Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 10
70 VISIR Föstudagur 10. ágúst 1962. Kæfa bílarnir borairnar? Fyrir tæpum aldar- fjórðungi — árið 1938 — komu austurrískur arki- tekt, Victor Grun að nafni, til Bandaríkjanna með teiknibrettið sitt, bækumar sínar og — átta dollara í vasanum. Hann kom raunar með miklu meira, og það var bezta vegar- nestið. Hann kom með dugnað sinn og hugmyndaauðgi, og það hvort tveggja hefur leitt til þess, að hann er nú þekktur um öll Bandaríkin ,er orðinn þekktasti skipulagsfræðingur landsins, og yfirvöld stærstu borga sækjast svo eftir að fá að njóta starfskrafta hans, að hann hefur ekki eina heldur margar teiknistofur. Þær eru til dæmis í New Yorlc, Los Ang- eles og Chicago, en þær eru líka víðar. Aðaltilgangurinn með öllu, sem Griin tekur sér fyrir hend- ur á sviði skipulagningar borga, er að koma í veg fyrir, að bíl- arnir gangi af borgurunum dauðum. Skipulagsuppdrættir hans eru þess vegna að öllum jafnaði þannig, að gert er ráð fyrir stórum og fallegum opn- um svæðum, sem eru umlukt grasflötum og görðum og tengd innbyrðis með hringbrautum. Fótgangandi fólki eru ætluð eins mörg og stór svæði og nokkur kostur er, og er það gert með því, að öll bílastæði eru höfð við jaðra svæðanna. Samkvæmt þessari frumreglu hefur Griin skipulagt mörg verzlunarhverfi i fjölda banda- rískra borga. Einna þekktast þessara hverfa er Northland Shopping Centre, sem komið var upp utan við Detroit, þar sem bílar eru eðliiega fleiri en víðast annars staðar í Banda- ríkjunum. Svæði þetta þekur hvorki meira né minna en 64 hektara lands, og þar eru sex stórar verzlunarbyggingar með alls 80 verzlunum. Menn aka til svæðisins eftir hringbraut, skilja bílinn eftir strax og kom ið er að jaðri svæðisins og síð- asta spottann ganga menn um fagra garða til verzlananna. Innan um garðana er komið fyrir höggmyndum, gosbrunn- um og bekkjum, svo að menn geti hvílt sín lúih bein að við- skiptum loknum. FYRSTI SIGUR KROSSFARARINNAR. Með þessari viðskiptamiðstöð hafði Griin unnið fyrstu orust- una á „krossferð" ■ sinni fyrir fegurri og betri borgir. Hann hefur ritað eftirfarandi um þetta verzlunarhverfi í blað eitt: „Á hverjum sunnudegi fara 6—7000 manns frá Detroit út til Northland-hverfisins. Þar sem verzlanirnar eru allar lok- aðar þá daga, getur þetta ein- ungis stafað af því, að fólkið langar til að njóta að skoða listaverkin, sem staðurinn hefur verið skreyttur. Af því getum við dregið þá ályktun, að það séu verzlanimar, sem eigi að fullnægja listaverkaþörf borgar- búans, og þær eiga að gera það með því að taka að sér það hlutverk, sem kirkjan hafði á hendi á miðöldum." Þar sem svona ágætlega tókst til með Northlandhverfið, var Griin falið hvert verkefnið af öðru, svo sem að skipuleggja hverfi, þar sem rífa átti gömul hús og ófullnægjandi eða heilsu spillandi, teikna bankaþygging- ar, verzlanir og viðskiptamið- stöðvar. Á undanförnum tveim til þrem árum hefur fyrirtæki hans unnið við hundruð verk- efna af ýmsu tagi, en sá skipu- lagsuppdráttur hans, sem mesta athygli hefur vakið — upp- dráttur, sem gerbreytir skipu- laginu! á borginni Fort Worth í Texas — hefur ekki enn ver- ið framkvæmdur. Eipstakir þættir hans, svo sem varðandi hringbrautir og svæði, þar sem fótgangandi menn einir mega koma, hafa hins vegar verið teknir til fyrirmyndar annars^ staðar, svo að segja má, að hann hafi sett svip sinn á marg- ar borgir í Bandaríkjunum, þótt honum hafi ekki beinlínis verið falin verkefni þar. INNBLÁSTUR FRÁ BORGUM MIÐALDA. Victor Grtin tileinkaði sér grundvallarhugmyndir sínar, meðan hann var ungur maður í Austurríki, og hann nam þar af hinum fræga franska arki- tekt Le Corbusier, en siðar styrktust þær og þroskuðust, þegar hann gerði sér ferð til ýmissa borga í Austurríki og Þýzkalandi, sem enn' voru eins og þær voru reistar á miðöld- um. Annars lærðist Griin snemma að standa á eigin fótum, þvi að hann var aðeins 15 ára gam- all, þegar faðir hans andaðist. Einn vina föður hans bauð hon- um þá starf hjá sér. Maður þessi var arkitekt, og hjá hon- um lærði Griin fyrst múrara- iðn, en síðan nam hann bygg- ingafræði. Þegar honum fannst tími til kominn, sagði hann skil- ið við þenna vin föður síns og stofnaði eigin fyrirtæki, en það var á fjórða tug aldarinn- ar, þegar viðskiptaerfiðleikarn- ir voru mestir og vandræðin hindruðu, að hann gæti notið sín. En þegar Hitler gleypti Austurríki, sá Griin, að fram- tíðin mundi ekki verða glæsileg í heimalandinu, svo að hann tók sig upp og hélt vestur um haf með þær litlu eigur, sem hann gat komizt með. BORGIN Á AÐ VERA FÖGUR. Fyrstu tíu árin eftir að hann fluttist vestur um haf, helgaði hann sig einungis húsateikning- um, lagði sig einkúm frarii 'úm að gera uppdrætti af verzlun- um og kaupsýslubyggingum, en smám saman ávann hann sér þó svo mikla viðurkenningu, að hann áræddi að leggja til at- lögu við stærri verkefni, skipu- iagsuppdrætti borgarhluta og jafnvel heilla borga. Margt bendir til þess, að bifreiðamar hafi unnið svo á í amerísku borgunum, að hinn fótgangandi maður sé þar vargur í véum. Þessi mynd frá Los Angeles, þar sem bif- reiðamar era tiltölulega lang-flestar í heiminum, er gott dæmi um ofurvald þeirra. Nú fyrir nokkru var hann þægileg, heldur verður hún að fenginn til að halda fyrirlestur veita íbúum sínum innblástur um þetta efni, og þá gerði hann ,/n,nög því verður hún að vera meðal annars grein fyrir skoð- unum sínum á þessu sviði með svofelldum orðum: „Hin fullkomna borg á ekki einungis að fullnægja tilgangi sínum, vera heilsusamleg og raunverulega fögur borg. Á sjöunda tug aldarinnar munu menn sjá skipulagsuppdrætti slíkra borga komast í fram- kvæmd, og það verður ölium til gagns og gleði.“ 7ÍI Austurheims vil ég haUa" íslenzkir ferðalangar Iáta sér nú orðið ekki nægja að sækja heim nágrannalöndin og Evrópu allt suð- ur að Miðjarðarhafi i sumarleyfum hin síðari ár, heldur fara þeir nú ' í stórhópum í aðrar heimsálfur. Ferðaskrifstofurnar keppast um að bjóða upp á ódýrar ferðir i allar , áttir, nokkurra daga og allt upp i fornu Væringjaborgar og þar skoð- að allt hið markverðasta frá dögum keisara, kalífa, preláta, soldána. Frá Istanbul verður flogið til Beir- ut, og eftir dvöl þar farið með bif- reiðum upp í Líbanonfjöll til Bal- bek og fleiri sögufrægra staða á leiðinni til Damaskus. Þá er komið á slóðir, þar sem mannlíf er víða mánaðarlangar, og fara víst áður svipað og það var á dögum kalíf- en langt um líður að þeysast kring- anna í „Þúsund og einni nótt“. um hnöttinn í sumarleyfinu. | Komið verður við í Amman, höf- Hér sést örlítill hluti Northland Shopping Centre, sem reist var skammt fyrir utan Detroit samkvæmt uppdráttum Gruns. Það er ekki verið að sker:>. rúmið við nögl, og garðar, gos- brunnar og fleira er þar til að gleðja augað. Ferðaskrifstofan Sunna sendi á dögunum stóran hóp til Vestur- heims, bæði til Bandaríkjanna og Kanada, og alla leið á heimssýning- una í Seattle á Kyrrahafsströnd, og I haust efnir hún til ferðar til Austurheims. Þar verður dvalizt í Landinu helga, nærri jafnlengi í landi Faraóanna, og haldið alla leið til Bagdad. Ferðin stendur yfir í 28 daga, og sökum hagkvæmra samninga við flugfélög, önnur flutn ingafyrirtæki og aðra aðila, kostar ferðin með dvöl í beztu gistihúsum lítið meira en flugmiðar einir, ef keyptir væru með áætlunarferðum.! Lagt verður upp héðan tii Lon uðborg Jórdaníu, þá sóttir heim hinir frægustu helgistaðir kristn- innar, Bethlehem, Golgata, Getse- mane, farið til Jeríkó, út í eyði- mörk Júdeu. Farin verður tveggja daga ferð til Bagdad og skoðaðar hinar fornu rústir Babylonar. Næst verður flogið til Egypta- lands og höfð þar viku dvöl. Gist fyrst í Kaíró, og farið þaðan til Pýramídanna miklu, m. a. á úlföld- um yfir eyðimörkina. Þá verða farnar ferðir upp Nilardalinn, yfir I Dauðadalinn og skoðaðar kon- ungagrafirnar miklu. Að lokinni dvölinni verður flogið til Jerúsalem, þaðan yfir „lokuðu don, þaðan til Istanbul, hinnar i Iandamærin“ til Israels, heimsótt Tel Aviv. Næst flogið til Grikk- lands, skoðað hið markverðasta í Aþenu, t.d. Akropolis o.fl. og heim- sótt Delfi, hin fornfræga véfréttar- borg. Næst liggur leiðin til Rómar, dvalizt nokkra daga í borginni ei- lífu. Loks verður svo flogið til Lon- don og þaðán heim. Þá verður Iiðinn nærri mánuður £ ævintýra- löndum. Framkvæmdastjóri Sunnu, Guðni Þórðarson, hefur áður ferð- azt um öll þessi lönd ,og verður hann fararstjóri í þessari för. Sjálfstæðismenn á fundi á Bildudal Þann 31. júlí var fundur haldinn 1 Sjálfstæðisfélagi Arnarfjarðar. Fundurinn var haldinn á Bíldudal. Hjálmar Ágústsson, formaður fé- lagsins, setti fundinn og stjórnaði honum, fundarritari var Jón Hann- esson. Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdarstjóra Sjálfstæðisflokks- ins, flutti erindi um skipulagsmál flokksins, ræddi hann sérstaklega um flokksstarfið í Vestfjarðakjör- dæmi. Á fundinum voru kjörnir fulltrú- ar í fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna i Barðastrandarsýslu og í kjördæmaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Stjórn Sjálfstæðisfélags Amar- fjarðar skipa: Hjálmar Ágústsson, formaður, Jón Hannesson og Sig riður Pálsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.