Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. ágúst 1962. VISiR 13 ^^^^^^MW¥¥V¥WWWWWWWWW Einkennileg íslandslýs ing eftir löng kynni Amalia Líndal: RIPPLES FROM ICELAND. W. W. Norton & Company Inc., New York 1962. Það er sannarlega engin ný- lunda, að útlendingar riti bæk- ur um ísland og Islendinga. Fjöldi bóka þeirra, sem útlend- ingar hafa ritað um heimsókn- ir sínar til sögueyjunnar og álit sitt á þjóðinni, sem hana byggir, mur. vera „legíó“. Flestir höf- undarnir eiga þó eitt sameigin- legt — þeir hafa allir átt hér skamma viðdvöl, sumir verið líkastir kríunni, sem rétt tyllir sér á stein og flýgur svo aftur. Nokkrir hafa þó farið langferð- ir um landið og litið það glöggu gests auga. Islendingar munu yfirleitt hafa heldur litlar mætur á þeim útlendingum, sem þykjast geta ritað um þá heilar bækur og dæmt þá í einu og öllu eftir skamma dvöl. En þeim hefir jafnan verið virt til vorkunnar, að þeir hafa dæmt af vanþekk- ingu. Á s.l. vori kom hins vegar út í Bandaríkjunum bók eftir konu af amerískum ættum, sem verið hefir búsett hér á landi í meira en áratug, þvf að hún kom hing að fyrst 1949, gift íslenzkum manni, og hefir átt hér heima síðan. Hún ætti að vere flest- um hnútum kunn hér á landi, mönnum og málefnum, en bók hennar virðist þó á köflum gerð af sömu yfirborðsþekkingu og margra þeirra, er hafa ekki átt þess kost að viða að sér gögn- um á eins löngum tíma, vega allt og meta af kostgæfni. Það er rétt að taka fram strax, að höfundurinn, frú Amalia Lín- dal, eiginkona Baldurs Líndal efnafræðings, talar hvarvetna um íslendinga af vinsemd. Hún segir líka í bókarlokin, að fyrstu sex árin hér á landi hafi hún Iitið á Bandaríkin sem „heima“, en svo hafi hún breytzt, að nú sé ísland orðið „heima", hún sé frekar Islend- ingur en Bandaríkjamaður. — Mörgu vildi hún þó gjarnan geta breytt hér, og er hún þá orðin rétt eins og íslendingar yfirleitt, sem sjá margan gallann og vilja bæta hann, þótt það sé oft hæg- ara sagt en gert. En einkennilegar villur hafa slæðzt inn í bókina, eins og þegar er sagt. Það sakar ekki, þótt talað sé um svið sem „reykt lambshöfuð“, on einkennilegri eru villur, sem varða húsakost hér í Reykjavík. Á bls. 64 er talað um einkennilegar, einlyft- ar verzlanir „undir hvolflaga f- búðum“, sem sé óðum að hverfa „eftir því sem æ fleiri þessarra sérverzlana er safnað undir eitt þak f röð fjór- og fimmlyftra, nýtizku bygginga“. Mörgum mun leika forvitni á að frétta nánar um þessi „hvolf- laga“ hús. Þá er enn talað um að herskálar sé enn hingað og þangað um Reykjavík, en sem betur fer, er það mjög ýkt. 1 sama kafla, á bls. 66, er þessi málsgrein, sem mun vekja íurðu margra: „Fjölskyldan er lengstum í eldhúsinu, en þangað er eng- um boðið nema nánum vinum eða ættingjum. Vistarvera þessi er oft of lítil, til þess að fjórir eða fimm manns komist þar fyr- ir, en þar sem þetta er oft hlýj- asta herbergi hússins og einnig eldstóarherbergið (hearth room) er það frá fornu fari samkomu- staður fjölskyldunnar (tradition- al gathering, place for family activities)." Hversu víða skyldi slík notkun eldhúsa tíökast nú á dögum í kaupstöðum? Margir hafa væntanlega gam- an af þessari málsgrein, sem er á bls. 84: „Á íslandi er um að gera að sýnast. Maður kann að nema staðar og rabba við kunningja á götu, en hann tekur aðeins ofan og gengur hratt, ef þar er um að ræða aðra konu en eiginkonu hans eða ættingja. Elskendur láta eng in svipbrigði á sér sjá, er þeir mætast á götu því að þá grun- ar engan neitt, en ef þau heils- uðust með handabandi, mundi það koma upp um samband þeirra við allan almenning. Svo að ef kona lætur í Ijós áhuga fyrir manni í samkvæmi, gera allir ráð fyrir, að hún sé að stiga í vænginn við hann — og sé hún íslenzk, kann það að vera rétt (höfundur segist sjálf hafa orðið fyrir þessu, en af aug ljósum ástæðum var allt í lagil). Og ef maður talar lengur en í tvær mínútur við konu — nema um blaðaviðtal sé að ræða — er það áreiðanlega vegna fag- urra augna hennar. Hann hefir engan áhuga fyrir því, sem er fyrir ofan augun.“ Þá vita menn það, ekki sízt ef þeir kunna að lesa á milli línanna. Ekki veitist höfundi heldur erfitt að skipta „yfirstéttinni“ (gæsalappirnar eru fengnar að láni í bókinni) í tvennt. Þeir, sem eru undir fertugu, fara f síðdegisdrykkjuveizlur eða „kokkteil-partí“, hinir, sem komnir eru yfir fertugt, gera það ekki! Hinir síðarnefndu eiga oft sumarbústaði, en eru nú farnir að leigja þá út og bregða sér út fyrir pollinn, en annars er heimilislíf þeirra með íhaldsbrag, gamaldags og með nokkrum sparnaðarblæ. Maður hlýtur að álykta, að höfundur fylgi heldur kokkteil-fólkinu að málum eða hvað? Sumir hinna síðarnefndu eru þannig, að þeir vildu heldur bíða hel en láta sjá sig I strætisvagni, enda hreinn óþarfi, þar sem margir eiga tvo bíla! Margt fleira mætti ncfna af þessum „gárum frá íslandi“ og mundi lesanda þykja það ein- kennilegur l^stur, en skal þó ^kkí-farið lengra út í þessa sálma að-sinni. En þó má enda á því, að höfundur hefði átt að fá einhvern til að lesa handrit- ið yfir, áður en það var sent útgefanda. Höfundur nefnir að vísu á bls. 127 nokkur dæmi um það, hve óhjálpfúsir íslend- ingar séu og segir þó jafnframt, að ekki sé í rauninni um óhjálp- fýsi að ræða heldur aðeins, að einstaklingurinn á Islandi telji sig geta komizt af án hjálpar og því geti aðrir það einnig — þeir vilja ekki njóta aðstoðar. I sömu málsgrein nefnir höf- undur þó einn mann, sem hún þekkir, sem hafi jafnan verið hjálplegur við vanfæra konu sína, og hefðu átt að vera hæg heimatökin hjá henni að biðja hann ásjár. Nema eðlið hafi þá verið farið að íslenzkast svo hjá henni, að hún vildi enga aðstoð þiggja. Þá eru líka villur í bók- inni skiljanlegri. H. P. Handbók — Framhald af bls. 4. blaðamönnum í gær að kynn- ast reynzlu eigenda af Land- Rover bílum, bæði nýrri gerð- inni og þeirri eldri, sem fyrst kom hér fyrir 12 árum síðan. Var fyrst haldið til Þorgeirs í Gufunesi, sem kunnur er fyr- ir gæðinga sína og var á sínum tíma kunnur glímukappi. Hann fékk bíl sinn um það leyti sem hestamannamótið var haldið og hefur þegar notað hann mikið. Lét hann mjög vel af bílnum og taldi hann hafa yfirburði yfir bíla sem hann hefur áður átt. Síðan var haldið að Keldum á Rangárvöllum, til hjónanna Lýðs Skúlasonar og Jónínu Jónsdóttur. Þau fengu einn af fyrstu bílunum sem kom til landsins fyrir 11 árum. Þau hafa nú ekið bílum yfir 100 þúsund kilómetra. Nota þau bílinn til allra venjulegra ferða, til að flytja mjólkina og auk þess notar frú Jónína mikið í sambandi við starf sitt sem ljós móðir í héraðinu. Við spyrjum frú Jónínu hvort hún hafi ekið lengi. — Ég hef ekið síðan við feng um bilinn fyrir 11 árum. Þá hafði ég þegar verið ljósmóðir í 11 ár og munurinn er mikill að hafa eigin bfl. enzt? Hvernig hefur bfllinn — Hann hefur reynst okkur mjög vel. Það hefur aldrei neitt brotnað í honum síðan við feng um hann ,ekki svo mikið sem fjöður. Það eina sem honum hefur verið gert er að slípa einu sinni ventla. Ég hef oft orðið að ferðast í misjöfnum veðrum og við alls kyns aðstæður, í sambandi við starf mitt. Bíllinn hefur aldrei brugðist mér. Hann hefur nú verið förunautur við að taka á móti nokkur hundr- uð börnum. Það hefur komið til tals að selja hann, en ég held að ég vildi ekki sjá af honum, jafnvel þó að ég fengi annan nýrri í staðinn". Kirkjan á Mosfelli Unnið er nú að byggingu kirkj- unnar að Mosfelli í Mosfellssveit og hefur grunnur og plata verið steypt. Er ætlunin að gera kirkj- una fokhelda í haust. Kirkja hefur ekki verið að Mos- felli síðan 1888, en áður hafði ver- ið þar kirkja um aldaraðir. Stefán Þorláksson, hreppstjóri í Reykja- dal gaf til þess eignir sínar að sér látnum, að endurreisa kirkju þessa. Var efnt til verðlaunasamkeppni um teikningu að kirkjunni og bár- ust yfir 30 teikningar og fengu þrjár verðlaun. Ekki þótti nein verðlaunateikn- inganna henta og var ákveðið að byggja eftir teikningu Ragnars Emilssonar húsameistara, sem borist haf,i í keppnina. Kirkjan verður rúmir 100 fermetrar að stærð og rúmar um 120 manns í sæti. Turn verður á kirkjunni yfir kór og skrúðhúsi. Fremst £ kirkjunni verður söngloft og undir því for- stofa. Verður kirkjan þrlhymd að grunnfleti og verður kórinn £ einu horni þríhyrningsins og skrúðhús á bak við hann. Veggir verða stein- steyptir, en þak, sem er allvíða- mikið, verfður gert úr stálgrind og klætt með kopar. Standa vonir til að kirkjunni verði lokið eigi sfðar en næsta sumar. RAUFARHÖFN Framhald af bls. 9. Það gengur fjöllunum hærra á Raufarhöfn, að engu sé h'k- ara en stúlkurnar, sem valdar eru á planið, komi £ stað lög- regluliðs, þv£ svo vigalegar og myndarlegar séu þær yfirleitt flestar, sem vinna þar. — Velur agent plansins þær kannski eftir mjaðma- og brjóst- máli? spyr blaðamaður ágætis- konu, sem trakteraði á miðnæt- urkaffi og meðlæti. — Þær eru að minnsta kosti valdar eftir likamsgjörvileik, eða svo sýnist vera, segir hún. — Hver er þessi með brúnu augun frammi á göngunum? — Spyrðu hana sjálfur. Hún var á iði, eins og randa- fluga. Væn vexti, skiptir vel litum, hárið dökkbrúnt, dimm augu. — Þér heitið? — Af hverju viljið þér fá að vita það? — Ég heiti Eh'sabet...... — Hvaðan? ___ Úr Ólafsvfk. Þarna var hún loksins komin up f hendurnar nútíma-Salkan, sem maður hafði leitað. Hún hlaut að finnast og vera úr Ólafsvík. — Stillið yður upp við dyra- stafinn, ElfsabeL __Rekið þá burt strákana. Þeir hurfu á brott með sem- ingi. — Losið um tvo hnappa á peysunni og slappið af. Ljósmyndarinn var óvenju- lengi að stilla vélina. — Þetta er allt að koma, Eh'sabet, bara róleg. Hún hvíldist við dyrastafinn, fmynd kvenlegrar hreysti: kraftgjafi! — Skjóttu, Kristján. Það tókst. © DENZÍN var farið að ganga til þurrðar á hraðreiðinni. — Það er búið að loka öll- um tönkum í þorpinu, sagði gæi að sunnan. Byrjað var að hringsóla á síðustu dropunum um þorpið. Marfnó síldaragent birtist f háu Ijósunum. __ Talið við lögguna. Þeir eru sennilega á patról núna, aka f brúnum Ford módel ’55. Við fundum þá skammt frá kirkjunni, f Forðaranum. Þeir brugðu við hart og skikkuðu einn þorpsbúa að opna BP-tanka á stundinni. Síðan buðu þeir okkur vinsamlega að renna við á aðalbækistöðvunum í skóla- húsinu. Þeir eru 3 að tölu, kná- legir, en rólyndislegir, enda vel þokkaðir á staðnum og sagðir kunna starf sitt með prýði, all- ir úr Reykjavík og bera númer- in 38, 65 og 100. Þeir létu vel af sumrinu, allt farið fram með ró og spekt til þessa. Þeir gáfu sem sagt sfldarfólkinu á Rauf- arhöfn hegðunarvottorð af fyrstu gráðu, enda aldrei þurft að beita aðferðum af þriðju gráðu á umráðasvæðinu. Leiðin lá nú frá Raufarhöfn til Reykjavfkur gegnum Akur- eyri. _ s t g r. ífc- U-l’.di., Llilí <1/ l l 11 í iUi 1 .! U. .11 i I i I t ( l ! i i U < < i i I i. .i illiiiiiilLl lJ.i l niii. < I l i i.J j. 1 i 11 U i * * i i 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.