Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 1
VISIH 52. árg. — Föstudagur 10. ágúst 1962. — 186. tbl. enzínhækkun ekki ráðgerð Undanfarnar vikur hefir mátt lesa í blöð- um stjórnarandstöðunn- ar lausafregnir um það, að í vændum sé mikil hækkun á benzíni og jafnframt myndu að- flutningsgjöld af bifreið- um lækka. Gat annað blaðið þess m. a. sunnudaginn, að benzín- líterinn myndi hækka í 7 krónur. Vegna þessara flugufregna hefir Vísir leitað upplýsinga um hvort breytingar á aöflutnings- gjöldum bifreiða og á verði benzíns séu í bígerð. Hefir blað- ið það eftir mjög áreiðanlegum heimildum, að ekki muni koma til greina nein breyting á að- flutningsgjöldum bifreiða. Eru allar bollaleggingar um slíkt til- hæfulausar. Varðandi hækkun á benzín- skattinum er þess að geta, að engar slíkar hækkanir eru á döfinni, né hai'a verið ráðgerð- ar. Oft hafa hins vegar heyrzt raddir um að nota beri hækk- un benzinskattsins til aukinna vega og gatnaframkvæmda. Að undanförnu hefir opinber nefnd starfað að endurskoðun vega- málanna og mun nefndin skila áliti í haust. Hvort ein af til- lögum hennar verður aukið benzíngjald til vegafram- kvæmda er ekki vitað um, fyrr en álit nefndarinnar verður gert opiinbert. 1 morgun var norræn ráðstefna um íþróttir og útilíf sett í Hagaskólanum. Tók ljósmyndari Vísis I. M. þessa mynd í morgun, er Geir Hallgrímsson borgarstjóri var að flytja setningarræðuna. Fyrsta ráistefna Noriurlanda um íþróttamál, sem hái er á íslandi l morgun var sett f Melaskólan- um f Reykjavfk ráðstefna höfuð- borga Norðurlanda um fþróttamál, en henni lýkur n. k. sunnudag með veizlu í Þióðleikhúskjallaránum kl. 7.30 um kvóldið. Á ráð'stefnu þessari mæta full- trúar frá Norðurlöndunum fimm, þar af 13 Svíar, 8 Norðmenn, 5 Danir, 3 Finnar og 24 Islendingar. 1 þessum hópi eru borgarstjórar allra höfuðborga Norðurlanda, þ. á m. yfirborgarstjóri Kaupmanna- hafnar, en frá hinum þrem ná- grannalöndunum mæta á ráðstefn- unni þeir borgarstjórar sem iþrótta málin heyra undir. Borgarstjóri Geir Hallgrímsson, setti ráðstefn- una kl. 9.30 í morgun. • Að lokinni. setningu ráðstefn- unnar þar sem Geir borgarstjóri bauð gesti velkomna voru skýrslur fluttar af fulltrúum allra höfuð- borganna um byggingu íþrótta- mannvirkja þrjú síðustu árin. Af hálfu Reykjavíkur flutti Sigurgeir Guðmannsson þessa skýrslu. Fyrir hádegið í dag voru þrjú erindi flutt. Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi flutti erindi um skipulag íþróttamála í Reykjavík og um samstarf skóla og íþrótta- félaga um byggingu iþróttamann- virkja. Harald Lindvall frá Svlþjóð flutti erindi um starfsemi íþrótta- vallasambands Síþjóðar og Guð- mund Schach frá' Danmörku erindi um heildaráætlun, íþróttamann- virkja í Khöfn næstu árin. Eftir hádegið í dag var ætlunin að fara í hringferð til iþrótta- mannvirkja Reykjavikur. Á morgun verða ýmis erindi flutt, m. a. flytur Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi erindi um Iþróttamannvirki og félagsheimili á íslandi. Annað kvöld hefur mennta Framhald á bls. 5. Hnnnes Halldórs- son Sátinn Einn merkasti borgari ísafjarð- ar, Hannes Halldórsson, kaupmað- ur, lézt að heimili sínu í morgun. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða undan farin ár. Hannés var mikill áhugamaður um félagsmál og einn ötulasti fylgismaður Sjálf- stæðisflokksins sem uppi hefir verið. Draumur ferðamanna rætist Komast I eigin bílum yfir Sprengisand um helgina Um þessa helgi ætlar Halldór i Eyjólfsson á Rauðalæk f Holt- um að annast um það að ferja | bfla yfir Tungnaá og getur nú ræzt draumur margra, sem lang | að hefur til að aka yfir Sprengi sand og er leiðin fær jeppum og öðrum tveggja drifi bilum. Halldór hefur stóran trukk til að ferja bílana yfir. Eru þeir settir upp á pallinn og síðan ekið yfir fljótið. Verður ferjað yl'ir Tungnaá og Blautukvfsl á Sultartanga fyrir neðan Hald. f sambandi við þetta munu þeir Asmundur Jóhannsson á Akureyri og Steingrímur Páls- son hjá Raforkumalaskrifstof- unni fylgja bilum, sem fara þessa leið og veita leiðsögn. Nú þegar er vitað um 10 bfla, sem munu Ieggja af stað kl. 3 á morgun frá Reykjavik og álika Framhald á bls. 5. í morgun hélt íslenzka landsliðið f knattspyrnu utan með flug- vél Flugfélagsins og er ferðinni heitið til Dublin á Irlandi til lands- keppni við Irana. Munu þeir hafa sterkt lið á móti okkar mönnum. Þessi mynd var tekin i morgun við brottför landsliðsins, og sjást þar leikmenn og fararstjórar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.