Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Föstudagur 10. ágúst 1962. Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. 1 lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Félagsheimilin gisfihús Vart verður blað opnað þessar vikurnar, svo ekki sé talað um ferðamannastrauminn, sem til landsins iiggur. Mun hann vera allmiklu meiri í ár en fyrri ár. í þeim umræðum heyrist oft nefnt að mannsæmandi gistihús skorti vlða úti á landi, einmitt þar sem ferða- menn leggja gjarnan Ieið sína. Er það bæði satt og rétt. Hér á landi eru miklu færri gistihús og verri en tíðkast í öðrum löndum og er ástæðanna skammt að leita: fátækt þjóðarinnar og fáir erlendir ferðamenn þar til fyrir skömmu árabili. Nú er málum svo háttað að víða um sveitir hafa risið upp með góðum styrk ríkisins vegleg og mynd- arleg félagsheimili. Eru það hinar mestu byggingar víðast hvar. f þeim er að finna góða uppbúna sali og eldhús mikil, sem ætluð eru til veizlugerðar fyrir hundruð manna. Hér skortir í rauninni ekkert á nema herbergi, svo unnt sé að reka heimilin sem gistihús yfir sumartímann. Væri þá komin álitleg viðbót við gistihúsakost landsins, einmitt á þeirn stöðum, sem gistihús er ekki að finna í dag. Kostnaður við að nýta félagsheimilin á þennan hátt er ekki nema lítið brot af því verði, sem ný gisti- hús kosta. Og notagildi þessara miðstöðva myndi auk- ast að mun við slíka breytingu, því mörg standa fé- lagsheimilin auð langflesta daga ársins. Stærsta dyflissan Þessa dagana gista landið góðir gestir frá Vestur- Berlín. Eru það fulltrúar borgarstjórnarinnar, sem skýrt hafa íslendingum frá atburðum síðasta árs í Berlín. í heilt ár hafa íbúar Austur-Berlínar verið fang- ar í stærstu dyflissu veraldar. I heilt ár hefir múrinn skyggt á sólina. í heilt ár liafa skósveinar Ulbrichts skotið á hvern þann mann, konu og barn, sem árætt hefir að klífa múrinn og losna úr prísundinni. í Berlín kostar það lífið að vilja hverfa til ást- vina eða kunningja í öðrum borgarhluta. í Reykjavík er verðið kr. 2.25 — andvirði eins strætisvagnsmiða. / * Hlutunum snúið við Stjórnarandstöðublöðin hafa tekið því mjög illa að boðað hefir verið að nauðsyn sé aðhalds í útlán- um bankanna, til þess að koma í veg fyrir að ofþensla komizt aftur í efnahagslífið og verðbólgan hlaupi af stað. Fjármálaspekingarnir við Þjóðviljann hafa að vísu fundið það út, að þessar aðgerðir miði að því að skapa vaxandi dýrtíð og þar með skerðingu kaup- getu almennings! Væri ekki úr vegi að Þjóðviljinn réði sér sæmilegan hagfræðing til ritstjórnarstarfa, þótt ekki væri nema til þess að koma I veg fyrir svo óupp- lýst heimskuskrif sem þessi. HÁBJARGRÆÐIS ■. Gamli sæfarinn og dótturdóttir hans. — Mamma hennar kemur hingað I síldina á næstunni, seg ir hann. Gengið var niður að flæðar- máli. Afinn og dótturdóttirin mm Systrapörin hafnfirzku á „Capri“. Z"1 AMALL maður fríður með hrokknar hærur stendur á tröppum gamals húss. — En hvað hann er líkur andlitsmyndinni eftir Kjarval . SÍBARÍ GREIN — „Austfirskur bóndi“ — þeirri, sem gæti verið eftir Rem brandt.. finnst þér ekki? Ljósmyndarinn, næmur á and lit, tekur undir það. — Eigum við ekki að spyrja hann, hvort hann sé skyldur þeim austfirzka? Hnellin táta, ellefu eða tólf ára, birtist við hlið gamla mannsins. Það virðist samband milli þeirra. — Afi, hvað eru þessir kallar að gera hér? — Ég veit ekki, heillin. — Þér eruð að austan — af Austfjörðum, segjum vér. . , ,— Ég er frá Reyðarfirði ætt aður,. — Einn af Long-ættinni? Öldungurinn á svartmynd Kjarvals er sagður vera kominn af „Longunum", en þeir eru enskir að uppruna. — Getur vel verið; ég er mað ur óættfróður. — Munið þér eftir mynd Kjarvals af austfirzku andliti? Hún er 1 möppu, sem Helgafell gaf út á sfnum tíma.. — Af manninum með hrokkna hárið og skeggið? — Það er hann, sem ég á við.. — Við erum víst eitthvað skyldir, segir gamli maðurinn.. ég veit bara ekki, hvernig. Nútíma Salka úr Ólafsvík. Kvöldroðinn speglast á blaut- um plönunum fyrir neðan. Úr Óskarsstöð berst flissið í stúlk- unum og öskrin úr karlmönnun um. Tveir mávar fljúga yfir hús- ið. — Vinnur þú á planinu, litla mín? Hún er í síldargalla, í peysu, svuntu og stígvélum. Hún jánkar þvl. — Hver er hún? — Þetta er hún Björk dóttir hennar Bergljótar minn- ar og Guðbjarts Þórðar Páls- sonar I Reykjavík. Hún er hjá mér yfir bjargræðistímann. — Þú ert ekki á planinu núna, Björk? — Það er verið að hætta í Óskarsstöð í kvöld. Afinn horfir með lífsreynslu- augum á tátuna, dótturdóttur sína. « /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.