Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. ágúst 1962. VISIR Gerir hann reyk- ingar hættulausar? Þýzkur læknir finnur upp ráð til að breyta benz- Tjýzkur læknir hefur gert ” tóbakið hættulaust". „Fá- einir dropar af B.Y.36 hafa sigrað krabbamein reykinga- manna.“ „Reykið eins og yður sýnist, það er hættulaust." Þannig hafa hljóðað nokkrar fyrirsagnir heimspressunnar síð ustu dagana, þegar sagt hefur verið frá uppfinningu þýzka læknisins prófessor Max Bind- ig, sem hefur fundið upp aðferð til að eyða áhrifum benzpyrens í tóbakstjörunni. Það er sannað með rannsókn- um f mörgum löndum, segir prófessor Bindig, að þetta efni í tóbakstjörunni, benzpyren getur valdið krabbameini í líkamsvefjum. Og ég er ekki, frekar en margir aðrir læknar, í vafa um skaðvænleg áhrif þess á lungu reykingamanna, þó það atriði sé ekki sannað. Camdægurs og prófessor ^ Bindig gaf út tilkynninguna um uppgötvun sína á efninu B.Y.36 barst honum boðsbréf um að sitja þá miklu alþjóðlegu ráðstefnu krabbameinssérfræð- inga, sem haldin hefur verið í Moskvu. Fór hann til ráðstefn- unnar og lagði þar fram mikla skýrslu um rannsóknir sínar. Fram til þessa hefur hann ver- ið lítt kunnur maður, en það er óhætt að segja, að frægð hans hafi við skýrslu þessa flogið um allan heim. Þar með er ekki sagt, .að kenningar hans séu ekki um- deildar. Prófessor Bindig á enn vafalaust eftir að heyja mikla baráttu áður en meðal hans verður viðurkennt alls staðar. TTppgötvun hans byggist á því, að efnið benzpyren er til í tvenns konar formi og er það kallað eftir efnisuppbygg- 'ingunni annað hvort reglulegt (symmetrisk) eða óreglulegt (asymmetriskt). Það er nú vitað með vissu, að hið „reglulega" benzpyren er hættulaust. Benzpyrenið í sígarettureyknum er „óreglu legt“. Það er sannað með rann- sóknum, að það getur valdið krabbameinsæxlum á tilrauna- dýrum. Þannig er staðfest að efnið er krabbameinsvaldur Hitt er enn ekki fyllilega ljóst. hvort eða hvernig það veldui krabbameini í lungum reykinga manna. En svo mikið er víst, að það er mjög tortryggilegt efni og margir vísindamenn eru sannfærðir um að það er sjúkdómsvaldurinn, þó að rann sóknasönnun sé erfið m. a. að krabbamein í lungum myndast ekki fyrr en eftir áratuga reyk- ingar, ‘C’fnið sem prófessor Bendig hefur fundið upp kallast B.Y.36. Það hefur þá eiginleika, að það breytir benzpyren síga- rettunnar úr hættulegu „ó- reglulegu" efni í hættulaust „reglulegt" efni. Það er mjög auðvelt a? blanda B.Y.36 í sígarettur Prófessor Bendig gerir það mef venjulegri sprautu. Tóbaksverk smiðjur gætu auðveldlega feng ið sér úðara er kostaði ekki meira en 1500 krónur til að úða því í allt sígarettutóbak sitt. pyren i sígarettutjöru Það breytir í engu bragði eða lykt sígarettunnar og hefur það verið sannprófað með því að bjóða reykingamönnum síga- rettu með efninu í og geta þeir ekki ekki, greint á milli þeirra og venjulegra sígarettna. : A/'ísindamenn um allan heim halda áfram að leita að or- sakasambandi milli tóbaks- reyksins og krabbameins í lungum. Hagskýrslur sýna að greinilegt samband er þarna á milli, en engin fullnaðarskýring hefur fundizt á því. I rannsóknum á dýrum hefur það sannazt að ef talsvert magn af óreglulegu benzpyren er látið liggja við húð á rottum myndast krabbameinsæxli við það. En ekki hefur tekizt að framkvæma sömu tilraun á mönnum. Erfiðleikar eru á að gera tilraunir á dýrum með innöndun á tóbaksreyk og hef- ur ekki tekizt að fá þannig fram krabbameinsmyndun í lungum tilraunadýra. Grunur leikur á að önnur efni í tóbaksreyknum geti vald- ið sjúkdómnum, sérstaklega ýmis efni, sem myndast í reykn- um eitt augnablik við brunann, en eyðast svo skjótlega af sjálfu sér. En alit um það hafa flest rök hneigzt að því að það sé benzpyren sem er hinn m-'kh skaðvaldur. En það er svo margt sem get- ur gripið inn, að það er enn langt því frá að menn hafi er.r fengið nokkurn botn í þetta. HJ1 d. er nú orðið allfrægt * dæmið um þríburana á Ítalíu, sem létust allir úr lungnakrabba. Tveir þeirra voru reykingamenn og dóu 40 og 45 ára. Sá þriðji sem ekki reykti dá einnig úr lungna- krabba en ekki fyrr en hann var 65 ára. Þetta dæmi gæti bent til þess, að allir bræðurn- ir hafi haft meðfæddan mót- tækileika, en að reykingarnar hafi flýtt fyrir sjúkdómnum. Þegar það varð fyrst ljóst, að slík hætta stafaði af síga- rettureykingunum fóru sígarertu verksmiðjurnar að framleiða í stórum stíl slgarettur með bréf- síum eða filterum eins og þær eru kallaðar. Það er nú almennt vitað, að þessar síur hafa enga þýðingu til að verjast sjúk- dómnum. Þvert á móti eru þær hættulegri, þar sem flestir reykingamenn reykja þá tóbak- ið alveg upp að síunni og hafa þá safnazt saman í síðasta tó- bakinu þau efni sem e. t. v. eru hættulegust. Hins vegar er nú verið að 'era tilraunir með aðrar síur, rem hafa inni að halda efna- blöndur er blandast reyknum og eiga að eyða og breyta þeim efnum reyksins sem hætta'eg- st ru talin. J7nn sem fyrr er þó bezta ráðið gegn lungnakrabba, að draga úr sígarettureykingum, helzt að hætta alveg. En það er erfitt fyrir gamla reykinga- menn að venja sig algerlega af sígarettunum. Þeir eru orðnir háðir eitrinu, nikotininu og oft fer það svo, þegar þeir hafa verið án tóbaks í eina viku, að þeir verða ómögulegir á taug- um og allur líkami þeirra hróp- ar á eitrið. Til hjálpar þessum mönnum hafa bandarískir vísindamenn nýlega fundið upp nýtt efni, sem kallast lobeline. Það hefur mjög líkar verkanir og nikotinið, þó að því breyttu, að það hefur ekki sömu eiturlyfjaverkanirnar. Þess vegna er það sérstaklega heppilegt fyrir reykingamenn tií að venja sig af tóbaki. Það dreg- ur úr lönguninni í tóbak og þeg- ar hið versta er afstaðið þá situr ekki eftir í sjúklingnum nein sérstök löngun til að halda á- fram neyzlu lobelins. Nýlega gerðu bandarískir vísindamenn tilraunir með þetta nýja efni á 200 reykingamönnum, sem vildu hætta að reykja. Árangurinn varð sá, að 160 þeirra eða um 80% tókst með hjálp lobelin að venja sig af reykingum. V I Prófessor Bindig þar sem hann sprautar B.Y. sígarettu. íslenzk kennarastaða stofnuð í V-Berlin Frjálsi háskólinn (Freie Univers- itát) í Vestur-Berlín hefur ákveð- ið að stofna Iektorsstöðu í nútíma íslenzku. Er ætlunin, að hann taki til starfa 1. janúar n.k. og í síðasta lagi 1. apríl. Er það hrein óska- staða og vænlegt fyrir íslendinga að sækja um þetta, því að fáir kunna „nútíma íslenzku“ eins vel og þeir. í frétt sem Háskóii íslands hef- ur sent út um þetta er skýrt frá því, að launin séu 1020 mörk á mánuði eða um ellefu þúsund krón ur og að auki ýmsar uppþætur fyrir fjölskyldumenn. Geta Islendingar sótt um starfið, skal umsóknin rituð á þýzku og stíluð til rektors Freie Universitat en sendast skyldi hún til Háskóla íslands fyrir 10. sept. Það er rnjög skemmtilegt og at- ■ hyglisvert að Frjálsi háskólinn ‘ skuli nú ætla að stofna lektors- stöðu í íslenzku. Þessi Háskóli var ekki til fyrir rúmum áratug. Aðal- háskóli Berlínar frá fornu fari var Humboldt háskólinn við Unter den Linden í Austur-Berlín. En þegar kommúnistar komust til valda og fóru að herða tökin f austurhluta borgarinnar, flýðu allir færustu og beztu prófessorar hans vestur um Brandenborgarhlið til Vestur-Ber- línar og sama var að segja um meginhiuta stúdentanna. Þá ákvað borgarstjórn vesturhlutans' að stofnsetja háskólann, sem síðan , hefur vaxið og þróazt og er nú , ein stærsta menningarmiðstöð ' Þýzkalands. Hefur borgarstjórn og sambandsstjórn í Bonn ekkert til sparað til að búa sem bezt að þessu óskabarni sínu. Er háskól- inn til húsa í mörgum og glæsi- legum nýbyggingum skammt frá hjarta borgarinnar. " Hiaut höfuðkúpubrot Á laugardaginn höfuðkúpubrotn- aði maður við það að detta ofan af vinnupalli og niður á stein- tröppur. Atburður þessi skeði um kl. 3.30 e. h. á Iaugardaginn, að Auðbrekku 23 í Kópavogi. Maður að nafni Þór- arinn Gunnarsson var að vinna við húsið og var á palli, sem reist var við það. Þórarni varð fótaskortur á pallinum og hrapaði niður á stein steyptar tröppur og meiddist mik- ið, m.a. á höfði, herðum og víðar. Við athuguii á slysavarðstofunni kom í ljós að Þórarinn var höfuð- kápubrotinn og var þá fluttur í Landakotssp,tala. Fleiri meiðsli á fólki urðu um j helgina. Eftir hádegið á laugardag- I inn datt drengur, Grétar Aðalsteins j son, Bogahlíð 17 ofan af bílskúr I og skarst á fæti. í í gærmorgun datt kona aftur- fyrir sig í strætisvagni á mótum Bræðraborgarstígs og Öldugötu, er vagnstjórinn þurfti að hemla skyndilega til að forða árekstri. Konan, María Guðmundsdóttir að nafni, slasaðist eitthvað, en blað- inu er ekki kunnugt um hve mikið. Á laugardaginn voru sjúkrabif- reiðir slökkviliðsins tvívegis kvaddar á vettvang vegna drukk- inna vegfarenda, sem dottið höfðu á götum úti og meiðzt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.