Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Þriðjudagur 14. ágúst 1962. 50 manns y sandsferð Á laugardaginn voru 15 bílar ferjaðir yfir Tungná og Blautukvísl, og þrettán þeirra óku svo yfir Sprengi sand og um kl. 10 í gær- kvöldi voru tólf þeirra komnir að Mýri í Bárðar- dal. Það var Halldór Eyjólfsson frá Rauðalæk, sem stóð fyrir ferð þessari, ásamt Steingrími Pálssyni, verkfræðingi hjá Raforkumála- stjóra. Alls munu hafa verið um 50 manns í bílum þessum og þáðu allir kaffi og góðgerðir hjá Hall- dóri áður en lagt var upp. Fyrstu bílarnir komu að Tungná kl. 10 á laugardagsmorguninn og var þá þar fyrir bíll frá Halldóri í Sprengi- af Stude-Bakergerð, er Sigurður Jónsson ók. Tók hann bílana á pallinn, einn i einu og ferjaði þá yfir Tungná og Blautukvísl og mun hver ferð hafa tekið um eina klukkustund. Við Tungná var einnig staddur olíubíll frá Essó, er lét þá hafa benzín, er þess óskuðu. Eins og fyrr segir voru það 15 bílar sem ferjaðir voru yfir, flestir þeirra voru jeppar, en ein var Volkswagen, sem Bogi Eyjólfsson, bróðir Halldórs ók. Tveir þessara bíla óku aðeins lítið eitt inn eftir og snéru þeir svo við og voru ferj- aðir yfir aftur. Af hinum bílunum er það að segja, að fyrstu þeirra komu um miðjan dag í gær að Mýri í Bárð- ardal, en það er um 280 km. löng leið. Voru flestir bílanna um tíu tíma að aka frá Tungná og að Mýri. Ferðafólkið, sem var eitthvað um fimmtíu manns, fékk mjög gott veður alla leið og var ánægt með ferð þessa. Veitingastofa Góð veitingastofa í miðbænum til sölu. Uppl. (ekki í síma). Fasteignasalan Höfðatúni 2 TILBOÐ óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar í Rauðarárporti fimmtudaginn 16. ágúst kl. 1 til 3 Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Monta Ratsuðutækin 200 amp fvrirliggjandi Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar Þessi tæk) hafa verið t notkun hér á iandi • 20 ár og reynzt afbragðs vel Raftækjaverzlun Islands hf Skólavörðustig 3 Simi 179.V7F Veggfesting e mm LINDARGÖTU 25 SÍMI 13743 upp - Setjum upp Nýjar mannaveiðar í myrkvið Malakkaskaga Þar sem Iandamæri Malaja- ríkisins og Síams liggja saman nyrzt á Malakkaskaga, hafa her- sveitir beggja rikja hafið sameig inlega leit að „herra myrkvið- arins“, Kínverjanum Chin Peng, sem stjómar leifunum af skæru- her kommúnista á skaganum. Chin Peng gerðist á sínum tíma foringi skæruflokka, sem börðust gegn Japönum á Mal- akkaskaga á striðsárunum. Hann er aðeins 41 árs, en hefir hafzt við í frumskógunum og háð þar skæruhernað í 21 ár, því að nær jafnskjótt og Jap- anir höfðu verið sigraðir og voru á brott úr landinu, hóf hann baráttu gegn Bretum og síðan hefir hann barizt gegn lýðveldi Malaja á skaganum. Barátta hans gegn Bretum stóð árum saman og kostaði um 10,000 mannslif, auk 100 mill- jóna sterlingspunda. Nokkrum sinnum hefir Chin Peng þó komið út úr skógunum, og fyrst 1945, þegar honum var boðið til Lundía, þar sem hann tók þátt i sigurgöngunni miklu að stríðinu loknu, en síðan hef- ir hann skroppið nokkrum sinnum til Peking og Moskvu, til að leita þar ráða og aðstoð- ar í hernaðinum gegn Bretum og Malajalýðveldinu. Þegar Malajalýðveldið lýsti yfir því fyrir nokkru, að hern- aðinum á skaganum væri lokið og kommúnistar sigraðir, vildi Chin Peng ekki viðurkenna, að hann hefði beðið ósigur, og síð- an hefir hann farið huldu höfði nærri landamærum Síams með 250 manns, að því er áætlað er, og gert við og við árásir á þorp og eftirlitssveitir hersins. Stjómir Síams og Malajalýð- veldisins afréðu loks að láta til skarar skríða sameiginlega gegn Chin Peng og ganga nú áreið- anlega á milli bols og höfuðs á honum, af því að máluð höfðu verið ögrandi vígorð á húsveggi í ýmsum þorpum í grennd við landamærin. Þau voru svohljóð- andi: „Við höfum barizt aðeins 17 ár. Kínverskir kommúnistar börðust í 24 ár og sigruðu.“ — Komnir heim- Framhald af bls. 9. t'réttamennirnir báðu Kristján og Þórhall nú um a5 lýsa nokkuð hvernig umhorfs er í Lance aux Meadow, hvort mikil byggð væri þarna og hvernig íbúarnir lifðu. — Þetta er mjög fa'legur staður. í norðri sést Fagurey eða Belle Isle og handan við hana strönd Labrador. Fjörður- inn og víkin eru fögur og frið- sæl, litlir hafísjakar koma inn og lána þar. — Á hverju lifa íbúarnir í þorpinu? — Þetta er aðeins 50 manna þorp og þeir lifa eingöngu á fiskveiðum. Við tveir bjuggum í þorpinu og fóikið var allt sér- lega elskulegt við okkur. En það er mjög fátækt cg er langt á eftir í öliu því sem snertir tækni. Það eru engir vegir þar eða sími. Það er eins og það sé kreppa þar, atvinnuleysi og fátækt. Einn daginn kom þing- maður héraðsins fljúgandi og við sögðum við fólkið, að slik- ur þingmaður fengi engan frið heima á íslandi ef hann væri ekki búinn að gera meira í vega- og símamálum en hefur verið gert þarna. að var veiði í ánum, mikið um silungsbröndur og dálít- ið um lax. Einn daginn veiddi einn strákur úr þorpinu lax með höndunum, en annars veiða beir aðallega í fisklása, þeir girða ferhyrnt svæði og leggja traðir eða gang inn að því. — Er langt til næsta þorps? — Nei, það er vart meira en hálftíma gangur. Annars er sér- staklega ógreiðfært á þessum slóðum, mýrar og fen og krækl- ótt lágvaxið kjarr, sem nær því ómögulegt er að komast um. Maður lokast inni í því. Áskriftarsími Vísis er 1 16 60 Happdrætti sölubarna Vísir hefir efnt til happdrættis meðal sölubarna blaðs- ins. Er vinningurinn í happdrættinu reiðhjól af beztu gerð. Verður dregið úr nöfnum sölubamanna þann 15. september. Nánar verður skýrt frá þessu sölubarna-happdrætti blaðs- ins síðar. Áskrifendahappdrætti Vísis Dregið verður í áskrifendahappdrætti Vísis hinn 20. ágúst. Fer dráttur fram nokkrum dögum síðar í mánuðin- um en vanalégt er, vegna hinna almennu sumarfría í þess- um mánuði. Vjnningurinn í happdrættinu er glæsilegur. Er hann bús- áhöld, kaffistell og matarstell fyrir tólf manns og fleira úr verzluninni Valver, Laugavegi 48. Er verðmæti vinningsins 10 þúsund krónur. JÓNA PÁLMADÓTTIR forstöðukona, andaðist i Landspítalanum 11, þessa mánaðar. Fyrir hönd vandamanna, Unnur Kristjánsdóttir. Útför móður okkar og tengdamóður, ÞÓRUNNAK JENSDÓTTUR, er lézt á Landakotsspítala 9. þ. m. fer fram frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 16. ágúst kl. 3. Blóm vinsam- legast afþökkuð. Anna Sigurjónsdóttir Halldór Sigurðsson Karla Sigurjónsdóttir Þröstur Sveinsson — IJafa þeir einhvern bú- AJ-stofn? — Nei, það getur ekki heitið. Kýr eru þar ekki, en þeir gefa ungbörnum .dósamjólk. Ekkert þýðir að hafa hesta, því að Jand- ið er ófært. En þeir hafa mikið af hundum til sleðaferði með- fram ströndinni á vetrum. A sumrin loka þeir þessa griinmi- legu hunda inni í háum skið- görðum og kasta þorskhausuVn og slori til þeirra. Á kvö'.din hefja hundarnir sinn konsert og sofnuðum við oftast út frá gól- inu í þeim. Larice aux Meadows er af- skekktur staður og gestakomur þar fátíðar. Þeir Islendingarna komu og fóru frá staðnum ó leiguflugvél sem settist á sjóinn. Þeir biðja að lokum fyrir sér- stakar þakkir til flugfélags's Loftleiða sem veitti öllum leið- angursmönnum sem frá Evrópu komu ókeypis far fram og aft- ur yfir Atlantshafið. íþróttir Praml. bls 2 iegt boð sjóstangaveiðiklúbbs Keflavíkurflugvallar. Á sunnudag var róið frá Sand- gerði og haldið suður í Reykjanes Röst, komið var að, aftur um kvöld matarleytið. Hæstur eftir daginn varð Birgir Jóhann aftur og sigraði hann þvf keppnina, veiddi síðari daginn 85,6 kg, eða alls báða dag ana 201,6 kg. Þótti veiðimönnum aflabrögðin fremur léleg. Allur aðbúnaður og skipulagning mótsins var til mik- illar fyrirmyndar og gekk allt vel fyrir sig. Bátarnir er róið var á voru frá 5 tonnum upp í rúm 50 tonn. Þyngsta fiskinn dró Sverrir Einarsson frá Vestmannaeyjum. Keppnisstjóri var Stanley Roff af i Keflavfkurflugvelli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.