Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. ágúst 1962. V'lSIR 5 Blómadrottning Hveragerði -“l*1 1 sd •unóv znvií ?.: Þær kepptu um tilllinn blóma drottning. Talið frá vinstri: Ás- laug Gísladóttir frá Reykjavík, Sigurbjörg Steindórsdóttir frá Hveragerði, Ásdís Benedikts- dóttir og Rósa Guðbjartsdóttir báðar starfsstúlkur í Skíðaskál- anum, Jóhanna Engilbertsdóttir frá Bakka í Ölfusi, sem sigraði, Ásdís Hoffritz frá Selfossi og Sigrún Magnúsdóttir frá Hvera- gerði. Um síðustu helgi var haldin hin árlega blómahátið í Hvera- gerði. Þar hefur sá siður haldizt að þessi bær blóma og gróður- húsa kýs sér blómadrottningu. Koma þar fram margar ungar og fallegar stúlkur, flestar þeirra úr Hveragerði og ná- grannasveitum. Það er kvenfélagið í Hvera- gerði sem efnir til þessara skemmtana, en garðyrkjubænd- ur gefa jafnan mikið af blóm- um til skreytinga, svo að þetta verður sannkölluð blóma- hátíð. Myndsjáin birtir í dag myndir frá Blómahátíðinni. Þátttakend- ur í fegurðarkeppninni voru sjö, bæði frá Ölfusi, starfsstúlkur úr Skíðaskálanum og frá Reykja- vík. 4 ' w Paul Michelsen formaður dóm nefndar krýndi blómadrottning- una. Blómadrottning Hveragerðis Jóhanna Engilbertsdóttir er 16 ára dóttir hjónanna Ragnheiðar Jónsdóttur og Engilberts Hann essonar á Bakka i Ölfusi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.