Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar. Hersteinn Pálcson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. \________________________________________________________________________,/ Skortur á bjóðfélagsþroska Undanfarið hefir Vísir og fleiri blöð birt mótmæli allmargra skipshafna á síldveiðum gegn gerðardómn- um í kjaradeilu sjómanna. Er þar gerðardómurinn fordæmdur sem árás á iífskjör sjómanna. Á það hefir verið bent að meðalaflahlutur á mót- mælendaskipunum var rúmlega 48 þúsund krónur þá 33 daga, sem liðnir voru er mótmælin komu fram. Skipstjórahlutur var að meðaltali 126 þúsund krónur. Það er enginn sem amast við því að sjómenn hafi góð kjör, á síldveiðum sem á öðrum veiðum. Þeir vinna erfitt starf og hættulegt og það er sanngjarnt að þeir beri vel úr býtum, jafnvel betur en margar aðrar stéttir. Hins vegar sýna mótmælin hve menn geta oft orðið blindir í eigin sök. Skilning á þeirri grundvallarstaðreynd að sam- ræmi verður og hlýtur að vera í þjóðfélaginu milli launa stéttanna skortir hér átakanlega. Á það eitt er horft að gullið er gott og sjálfsagt er að sem mest af því komi í eigin hlut, en minna í hlut annarra. Þessi hugsunarháttur, sem hér kemur fram hjá allmörgum skipshöfnum, er alltíður í íslenzku þjóð- félagi og er alls ekki bundinn við sjómenn. Engu að síður lýsir hann þroskaleysi og skort á þeirri þjóðfé- lagsvitund sem er aðalsmerki lýðræðisþjóðfélags. Hlut verk ríkisins í lýðræðisþjóðfélögum er ekki einungis að sjá svo um að enginn líði skort, sökum veikinda eða annarra áfalla, heldur og að koma í veg fyrir að um ofsagróða einstakra stétta sé að ræða á kostn- að almennings. Farsælt þjóðfélag býr svo um hnút- ana að allir hafi tækifæri til þess að auðgast af eigin rammleik og dugnaði, og tekjunum sé skipt réttilega milli þegnanna. Hugarfar sérhagsmunamannsins, mannsins sem lítur aðeins á eigin pyngju, í blóra við hagsmuni þjóð- arinnar, er orðið úrelt og á sér vonandi aldrei aftur- kvæmt. Nýjungar / byggingartækni Vísir skýrði frá því í síðustu viku að byggingar- félag eitt hér í bænum hefði byrjað tilraunir með nýja byggingartækni. Slíkt framtak er lofsvert. Allt of lengi höfum við unað gömlum aðferðum í byggingariðnaðinum. Afleið- ingin er sú að byggingar eru hér miklu dýrari en í öðrum nálægum löndum. Það eru einna raunhæfustu kjarabæturnar sem almenningi verða veittar, að lækka hinn óeðlilega háa byggingarkostnað. í þeim efnum barf stórt átak, sem ekki má öllu lengur dragast. VlSIR Þriðjudagur 14. ágúst 1962. ■ mm ... "»an» ^ »iul|g|l«UiL,^i^,i ni'" ♦ Austur-þýzkaland komið í stað Kína sem bezta viðskiptaland Sovétríkjanna ’ Nýbirtar skýrslur um viðskipti * Sovétríkjar.na við önnur komm- 1 únistalönd vekja mikla athygli, því að þau leiða í ljós, að þau eru miklum mun minni en und- angengin ár eða síðan 1958. Höfuðástæðan er sú, að við- skipti Sovétríkjanna við Kína hafa minnkað um 50%, en sú viðskiptahnignun ætti að færa mönnum heim samiinn um hversu komið er í rauninni sam- búð þessara tveggja höfuðríkja kommúnismans. Samkvæmt opinberum sovézk \ um skýrslum fyrir árið sem leið I* voru sovézk-kínversk viðskipti árið sem leið minni en á nokkru ári örðu eða frá 1951 eða næst- um því frá þeim tíma, er komm únistar náðu völdunum í sínar hendur í Kína. Hinar nýbirtu skýrslur sýna einnig, að Austur-Þýzkaland er langbezta viðskiptaland Sovét- ríkjanna, og það hversu Austur- Þýzkaland er Sovétrikjunum mikilvægt efnahagslega, mun hafa mikil áhrif á afstöðu Krús Sévs til Berlínarvandamálsins, að því er Harry Schwatz heldur fram í New York Times. Að sovézk-austurþýzk viðskipti svo minnsta kosti, segir hann eru \ mikil, að Sovétríkin hafa þar mikilvæga ástæðu til þess að sjá um, að áfram verði kommún istastjórn í A.Þ. Þann 1. ágúst s.l. var fundur haldinn í Sjálfstæðisfélagi Súg- andafjarðar. Fundurinn var á Suð- ureyri. Formaður félagsins, Óskar Kristjánsson, framkvæmdastjóri, setti fundinn oe stiórnaði honum. hafa hrapað niður í 1/3 þess sem þau voru 1960. Miðað við opinbera gengis- skráningu námu heildarviðskipti Fundarritari var Jón Kristinsson. skólastjóri. Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, flutti erindi um skipulag og ’tarfsemi {lokksins og ræddi eink- land. Viðskiptin inilli þessara tveggja landa nam hvorki meira né minna en 2 milljörðum og 100 milljónum dollara 1961 og er það 10% aukning miðað við 1960. Nokkur aukning varð einnig á viðskiptum Sovétríkjanna við Tékkóslóvakíu, en viðskiptin við hana námu 1,3 milljörðum dollara, og viðskiptin við Rúm- eníu, Búlgaríu og Ungverjaland um 6 — 7 hundruð milljónum dollara við hvert þeirra um sig. Við athugun á nýbirtum skýrslum frá Moskvu vaknar efi um að við rök hafi að styðj- ast fullyrðingar kommúnista- landanna, að þau séu að vinna á í framleiðslukeppni við iðn- aðarlönd hins frjálsa heims. í greininni í New York Times er vitnað í yfirgripsmeiri skýrsl ur um framleiðslu og viðskipti en áður voru fyrir hendi, en þær voru birtar i kommúnist- iska flokksblaðinu Ekonomiches kaya Gazera, og þær svo ítar- legar, að nákvæmari samanburð ur er nú gerlegri en áður var. — Af skýrslunum má og sjá, að í hinum kommúnistisku löndum Asíu (aðallega Kína) stóð iðnað arframleiðsla í stað eða var minnkandi. um flokksstarfið í Vestfjarðakjör- dæmi. Á fundinum voru kjörnir full- trúar í fulltrúaráð Sjálfstæðisfé- laganna í Vestur-ísafjarðarsýslu og i Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Stjórn Sjálfstæðisfélags Súg- andafjarðar skipa: Óskar Krist- jánsson, formaður, Páll Þórðarson, Olga Ásbergsdóttir, Lovísa Ibsen og Jón Kristinsson. Kína var bezta viðskiptalandið. Þar til 1959 var Kína mesta viðskiptaland Sovétríkjanna, — Kínverjar keyptu meira af Rúss- um en Austur-Þjóðverjar og líka meira en Tékkar, og ef til vill einnig meira en Pólverjar. Hinar nýju skýrslur sýna, að f stað þess að hjálpa Kín- verjum í efnahagslegum erf- iðleikum þeirra, hafa Sovét- ríkin gætt þess stranglega, að gæta sinna eigin hagsmuna. Útflutningurinn til Kína hef- ur verið minnkaður svo mikið, að hann fer aldrei fram úr þvf, sem innflutningur frá Kína nemur. Kínverjar fá þannig ekki efna- hagsaðstoð frá Rússum, þeir fá ekki viðskiptalán til kaupa á vélum, sem þeir þarfnast. Og skýrslur frá Prag sýna, að Tékkoslóvakía hefur dregið jafn vel enn meira úr viðskiptunum við Kína en Sovétríkin. Þau Mao tse Tung fær enga hjálp frá Sovétríkjunum í efnahags- erfiðleikum Iands síns. Sovétríkjanna við önnur komm- únistalönd sl. ár 7 milljarða og 800 milljónir dollara og var þetta minna en 1959 og 1960. Útflutningurinn nam 4 milljörð- um dollara og innflutningurinn 3 milljörðum og 800 milljónum. Viðskiptin við Kína námu sl. ár aðeins 900 milljónum dollara, en 1959 fóru þau fram úr 2 milljörðum dollara og 1960 námu þau einum milljarði og 650 milljónum. Yfir fjórðungur viðskipta Sovétríkjanna við önnur komm- únistaríki var við Austur-Þýzka- Fundur Sjálfstæðis- manna á Suoureyri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.