Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 1
T VISIR Benzínhækkun ekki ráðgerð Undanfarnar vikur hefir mátt lesa í blöð- um stjórnarandstöðunn- ar lausafregnir um það, að í vændum sé mikil hækkun á benzíni og jafnframt myndu að- flutningsgjöld af bifreið- um lækka. Gat annað blaðið þess m. a. á sunnudaginn, að benzín- líterinn myndi hækka í 7 krónur. Vegna þessara flugufregna hefir Vísir leitað upplýsinga um hvort breytingar á aðflutnings- gjöldum bifreiða og á verði ' . ■ : Pifpi ■n • ■•■■■ - 1 morgun var norræn ráðstefna um íþróttir og útilíf sett í Hagaskólanum. Tók Ijósmyndari Vísis I. M. þessa mynd í morgun, er Geir Hallgrímsson borgarstjóri var að fiytja setningarræðuna. benzíns séu í bígerð. Hefir blað- ið það eftir mjög áreiðanlegum heimildum, að ekki muni koma til greina nein breyting á að- flutningsgjöldum bifreiða. Eru allar bollaleggingar um slíkt til- hæfulausar. Varðandi hækkun á benzín- skattinum er þess að geta, að engar slikar hækkanir eru á döfinni, né hafa verið ráðgerð- ar. Oft hafa hins vegar heyrzt raddir um að nota beri hækk- un benzínskattsins til aukinna vega og gatnaframkvæmda. Að undanfömu hefir opinber nefnd starfað að endurskoðun vega- málanna og mun nefndin skila áliti í haust. Hvort ein af til- lögum hennar verður aukið benzíngjald til vegafram- kvæmda er ekki vitað um, fyrr en álit nefndarinnar verður gert opiinbert. Hcrnnes SfnBldórs son Bófinn Einn merkasti borgari ísafjarð- ar, Hannes I laiidórsson, kaupm.að- ur, lézt að heimili sínu í morgun. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða undan farin ár. Hannés var mikill áhugamaður um félagsmál og einn ötulasti fylgismaður Sjálf- stæðisflokksins sem uppi hefir verið. Fyrsta ráðstefna Noríurlanda um íþróttamál, sem háð er á íslandi í morgun var sett f Melaskólan- um í Reykjavík ráðstefna höfuð- borga Norðurlanda um íþróttamál, en hennl lýkur n. k. sunnudag með veizlu f Þjóðleikhúskjallaranum kl. 7.30 um kvöldið. Á ráðstefnu þessari mæta full- trúar frá Norðurlöndunum fimm, þar af 13 Svíar, 8 Norðmenn, 5 Danir, 3 Finnar og 24 íslendingar. 1 þessum hópi eru borgarstjórar allra höfuðborga Norðurlanda, þ. á m. yfirborgarstjóri Kaupmanna- hafnar, en frá hinum þrem ná- grannalöndunum mæta á ráðstefn- unni þeir borgarstjórar sem iþrótta málin heyra undir. Borgarstjóri Geir Hallgrímsson, setti ráðstefn- una kl. 9.30 í morgun. Að lokinni setningu ráðstefn- unnar þar sem Geir1 borgarstjóri bauð gesti velkomna voru skýrslur fluttar af fulltrúum allra höfuð- borganna um byggingu íþrótta- mannvirkja þrjú síðustu árin. Af hálfu Reykjavíkur flutti Sigurgeir Guðmannsson þessa skýrslu. Fyrir hádegið í dag voru þrjú erindi f lutt. Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi flutti erindi um skipulag íþróttamála í Reykjavík og um samstarf skóla og íþrótta- félaga um byggingu íþróttamann- virkja. Harald Lindvall frá Svíþjóð flutti erindi um starfsemi íþrótta- vallasambands Síþjóðar og Guð- mund Schach frá' Danmörku um heildaráætlun íþróttamann- virkja í Khöfn næstu árin. Eftir hádegið í dag var ætlunin að fara £ hringferð til íþrótta- mannvirkja Reykjavíkur. Á morgun verða ýmis erindi flutt, m. a. flytur Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi erindi um íþróttamannvirki og félagsheimili á íslandi. Annað kvöld hefur mennta Framhald á bls. 5. Draumur ferÖamanna rætist Komast í eiqin bílum yfir Sprengisand um helgina Um þessa helgi ætlar Halldór Eyjólfssom á Rauðalæk í Holt- um að annast um það að ferja bíla yfir Tungnaá og getur nú ræzt draumur margra, sem lang að hefur til að aka yfir Sprengi sand og er leiðin fær jeppum og öðrum tveggja drifi bilum. Halldór hefur stóran trukk til að ferja bílana yfir. Eru þeir settir upp á pallinn og síðan ekið yfir fljótið. Verður ferjað yfir Tungnaá og Blautukvísl á Sultartanga fyrir neðan Hald. I morgun hélt íslenzka landsliðið í knattspymu utan með flug- vél Flugfélagsins og er ferðinni heitið til Dublin á írlandi til lands keppni við írana. Munu þeir hafa sterkt lið á móti okkar Þessi mynd var tekin í morgun við brottför landsliðsins, og þar leikmenn og fararstjórar. í sambandi við þetta munu þeir Ásmundur Jóhannsson á Akureyri og Steingrimur Páls- son hjá Raforkumálaskrifstof- unni fylgja bilum, sem fara þessa leið og veita leiðsögn. Nú þegar er vitað um 10 bila, sem munu leggja af stað kl. 3 á morgun frá Reykjavík og álíka Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.