótið þið annars mikið af gæsum og sjófugli, strákar? Ekkert svar ... ■þEGAR ljósmynd hafði verið tekin af mönnunum tveim af Akureyri og bankanum á hjól um, sem meiningin er að nota til að afgreiða úr á ferðum hingað og þangað uiji landið í framtíðinni, var ekið niður á plön. Skammt frá Sveinshöll, bragga, kenndum við Svein Ben, koma tvær „skútur" siglandi. Önnur þeirra er með handklæði vafið um hadd sinn. Þær eru í flegnum þröngum peysum og níðþröngum „setbrókum" og fara mikinn. Báðar eru með lýsigullið hár. Þær eru nauða- líkar. Klossbremsað og heilsað ... — Eruð þið að fara að salta? — Nei við erum að fara í mat. — Hvernig er á Raufarhöfn? — Afar gaman ... — Hvað er gaman? — Bæði að salt og skemmta sér. — Hvar eru böllin? — í bíóinu. — Er hljómsveit? — Ship pá hoj- hljómsveitin spilar. — Af hverju heitir hún Ship pá hoj? -— Hún er alltaf að spiia Ship pá hoj. — Ekki twist? — Nei, nei. — Hvað dansið þið? — Allan skollann, t.d. það, sem kallað er tjútt. — Hvernig eru strákarnir? — Sérstaklega prúðir, svo ágætir, reglulega huggulegir ... — Slást þeir aldrei út af ykk- ur? Önnur þeirra hristi höfuðið. Það komu vöflur á hina, þá yngri, sem líka var burðarmeiri. Svo breytti hún allt í einu um svip og þvertók fyrir það. -— Ætlið þið að segja, að þið hafið ekki gaman af að sjá ,,menn“ slást út af ykkur? — Okkur finnst það ógeðs- legt. — Þora ekki strákarnir að Framh. á bls. 10. á Raufarhöfn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.