Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 10
10 ------------------------------ Frú Guölaug Eiríksdóttir y Minning Fædd 19. ágúst 1873. Dáin 3. ágúst 1962. ★ í dag er til grafar borin ein af mætustu konum þessa lands. Hún lézt í hárri elli, nærri 89 ára. Foreldrar Guðlaugar voru hjón- in Eiríkur Guðmundsson í Hof- felii og Halldóra Jónsdóttir, bónda á Heinabergi á Mýrum austur Jónssonar. Eiginmaður Guðlaugar var Elís Jónsson, fæddur 20. okt. 1879, í Firði á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson bóndi þar, Jónssonar, Ögmundssonar og kona hans Guðný Bjarnadóttir bónda á Ásgeirsstöðum í Eiðaþinghá, Ein- arssonar. Þau Guðlaug og Elís eignuðust tvær yndislegar dætur. Þær eru Guðný, gift Finpí Jónssyni list- málara Rvík, og Halldóra Jóhanna, gift Páli Skúlasyni ritstjóra, Rvik. Ég get nú ekki komizt hjá því, að minnast í íþessu greinarkorni á ýmsa ættingja Guðlaugar. Afi henn ar, faðir Eiríks, var Guðmundur Eiriksson I Hoffelli, bóndi þar og hreppstj., Benediktssonar í Arna- nesi og kona hans Sigríður Jóns- dóttir frá Hlíð í Skaftártungu. Eirikur faðir Guðlaugar, þjóðhaga- smiður og gáfumaður, var fæddur 13. 1. 1844, d. í Rvík 31. 1. 1931, rúml. 87 ára. Um Guðmund föður Eiríks má geta þess, að hann mátti teljast til sjálfmenntaðra fræði- manna. Hann samdi t. d. Almanök um langt skeið, afskrifaði þau með fagurri rithönd, handa þeim er óskuðu. Dáinn 1897. Hann og Kristín amma mín voru systkin. Hún yngst af miklum systkina- hópi. Dáin 1904. Bræður Eiríks voru Jónar tveir, kunnir merkismenn. Jón yngri var búhöldur mikill og söðlasmiður í Hoffelli, kvæptur Halldóru Björns- dóttur, bónda á Flugustöðum í Álftafirði, Antoníussonar. Synir þeirra voru Guðmundur, kunnur málmleitarmaður, fann silfurberg í Hoffellslandi og mislita ópala, og aflaði illeriskra bergtegunda til Háskólabyggingarinnar. Tók sér ættarnafn Hoffell. Síðast kaupm. í Ilöfn í Hornafirði. K. Valgerður Sigurðardóttir oddvita á Kálfafelli í Suðursveit. Annar bróðir þeirra var Bjöm oddviti í Dilksnesi. K. Lovísa Eymundsdóttir. Þá var Hjalti hreppstjóri I Hólum. K. Anna Þorleifsdóttir fv. alþingis- manns Jónssonar. Sigurbjörg syst- ir þeirra vinnur við verzlun Elísar. Jón eldri Guðmundsson var bóndi og mikill smiður I Þinganesi, kvæntur Katrínu Jónsdóttur bónda Bjarnasonar á Lambleiksstöðum á Mýrum austur. Synir þeirra voru merkismenn: Guðmundur, hafn- sögum. í Hornafirði. Drukknaði í Hornafjarðarfljótum 21. 8. 1909. K. Guðbjörg Sigurðardóttir b. á Seyðará í Lóni Sigurðssonar, þá Jón, sem enn er á lífi. Þá Guðnar bóksali í Höfn, tvívæntur. K. 1: Ástríður, systir Guðbjargar. K. 2: Björg Jónsdóttir, b. I Múla í Álftafirði Árnasonar. EIís Jónsson, maður Guðlaugar, var mörg ár verzlunarstjóri útbúa verzlunarfyrirtækisins „Framtíðin" á Seyðisfirði, fyrst á Vopnafirði og slðar á Djúpavogi, unz það lagðist niður 1922. Stofnaði hann þá eigin verzlun og flutti með hana til Reykjavíkur, og hefir rekið hana hér síðan. Eiríkur, faðir Guðlaug- ar, var um skeið bóndi á Brú á Jökuldal. Varð hann þar sem ann- arsstaðar brátt víðkunnur sakir mannkosta sinna. Og gekk hann þar undir hinum konunglega titli Eiríkur á Brú, enda mátti það til sanns vegar færa, því hann var þar konungur fjallanna. Þaðan fluttizt hann sv oað Syðra-Firði í Lóni og bjó þar síðast. — Ég átti því láni að fagna, að vinna þar hjá Eiríki tvö sumur um túnasláttinn. Bar þá margt á góma á síðkvöld- um, einkum ef óþurrkadagar voru. Komst ég þá að því að Eiríkur átti auðvelt með að bregða sér á bak stuðlafáknum. Lét hann mig t. d. heyra þessar tvær stökur: Frá Mikaelis messudegi miðrar Góu til, í Syðra-Firði sólin eigi sézt, það tímabil. Lengi’ að þreyja þeim í skugga þykir ýmsum hart. e§Sni§.iei8s uinujm e juies ug er sæmilega bjart. Þetta eru orð að sönnu, því að samfleytt frá septemberlokum til febrúarloka sér ekki til sólar í Syðra-Firði. Það má þv£ geta nærri, að sólin er þar kærkominn gestur, þegar hún loksins guðar á skjáinn. Frá Syðra-Firði fluttist Eiríkur til Djúpavogs til dóttur sinnar og síns ágæta tengdasonar. Og svo með þeim hingað til Reykjavíkur. Frú Guðlaug var mjög höfðings- leg I fasi, sópaði af henni meðan hún var í fullu fjöri, mesta tryggða tröll, vinur vina sinna, í orðanna beztu merkingu. Og ástvinir henn- ar vissu, að þeir áttu hauk í horni þar sem hún var. Hún var fáskiftin um annarra hagi, en góðviljuð og hjálpsöm ef á reyndi. Glöð á góðri stund í vinahópi og hélt vel á skap- kostum sínum. Ég átti marga ó- gleymanlega ánægjustund á heim- ili þeirra hjóna. Nú er hún kvödd af öllum vinum og vandamönnum með kæruni þökkum, og einlægum óskum guðs friðar og blessunar á landi lifenda. Sigurður Arngrímssan. 150 íslenzkir námsmenn í Englandi Eftirspurn eftir skólanámi í Bret- Iandi fer sífellt fjölgandi, samkv. upplýsingum er Vísir fékk hjá brezka sendiráðinu hér. Gjaldeyrisdeild bankans skýrir svo frá að í janúarmánuði sl. hafj um 150 Islendingar stundað nám í Bretlandi og síðan hefur þeim fjölgað eitthvað. Lang stærsta hópinn skipar það fólk sem fer út ti! þess að leggja stund á ensku, því næst ýmiss konar tækni-nám, /en þeim sern stunda háskóianám fækkar lítið/ eitt og eru þeir í ár um tuttugu. Flest mún fólk vera á aldrinuin 18-21 árs sem fer út til þess að læra ensku, en það er ekki ein göngu ungt fólk sem fer út, þer.s eru dæmi að roskið fólk haldi t>! Bretlands t.d. fóru fyrir nokkrurr vikum síðan hjón um sextugt. Dvalartími þeirra er enskúnám stunda er mmnst tveir múnuðir en mest 12 mánuðir. VÍSIR Laugardagur 11. ágúst 1962. Það er ekki mikið um mynd- listarsýningar 1 bænum upp á síðkastið fremur en venja er um þetta leyti árs, þegar raunar flestir eru úti um hvippinn og hvappinn í sumarleyfi. Þó hefir verið efnt til einnar sýningar, sem vert er að veita athygli, einkum af þvi að ekki býðst upp á margar slíkar hér ___ sem sé gesta-sýning frá útlöndum. Það er sýning 5 sænskra myndlist- armanna, sem opnuð var í Ás- mundarsal við Freyjugötu fyrir viku og stendur til sunnudags- kvölds. Þetta hlýtur einkum að vekja athygli flestra ungra málara, einkum þeirra, er ekki hefir gef- izt kostur að fara utan til að skoðast um á sýningum þar og í söfnum. Þarna gefst þó alténd tækifæri að sjá verk nokkurra myndlistarmanna erlendra, sem leggja sig fram um að þræða ekki farið hinnar eldri hefðar, heldur reyna hver á sinn hátt að vera nútímans menn. Og þeim, sem halda því fram, að íslenzkir abstrakt-málarar máli allir eins, og það sé aðeins eftir- öpun á einhverju tilteknu út- lendu, gefst hér líka kostur á að sjá, hvernig nokkrir útlending ar vinna sitt verk. Það væri æski legt, að meira væri aðiþví gert að efna til slíkra erleftdra, gesta- sýninga hér í bæ en verið hefir. Hér gefst kostur að sjá allfyr- irferðarmikla sýningu fimm Svía, sem allir hafa numið í hin- um kunna Valands-myndlistar- skóla í Gautaborg. Þeir eru hluti af listamannahópi, sem myndað- Sólarmusteri (Málmmynd eftir Lennart Ason) ist þar í borg árið 1954 og geng- ur undir heitinu Grupp 54, og víst er um það, að þessir ungu menn ollu miklum styr í þessari annarri mestu listaborg Svíþjóð- ar, og það er enginn vafi á því, að þeir sjálfir eru á þeirri skoð- un, að hún sé sjálfri höfuðborg- inni meiri. En tíminn flýgur hratt á okkar öld. Það sem fyr- ir nokkrum árum var talið fá- sinna og hneykslaði margan fróman manninn, hróflar pú ekki lengur svo óskaplega við góðum Dagurinn H (málverk eftir Wilgot Lindj borgurum sem var fyrir nokkr- um árum. Margir þessara manna hafa nú náð viðurkenn- ingu sem góðir og gegnir borg- arar í myndlistarheiminum. Þetta er farandsýning. Áður en hún kom hingað, hafði hún verið í tveim borgum Danmerk- ur, Odense og Silkeborg, síðan í Ósló 1 Noregi, og þegar henni lýkur hér verður hún send til Finnlands og haldin þar næsL Hún hefir hvarvetna vakið at- hygli, ekki að þvf leyti, að hér séu stórmerkileg verk á ferð á heimsmælikvarða myndlistar, heldur fyrst og fremst végna þess, að þar kenni vilja, dugn- aðar og dirfsku til að gera nýjar tilraunir. Þó svipar þessum lista- mönnum ekki mikið saman. En það er ekki úr vegi að tilgreina nokkur útlend ummæli um þessa listamenn og sýningu þeirra. Landi þeirra, listfræðingurinn Gösta Andrén, kemst svo að orði: Lars Drougge er maður mynst ursins, form hans hringast og vefjast hvert inn I annað og hann notar bjarta liti af barns- legri einlægni. Valter Gibson hrífst helzt af þéttleika hlut- anna. Vilgot Lind er allur í feg- urðarríki draumanna. Jens Matt- iasson er stemninga maður, not ar blátt og grænt í minningu um landslag sumarsins. Lennart Ason er tortrygginn bæði á möguleika málverksins og alls hefðbundins efnis. Hann tekur annað efni í sína þjónustu, málm og tré á nýjan hátt. Frá lág- myndinni gengur hann yfir til frjálsstandandi skúlptúrs, og það er friðarhugsjón, sem ríkir í myndum hans. Þess má að lokum geta, að einn þessara ungu sænsku lista- manna bað Halldór Kiljan Lax- ness að velja sér mynd á sýn- ingunni, hann heitir Vilgot Lind, og á sýningunni geta allir séð, hvaða mynd Nóbelsskáldið í Gljúf'-asteini valdi sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.