Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. ágúst 1962. VISIR 9 >«4.W Gengið á Helgafell * blindakstur í ryki Um hverja helgi hafa bæjar- búar þyrpst út úr bænum til að fá sér frískt Ioft og sleikja sól- skinið. Má heita að á laugardög- um og sunnudögum sé bílaröðin samfelld, enda bílaeign orðin nokkuð almenn. En hætt er við að þessir helgartúrar verði ekki slíkir sólskinstúrar, eins og tii er ætlast. Sá sem þessar línur skrifar er einn þeirra, sem ekið hefir 6 — 8 tíma túra um hverja helgi og ætlað fyrirfram að koma sólbak- aður og endurnærður til baka, en verið í staðinn rykmettur og kverkaþurr. Síðasti Þingvalla- túrinn var nú nánast blindakst- ur, því að rykmökkurinn var samfelldur áustur og hringinn, en ég fór Hellisheiðina heim, og varð ég þeirri stund fegn- astur að komast heim og fá mér bað, og þvo af mér skítinn. ic BETRI LEIÐIR ERU TIL Um síðustu helgi venti ég mínu kvæði í kross, og fékk mér eftirminnilega frískt loft... Leiðin lá í gegnum Hafnarfjörð og til Kaldársels, en samkvæmt garpalli vasabók er leiðin talin vera 7 kílómetrar frá Hefnar- firði. Skammt frá Kaldárseli var fararskjótinn skilinn eftir en lagt Iand undir fót í áttina til Helgafells, hins heilaga fjalls Ingófs Arnarsonar og ættmenna hans. Kaldárselsleiðin virðist ekki vera ein af þeim fjölförnu. Að- eins tveimur bílum mættum við og fjórum strákum í hjólatúr. Heldur er landið hrjóstugt í kringum Helgafell, en maður fær að’njóta hinnar fullkomnu fjallakyrrðar. Aðeins jarmið í fénu rýfur kyrrðina, um leið og það hleypur burt frá hinum óboðnu gestum. Þrír stórir hrút- ar vöktu athygli okkar, hvítur, grár og svartur. Sá hvíti fnæsir og stappar, og reigir sig framan í okkur ferðalangana, og út úr svip hans mátti lesa lítilsvirðing una, og það var eins og hann vildi segja: „Hvað eruð þið að flækjast hingað?“ ★ iy2 KLUKKUSTUND FRÁ KALDÁRSELI Helgafell er móbergsfell 340 metra á hæð yfir sjávarmál, gróðursnautt mjög, aðeins gras- toppar á stangli, en uppblásturs- börð hér og þar f kringum fell- ið benda til þess, að einhvern tíma hafi verið um meiri gróð- ur að ræða. Brattinn er hæfileg- ur fyrir þá, sem ekki eru vanir fjallagarpar, ef farið er upp þá Það er sérstök tilfinning, sem grípur mann, þegar staðið er á fjallstindi og horft út f víð- áttuna. Það er stórfenglegra, en orð fá lýst, hinn stóri sjón- deildarhringur og hin mikla kyrrð. ★ VÍSITKORT FERÐALANGA Móbergshellurnar í kringum vörðuna bera þess merki, að á undanförnum árum hafa ýms- ir lagt leið sína hingað, því að þétt er af mannanöfnum, sem auðvelt er að grópa í meyrt mó- bergið. Meira að segja hefir einn f jallgöngumaðurinn Gunnar Hjaltalín borið I stafina með hvítri málningu, svo að það fari ekki á milli mála, að hann hafi verið hér staddur 1961. Við fylgjum venjunni og gróp um nöfn okkar, þar sem við finnum „óskrifaðan" blett stutt frá vörðunni. Loks er tindinum náð. fyrír sunnan HafnarfjörB eins og hann vildi segja: „Hvað eruð þið að flækjast hingað?" hlið, sem að austri snýr. Gangan frá Kaldárseli og upp að vörðu tók okkur aðeins einn og hálf- an tíma, en mundi vafalaust ekki vera nema klukkutíma gang ur fyrir þá hraðgengari, en' við vorum aðeins í matarlystaraukn- ingargöngu, svo að ekkert lá á. tV dásamlegt Utsýni Af tindi Helgafells er dásam legt útsýni, og maður furðar sig á, að það skuli ekki vera meira áberandi frá Reykjavík séð, þeg- ar litið er til Reykjavíkur, sem manni virðist svo óhemjustór. Gamli reiðvegurinn til Selvogs liggur eins og svört hlykkjótt rák I gegnum hraunið, þar sem mosinn hefir spænst undan hóf- um hestanna. Glæsilegur fjalla- hringur blasir við og maður furð ar sig á, að manni skildi ekki detta I hug að labba þennan spotta fyrir löngu síðan. Til austurs gnæfir Vífilsfell, og mað ur fer strax að bollaleggja, að bregða sér þangað um næstu helgi. Nær sést hið útbrunna eldfjall Sveifluháls. Trölladyngja og Keilir. Þess höfðum við heyrt getið, að I sunnanverðu Helgafelli væri stór gatklettur, svo að við héldum I þá áttina niður af fell- inu..Gatið fundum við ekki fyrr en eftir nokkra leit, þó að hér reyndist ekki vera um neina smá smíði að ræða, og urðum við ferðalangamir ekki fyrir von- brigðum með þessa haganlegu náttúrusmíð. Við vorum sam- mála um að gatklettur þessi myndi vera vinsæll áningarstað- ur, ef hann væri nær þjóðbraut. ★ GÓÐ TJALDSTÆÐI Það þarf ekki að taka það fram, að úr slíkri ferð kemur maður heim endurnærður og matlystugur, enda ferðin hæfi- lega löng til þess að óvönum of- bjóði ekki, en samt nægil. löng til þess, að maður nýtur þeirrar fróunar og hvíldar, sem kyrrð Is lenzkrar náttúm hefir upp á að bjóða. Þú ættir annars að reyna um helgina. Ef þú vilt vera lengur I ferðinni en einn dag, þá eru góð tjaldstæði I Helga- dal, friðsælum stað, rétt fyrir ofan Kaldársel. Hann var staddur hér 1961. Helgafell er móbergsfjall 340 m yfir sjávarmál í sunnanverðu Helgafelli ér stór gatklettur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.