Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. ágúst 1962. VISIR TIMI A RAUFARHÖFTN voru undarlega náin. Við tunnu stafla fékkst Björk til að taka sér stöðu við hlið afa sínum. Allan timann hafði hún verið merkileg með sig og stórsnúð- ug eins og sumra telpna á henn ar reki er háttur. Krafan um að láta líta á sig sem verðandi fullorðnar konur samfara tor- tryggni og feimni er undirrót þess kyns framkomu. — Hún lætur svona, litla heillin, segir afinn með klass- íska andlitið. Tátan þaut eins og byssu- brennd inn í húsið. — Hvað nefnið þér húsið yðar? — Það heitir Bára. Ég byggði það sjálfur 1926. — Þér hafið stundað hafið? — Frá því ég man eftir mér. — Verið formaður? — Eiri fjörutíu ár. — Hvenær fluttuzt þér að austan? — Kom á þessar slóðir nokkru eftir aldamót. Fyrst var ég inni í sveit við búið hjá Halldóri Bjarnasyni, presti á Presthólum; svo var ég ráðs- maður á Sigurðarstöðum á Sléttu. — Hve<rer fluttuzt þér á Raufarhöfn? — Árið, sem fyrri heimsstyrj öldin skall á. Þá gerðist ég for- maður á vélskipi. © þið getið gert fyrir, að ég leyfði ykkur að mynda mig. Á leiðinni á bíóið var hún innt eftir því, hvað pápi henn- ar væri lengi í bíl frá Reykja- vík til Raufarhafnar, ef hann æki sjálfur. — Hann er tvo daga, bless- aður góður, hann kann ekkert að keyra, segir hún og glottir. Sem alkunna er á faðir hennar flest hraðamet í bílakstri á ís- landi. Það var hazarmynd í bióinu, hét ljótu nafni: 1 dauðans greip um.. bang bang.. bang og læti, en hnáturnar spípsporuðu að miðasölunni eins og þær ættu allt sólkerfið, „hvergi smeykar hjörs í þrá..“. Uppeldi og að- stæður á Raufarhöfn eru svolít ið frumstæðs eðlis fyrir ung- viði, en hvað um það.. © J^jTÐRI á planinu á Óðni ligg- ur vestfirzkur nökkvi, Hug A LLAN tímann, fór fram, hafði sem samtalið Þorfinnur Jónsson, þessi 77 ára gamli séé-: ‘ fari (hann er fæddur 1885) með sitt ferska útlit keðjureykt djúpt ofan f sig Wings-sígarett- ur eins og ungur nautnamaður. — Þér reykið enn? — Ég brúka mikið tóbak. — En áfengi..? — Ég hef ekki dundað mikið við það um ævina. — Hvenær hættuð þér á sjón um? — Fyrir tíu árum —' að heita má. Síðan hef ég skotizt á skak annað veifið. Það er nauð- synlegt. — Handleikið þér byssu? — Því verður ekki neitað. Ég var rjúpnaskytta, tófuskytta, seldrepur, hnýsubani árum sam an. — Eigið þér ennþá byssur? — Tvær eru í fórum mínum, riffill, Husquarna, léttur og Laganna þjónar á Raufarhöfn. í stígvélið, eins og lítilli meda- líu eða viðurkenningartákni. Margar virðast mala af ánægju, þegar jrær sjá töluna hækka. Eiginkona á verðlaun skilið rún ÍS 7. Þar er harður atgang- ur við upskipun. Nótabassinn stjórnar aðgerðum, einbeittur, og öll skipshöfnin hlýðir sjálf- krafa. Þetta eru vinnubrögð. Hugrún hafði komið með 1200 mál. BLAÐAMAÐUR PRÁ VISI SEGIR FRÁ ATVIKUM Á RAUFARHÖFN þægilegur, og að auki einhleypt haglabyssa svensk. Sæmileg- ustu vopn. Þegar sæfarinn með þarann í húðinni og saltið í hrokknum hærunum var kvaddur, kom tát an Björk Guðbjartsdóttir hlaup- andi. — Þið akið mér og vinkonu minni á bíóið.. minnsta, sem Síldin flæðir bókstaflega á planinu. Stúlkurnar keppast um að soga síldina til sín og raða henni niður i tunnur. Annað veifið kemur verkstjórinn með „ m e r k i ð“ Það er lítii málm- plata með tölustaf, sem táknar tunnufjöldann sem hver og ein hefur saltað yfir daginn „Fagur þykir mér fótur þinn...“ Hver lipurtáin af ann- arri réttir'fram fótinn, og verk- stjórinn laumar merkinu ofan „Drósir kætast, varir vætast, draumar rætast...“ Saltberar, vatnsberar, hjól- börukeyrar, stálarar eru á ferð inn, dansa í kringum konurn- ar. Það vantar bara músíkina — og þó. Það ískrar í talíum, brakar í svuntunum, hvín I kutunum. Hvergi sézt hnípinn svipur á andliti. Allt stefnir að sama marki, að afla meira, græða meira, sigra meira. Á miðju planinu gengur karl- maður að einni konunni, kyssir hana létt og strýkur henni. Svo dregur hann upp úr pússi sínu átsúkkulaði með hnetum og rús ínum greinilega framleiddu af Lindu á Akureyri. og stingur upp í hana mola eftir mola. Hún tekur við eins og hafsjór og kumrar af vellíðan. — Þau eru hjón, segir hjól- börukeyrari úr Reykjavík, — hann er að verðlauna h^na fyrir afrek dagsins. — Dæmalausir riddarar ecu íslenzkir karlmenn alltaf, segir skemmtiferðakona úr Eyjafirði, sem góndi á athöfnina. o íyTYRKUR var skollið á. Rauf- arhöfn er ekki mikið upp- lýst þorp. Ekki um annað að ræða en renna á lyktina — ilm- inn. Var gjört. Dísahöll með mörgum meyjaskemmum og kvenpöllum er i Óskarsstöð. Þar var ráðizt til atlögu, án þess að spyrja um leyfi eða gera formleg boð á undan sér.. Þegar inn er komið, verður manni á að staðnæmast. Hver skemma ber rómantískt nafn: Mílanó, Paradís, Hawai, Draumaland og allt niður í það, sem ber raunsælegri keim, svo sem eins og Gúttó. Caprí laðar að.. Knúð að dyr um. Ekkert svar fremur en i kvæði Edgars Alans Poes. Aft- ur drepið högg. Ekkert svar að heldur. Við þriðja högg er sagt flauelsmjúkt: Kom inn! Komu- menn opna hægt.. og svo upp á gátt. Þrýstin ljóska í baby-doll stendur á miðju gólfi eins og heima hjá sér. Önnur snót blas- ir við eins og málverk eftir Degas: Nakin hvílandi kona. Hún er með túberað hár eins og Maria Antoinette og ekki amaleg. Eldri kona hvílir i neðri rekkju — — hún er soldið hneyksluð á innrásinni. Tvær aðrar koma á vettvang, í náttklæðum, báðar á bezta skeiði, hispurslausar með við- mót, sem minnir á hálft tungl og stjörnur og vin í eyðimörk og fíkjusafa. Sú sjötta er virðuleg, frúar- leg, og kemur jafnvægi á kring- umstæður, sem hafa skapazt á örskotsstundu. Hafður er hraði á og gefin skýring á tiltekt og erindi. Með brosi og glettni æsk- unnar var öllu mætt með skiln- ingi af hálfu þeirra af ungkyn- slóðinni. Þær eldri gáfu sam- þykki, dræmt fyrst, en svo fékk kvenleg forvitni yfirhöndina, og myndataka var gefin frjáls að vild, en meira var ekki farið fram á. Þær eru allar úr Hafnarfirði og má staðurinn kyrrláti hrósa happi yfir jafn-ánægjulegum gleðigjöfum og gestgjaferinn- um, sem kunna að láta framandi líða vel við ólíklegustu aðstæð- ur. Þetta eru tvennar þokka- prúðar systur. Af þeim fjórum eru tvær með gerðarlegri móð- ur sinni á síld. Þær eru á aldr- inum 17 til 20 ára, ein vinnur hjá Bæjarútgerðinni í Hafnar- firði, önnur á skrifstofu Skipa- smíðastöðvarinnar, sú þriðja vinnur í bókabúð og sú fjórða á skrifstofu Rafveitunnar. — Hvað gerið þið hér í skemmunni, þegar ekkert er dansiballið og ekkert saltað? — Við syngjum, sagði ein. — Hafið þið gítar eða annað hljóðfæri? — Hárgreiðu — hún er á- gæt. __ Takið þið nú dansspor* fyrir okkur. Þær fengust út á gólfið og byrjuðu að sveifla sér, létt- klæddar og lausbeizlaðar. __ Haltu Linhofnum stöðug- um, Kristjanus, segjum vér við ljósmyndarann, eða notaðu hraða 1/1000 til öryggis. Þær trölluðu svolítið og hreyktu issunum eins og álfa- meyjar á síðsumarkvöldum „.... Dansi dansi, dúkkan mín .... dillidó og dillidó ....“ Hafn- arfjarðardæturnar voru bráð- skemmtilegar án þess að þurfa að segja mikið, og það, sem þær hjöluðu, sögðu þær svo sjarmerandi ....... © Á ÖÐRU svefnlofti f Óskars- bragga var uppgrip af stæðilegum konum. Framhald á bls. 13. Ein sit ég á stokki . . . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.