Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 07.08.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. ágúst 1962. VlSlk \ SAKAMÁLASAGA ^ EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSIÓÐURINN 22, — Ef til vill, en við erum samhcrjar hvort sem okkur lik- ar betur eða verr ,og ef annað »er handtekið, getur hitt engar vonir gert sér. Þess vegna verð- ið þér að gera eins og ég segi. Skiljið þér við hvað ég á? — Já, ég held að við skiljum hvort annað, sagði hún. Þegar ég hafðnlokið við að baða mig og raka mig fór ég i ljósar buxur og gætti að koma veskinu vel fyrir í rassvasan- um. Hún var ekki búin að búa um rúmið sitt, en það skipti mig engu. Ekki átti ég að sofa í því, og ef hún kann bezt við að hafa það óumbúið þá hún um það . . . Veskið hennar var á kommóð- unni og ég opnaði það. I því voru 120 fimmtíu dollara seðlar. Minna gat það verið. Ég fór með veskið inn í stofuna. — Ég get ekki hætt á, að þér reynið að strjúka, svo að ég verð að geyma peningana okkar. Engin svipbreyting varð á andliti hennar. — Jæja, þér ætlið að taka þetta líka, — ég á að vera al- veg peningalaus! — Ég skal ekki sóa þeim í óþarfa, en það verða einhver úlgjöld, og þér skuluð fá það, sem eftir verður, þegar við skiljum í SanFrancisco. — Mikið cruð þér nú vel inn- rættur! — Alveg rétt, og nú fer ég og kaupi eitthvað matarkyns handa okkur. Ég fór í næstu verzlun og keypti kaffi, kanilstengur, flesk og egg og annað og þegar ég kom upp aftur vár hún að hlusta á sinfóníurnar í útvarpinu. Hún hafði sezt á gólfið hjá viðtæk- inu og ég minntist þess, að þann ig hafði hún setið, er ég fyrst sá hana. Músikin þagnaði og hún leit upp. - Það er ljótur tónn í útvarp- inu yðar. — Skrúfið þér fyrir. Viljið þér fá eitthvað í gogginn? — Já, því ekki það. Er við höfðum matazt við eld- húsborðið fórum við aftur inn í stofuna. Ég reyndi að stilla á fréttaútsendingu en fann enga, en klukkan var að verða ellefu, og nú mátti búast við fyrstu útgáfu síðdegisblaðanna, en það mundi ekki verða miklu nýrri fréttir í þeim en þær, sem frú Butler þegar hafði heyrt. — Það er tilgangslaust fyrir yður að vera að ganga um gólf fram og aftur. Mig langar ann- ars til þess að vita, hvort það er hljóðbært sérna í íbúðinni yð- ar? — Þáð getur varla verið, því að ég het aldrei heyrt neitt í öðrum leigjendum í húsinu, enda á allt að vera vel hljóð- einangrað. En í varúðarskyni gætuð þér gætt þess að stilla ekki útvarpið of hátt og gengið um á ilskóm. — Kemur enginn hér til þess að taka til og þess háttar? — Nei, ekki sem stendur. Það kom hér kvenmaður einu sinni í viku, en hún sagði upp fyrir mánuði. Allir mælar eru í kjall- aranum. Hér kemur enginn, nema stundum sendlar, ef mað- ur biður um að láta senda sér eitthvað heim úr búð, en þá tek ég á móti því sjálfur. Ef þér svar ið ekki í síma og farið ekki til dyra, ef hringt er, ætti ekki að vera nein hætta á ferðum. — Þér eruð líklega kænni en ég hélt, — hvenær haldið þér, að ég geti vogað mér út? — Það fer nú allmjög eftir því, hvort lögregluþjónninn heldur lífi. Að sjálfsögðu hættir lögréglan aldrei að leita að yð- ur, en áhuginn dvínar smátt og smátt, það er venjan, en alltaf verðið þér að gæta varúðar. — Deyi lögregluþjónninn hyggur öll lögreglan á hefndir og þá leggur hún sig fram, megið þér vita. — Deyi hann, eruð þér morð- inginn, en ekki ég. — Það er aukaatriði í málinu, því að enginn veit, að ég hafi nokkurn tíma komið inn í garð- inn eða húsið. Þeir geta aldrei fundið og náð mér nema að kló- festa yður fyrst. En nú verðum við að láta hendur standa fram úr ermum. Það, sem við vorum að tala um, minnir mig á það. Standið upp. Hún leit á mig spyrjandi augnaráði. — Gerið nú eins og ég segi, sagði ég. Snúið yður hægt í hring svo að ég geti gert mér grein fyrir hvernig fara skuli að. Hún hlýddi, en hlyklaði brún- ir, — það sá ég brátt við nán- ari athugun .Karlmaður gat lát- ið sér vaxa hökpskegg, barta eða efrivaraskegg eða alskegg, og gert sitthvað fleira, til þess að blekkja menn — en hvernig í ósköpunum var hægt að leyna slíkri fegurð sem Madelon Butl- ers? Dálítið hærri en í meðal- lagi — og fögur, svo að fáar munu sambærilegar. — Ég þakka gullhamrana, svaraði hún háðslega. — Haldið yður fastri á jörðu niðri. Ég ætlaði alls ekki að slá yður gullhamra. Þetta er eng- inn leikur. Það er engan veg- inn auðvelt, að breyta yður og halda yður leyndri, en getum við það ekki er sýnt hversu fara muni. — Þér tókuð þetta að yður. — En þér verðið að hjálpa til. Sumu getum við breytt og sumu ekki. Það er hægt að breyta háralitnum og hárgreiðslunni en það er ekki nóg. Helzt þyrfti að gera eitthvað við augun — þér getið notað dökk gleraugu, en það er lítið gagn að því — þér getið notað smyrsl meira en þér gerið, — en ekkert af þessu er fullnægjandi. Ég þagnaði og er hún virtist ætla að segja eitthvað gaf ég henni bendingu um að þagna: — Bíðið andartak og svo get- um við hlustað á tillögur yðar. T A R Z A N , hungur sitt. stóð í leyni og fylgdist með hon- En hann vissi ekki, að maður um. Þar var önnur tegund hinna vjlltu þjóðflokka í Afrfku áni. Indí- Barnasagan KalSÍ og eldurinn Tommi fann furstann, sem var að klöngrast upp sleipan bakkann. Tomma til hinnar mestu furðu, var furstinn ekkert reiður. V „Þú átt skilið rós í hnappagat- ið.“ Aldrei fyrr hefur slapskyznski eldurinn logað jafn glatt. Snjallt af þér að kveikja í kofanum." — En skyndilega hætti hann að tala og starði á höllina. Þaðan heyrðust sprengingar og í kjölfarið fylgdu rakettur og litaðir flugeldar, sem mynduðu orðin Lengi lifi Ruffio- ano. Lengi Iifi fall Slapzky! Furstinn starði mállaus á hin logandi orð. }5 Við og við öfunda ég sjúklingá mína, - þið getið legið kyrrir og hvilt ykkur meðan við læknarnir ... Hér eru mínar ,og greinargerð. Við getum ekki gert yður hvers- dagslegar, því að það er ekki hægt. Nú vitum við, að yðar er leitað, og allir, sem leita, eru karlmenn, og þar sem við getum ekki komið í veg fyrir, að karl- ménn gefi yður gaum, þá skul- um við búa svo í haginn, að þeir tæki eftir ýmsu, sem í fljótu bragði virðist ekki vera mikil- vægt. Ættum við ekki að byrja á því að lita hárið yðar dálítið - til dæmis jarprautt. Svo klipp um við það og breytum hár- greiðslunni. Líklega verður ekki hægt að gera þetta eins vel úr garði og í fyrsta flokks hár- greiðslustofu, þar sem ég yrði að klippa yður og vera hár- greiðslumeistari, en þegar fram líða stundir getið þér vafalaust — það er að segja þegar komið er vestur á strönd — hætt yður inn í hárgreiðslustofu og látið lagfæra þetta. Þér verðið að farða yður mikið, riota sterkan varalit og plokka augabrúnirn- ar. — Gangi þér með brjósta- höld? Hún horfði á mig kuldalega: — Nei, nú er mér nóg boðið! — Ég spurði bara spurningar. —r Jæja, þegar ég er sam- kvæmisklædd. — Og notið þér fölsk brjóst? — Þér eruð ósvífinn óþokki. — Ég get víst aldrei komið því inn í höfuðið á yður, að þetta er alvara, en ekki leikur. Rennir þér ekki grun í hvað ég er að reyna.- Ég veit, að þér eruð fögur kona og verðið það alltaf, en við verðum að breyta yður svo að þér verðið sem ólík- astar sjálfri yður. Reynið að líta út eins og glöð kvinna, gangiðt' í þröngum kjólum og vaggið mjöðmunum, það hafa karlmenn gaman af að sjá, og „löggan“ líka — og engan mun.gruna, að „gálan“ sé hin fagra frú Butler. — Ég hef aldrei fyrir hitt mann, sem hefur annan eins smekk og þér. — Gott og vel, líki yður ekki hugmyndin, þá komið með aðra, sem er betrí. — Þér misskiljið mig. Ég er ekki að gagnrýna hugmyndina og uppástungur yðar. Það er allt ágætt. Ég er að gagnrýna á hvern hátt þér gerið grein fyrir þeim. Þér .. . — Fyrirlestur um það, getið þér haldið einhvern tíma seinna. Nú skulum við athuga þetta í einstökum atriðum. Fyrst er það þá hörundsliturinn. Verðið þér fljótt brúnar? / I l . .! ' 1 I u m i j n ' v. > . » i » » \ V > V V K \. I. \ \ .\ \.Vl •, % \ * II. t\ » II i » » Ut »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.