Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 6
V'ISIR j Loksins fer grænmetið að koma í búðirnar Uppskriftir að nokkrum blómkálsréttum Það hefur verið auma ástandið í grænmetis- verzluninni hjá okkur í sumar. Þó við húsmæð- urnar höfum leitað með logandi ljósi í öllum búð um að svo sem einu sal- atblaði, gulrót eða rófu, þá hefur þessi heilnæma fæða verið ófáanleg allt sumarið. Það er fyrst nú, komið fram undir miðjan ágúst, sem svo- lítið er farið að rætast úr þessu. Ástæðan til þess er sögð hið kalda vor og sólarlitla sumar og það virðist hafa farið saman við að gróðurhúsaeigendurnir hafa nú lítið hirt um að planta út fyrr f jarðhitann, svo að þeir hafa algerlega brugðizt. ★ Að vísu hefur verið nóg til af kartöflum allt sumarið, en þá er það verðið á þeim. Þrátt fyrir það að þær séu innfluttar hefur kílóið kostað yfir átta krónur, eða 5 kg. pokar kr. 42,25, en það er nú lækkað niður í 30 krónur eða 6 krónur kílóið. Þeta er ótrúlega hátt verð, þó að hluti af verðhækkuninni sé kannski vegna þess, að niður- greiðslurnar eru afnumdar. Og niðurgreiðslurnar hafa sjaldan gert mikið gagn því að þá höf um við bara þurft að borga það úr hinum vasanum í sköttum. ★ En þegar á allt ástandið í grænmetismálunum er litið, þá er sannleikurinn sá, að við hús- mæðurnar erum sáróánægðar með framkvæmd þeirra í sumar. Stafar þetta ekki allt af því að það er einokunarsala á grænmet inu, einokun sem skilur ekki þarfir neytendanna og gerir ekkert í því að flytja inn græn meti þó fyrirsjáanlegt sé að skortur verði á því á markaðn- um hér heima. Er þó sízt þörf á því fyrir okkur íslendinga, með skammdegið og langan vetur í hönd að styrkja okkur með grænmetisneyzlu. Gætu ekki ávaxtainnflytjendur tekið að sér að flytja inn grænmetið? En nú sem sagt virðist loks- ins von til að grænmetið í búðunum fari að aukast og þá erum við að hugsa um að koma hér með nokkrar blómkálsupp- skriftir, en blómkál er nú kom- ið í búðirnar. Margir eru líka svo heppnir að eiga til blómkál í garðinum hjá sér, og nú er um að gera að matreiða blómkál sem mest, þann stutta tíma, sem það er á boðstólum. Allir kunna að sjóða blómkál og að búa til blómkáls- 30 mín. Hellið þá hrísgrjónin f sigti svo að vatnið renni vel af þeim og blandið síðan krydd saman við þau. Leggið hrísgrjón in í kringum blómkálið á fatinu og skreytið með tómatsneiðum. Berið réttinn fram með ljósri sósu með eggjum. ★ Hér kemur önnur uppskrift af góðum blómkálsrétti: 2 blómkálshöfuð 4—5 laukar Það var til grænmeti í súpu, en hér skulu í dag látnar í té nokkrar uppskriftir af blóm- kálsréttum sem þekkja. ★ Byrjum því á blómkálsrétti með hrísgrjónum. 1 stórt blómkálshöfuð brauðmylsna smjörlfki 150 g hrísgrjón 1 rifinn laukur tómatmauk, salt pipar og paprika tomatar Sjóðið blómkálið og leggið það á stórt fat. Brúnið svolitla brauðmylsnu í smjörlíki og hell ið því yfir blómkálið. Brúnið hrísgrjónin og laukinn í smjör- líki í potti: Hellið sjóðandi vatni og svolitlu tómatmauki í pott- inn og sjóðið hrísgrjónin í 20— 80 g smjörlíki 6 tómatar salt Afhýðið laukana og skerið þá í sneiðar og sjóðið þá í smjör- líki. Hellið sjóandi vatni yfir tómatana og takið hýðið af þeim og skerið þá síðan í ten- inga. Hellið svolitlu af vatni í pottinn og bætið salti út í og látið krauma í pottinum þar til laukarnir og tómatarnir eru meyrir. Skiptið blómkálinu í smábita (búkettar) og látið þá sjóða þar til þeir eru meyrir með lauknum og tómötunum. Jafna má sósuna með svolitlu hveiti hrært út í rjóma ef vill. Berið fram soðnar kartöflur með þessum rétti og gott er að skreyta hann með dillblöðum, ef þau skyldu vera til í garðinum. Framhald á bls. 12. Laugardagur 11. ágúst 1962. Vikan 12. til 19. ágúst. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: í vikunni eru atvinnu- málin undir aðaláherzlunni. Þú mátt reikna með einhverri spennu við yfirmann þinn, sér- staklega fyrri hluta vikunnar og ættir ekki að halda þínum mál- stað til streitu um of. Þrátt fyr- ir þetta allt ættirðu að hafa ým- is góð tækifæri til að afla þér vinsælda meðal samstarfsmann- anna. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Útlitið er heillavænlegt hvað samband þitt við fólk erlendis eða í fjarlægum landshlutum á- hrærir. Bréfaviðskipti eða sím- töl við það mundu því að öll- um líkum bera hagstæðan árang ur. Trúmálin eru nú einnig und- ir góðum afstöðum, þannig að kirkjuferð er mjög ráðleg, sama má segja um allar heim- spekilegar bollaleggingar. ir þig að áætla upp í. framtíð- ina nú. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. Aðaláherzlan er á atvinnumálin hjá' þér nú og þú munt finna, að hún krefst nú meiri athygli þinnar heldur en að öðru jöfnu. Vandamál annarra munu að nokkru krefjast athygli þinnar og þú munt að öllum líkum verða að leysa það vandamál. Þér er því nauðsynlegt að vera óhlutdrægur því á þann hátt munu allir verða ánægðir. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Vikan verður að öllum líkum ein hin ánægjulegasta, sem þú hefur átt í langan tíma. Einnig fyrir ástvini og aðra aðstand- endur, sem náin samskipti eiga við þig. Ferðalög og útivist á- samt dansferðum, kvikmynda- húsi og öðru slíku eru undir sérlega hagstæðum afstöðum núna. Heppileg vika ástarkynna. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Góð framkoma getur kom- ið sér sérstaklega vel nú varð- andi fjármálin, t. d. I sambandi við bókhaldið, skatta og fast- eignir. Siðari hluta vikunnar ætturðu að fara að með gætni á vinnustað, þar eð nokkurrar spennu gætir nú hjá yfirmönn- um og þeim sem skipuleggja verkin. Drekinn, 24. okt. til 22 .nóv.: Þú ættir að leitazt við að skipta kröftum þínum sanngjarnt milli heimilis þíns og vinnustaðar í þessari viku, því hvort tveggja þarfnast nú aðhlynningar þinn- ar. Heimilið virðist nú þurfa á þér að halda til að .kippa ýmsu þvl í Iag, sem að undan- förnu hefur aflaga farið. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Hætt er við að þú lendir í ein- hverjum vandræðum með miður geðgctt fólk I vikunni, en þú ættir að geta afstýrt vandræð- um með þvi að gefa nokkuð eft- ir og sýna greiðvikni. Hins veg- ar eru fjármálin undir talsvert hagstæðum afstöðum í vikunni, sérstaklega sú hlið, sem bæði varð þig og aðra. Ljónlð, 24. júlí til 23. ágúst: Vikan er hagstæð í sambandi við sameiginleg málefni þín og annarra ,til dæmis vinna, sem framkvæma þarf sameiginlega með öðrum. Heilsufarið þarf nú nokkurrar athugunar við og einnig þarftu að hressa upp á fatnað þinn. Hagstætt væri fyr- Pundur Sjúlfstæðis- Bitnnna á Patreksf. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Helzti viðburðurinn í vik- unni verður að öllum Iíkum stutt ferðalag til ættingja eða kunningja. Einnig er sennilegt að þú fáir áhuga á eða þurfir að sinna bréfaskriftum, sem þú hefur vanrækt undanfarið, enda hagstæp áhrif til þess einmitt nú. Sfðari hluti vikunnar getur orðið talsvert rómaiitízkur, en þó eru ýmsar blikur á lofti í þeim efnum. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Fjármálin munu krefjast talsverðrar athygli þinna. í þ«= s ari viku og þér býðst nú tæst* færi til að koma fjármálunum í jafnvægi gagnvart öðrum, sér- staklega að því er varðar skuld- um annarra við þig. Innheimta skulda mun að öllum líkum ganga að óskum. Einhverjar aukatekjur eru einnig líklegar. Þann 31. júlí síðastliðinn var fundur haldinn í Sjálfstæðisfélag- inu „Skjöldur", Patreksfirði. For- maður félagsins, Ásmundur B. OI- sen, setti fundinn og stjórnaði hon- um. Fundarritari var Trausti Árna- son. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, flutti erindi um skipu- lagsmál flokksins og ræddi sérstak- lega um flokksstarfið í Vestfjarða- kjördæmi. Á fundinum fór fram kosning fulltrúa f Fulltrúaráð Sjálf stæðisfélaganna í Barðastrandar- sýslu og í Kjördæmisráð Sjálfstæð- isflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Stjórn Sjálfstæðisfélagsins „Skjöldur" skipa: Ásmundur B. Olsen, formaður, Ari Kristinsson, Þórunn Sigurðardóttir, Trausti Árnason og Hafsteinn liavtðs.snn. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Ekki verður annað sagt en að vindurinn standi beint í seglin hjá þér f vikunni og fiest persónuleg málefni munu ganga þér algerlega f vil. Aðrir munu hafa mikinn áhuga á þér og taka fullt tillit til orða þinna. Nú er hentugt fyrir þig að hefja ný verkefni sérstaklega um mið- bik vikunnar. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Hentugast væri fyrir þig að taka lífinu með mestri ró í vikunni og byrja ekki á neinu nýju, sem krefst sérstakra á- taka. Hins vegar ætturðu að leit ast við að slá botninn í ýmislegt það, sem lengi hefur beðið af- greiðslu hjá þér. Þú ættir að nota þér hagkvæmar hugmynd- ir í þessu efni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.