Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. ágúst 1962. VÍSIR A SAKAMALASAGA 4 þ EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSJÓÐURINN 28. fá hana til að muna. Þeir mundu spyrja liana: Hvar sáuð þér hann? Hvenær sáuð þér mynd af honum? Nú verðið þér að hugsa yður vel um. Kannske það hafi verið í blaði? Reynið að muna hve langt er síðan. Kannske get- ið þér gizkað á það? Þér munið hvernig lýsingin var: Hár mað- ur, sterklegur, grófgerður. Hald- ið þér að hann hafi verið hnefa- leikakappi? Eða kannske knatt- leiksmaður? — Þannig myndu þeir kannske spyrja. — Frelsi mitt, líf mitt var í hættu. Ég varð að komast burt. Þegar í fyrramálið yrði ég að aka með hana niður í bæ og hún yrði að fara í hvern bankann af örðum og sækja peningana. Ég yrði að vera með gleraugu. Og hún mátti ekki ná í blaðið. Ég gat ekki setið kyrr lengur. Mér fannst ég vera að ganga af vitinu. Ég fór fram í eldhús og blandaði tvo sjússa. Ég yrði að segja henni, að ég hefði endur- skoðað upphaflega áætlun og leyna því hve hræddur ég var. Ég rétti henni annað glasið, en hún horfði á mig hugsi og, það var hrukka milli augnanna á henni, sem ég hafði ekki tekið eftir fyrr. — Munið þér, að þér spurðuð mig hvaða nöfn ég notaði, þegar ég leigði hólfin?, spurði hún. Ég var búinn að bera glasið að vörum mér, en hún sagði þetta á þann hátt, að. ég lagði það frá mér aftur, Hún hikaði dálítið og sagði svo: — Þetta hefur kvalið mig. Því meira sem ég hefi hugsað um það því óvissari er ég. Ég hafði skrifað þau niður, skiljið þér. — Hvað eigið þér við — óviss ari? — Um nöfnin vitanlega. Ég varð æfur af reiði. — Reynið ekki að telja mér trú um þetta. Það er óhugsandi, að þér hafið gleymt þeim, Þér þurftuð ekkert að hugsa yður um, þegar ég spurði. Hún hristi höfúðið. — Ég man nöfnin, það er ekki það, — en það eru þrjú nöfn og þrír bankar, og nú er ég ekki viss hvaða nöfn eiga við hvern banka um sig. Það var eins og hún hefði les- ið hugsanir mínar og ég gat ekkert sagt, — sat bara og starði á hana. 18. kapituli. Hvað var hún að brugga? Það var það sem var svo hræðilegt, að ég hafði enga hug- mynd um það. Hafði hún heyrt fréttirnar og var að reyna að hræða mig til þess að flýja? Nei, það var ólíklegt, þar sem ég hafði lyklana, eða var hún kann ske bara að lama mig og þreyta og ætlaði að koma með rýting- inn, þegar ég væri sofnaður. Hún var í sömu hættu og ég ef lögreglan kæmi og fyndi hana í íbúðinni. Biðin var henni eins hættulega og mér. Hún yrði á- kærð fyrir mig, en ég ekki. Kannske hún gerði sér þetta ljóst en hefði slíkar stáltaugar, að hún hikaði ekki við að blekkja mig, láta óttann og bið- ina vinna með sér, þar til ég bugaðist, og léti hana fá lykl- ana til að ná í peingana. Kann ske hugsaði hún líka, að ég væri svo heimskur að lofa henni að sækja peningana og bíða í þeirri trú, að hún kæmi aftur eftir mér. Eða var hún bara að kvelja mig þar til hún segði mér, að hún hefði ekki áhuga lengur fyr ir að halda áfram með samning okkar. Um eitt aðeins var ég viss: Hún mundi vel nöfnin og hvaða nafn átti við hvern banka um sig. Og ég mátti ekki undir nein- umukrih^tóhistæðum láta hana verða þess vara, að taugar mín ar gátu bilað þá og þegar. — Jæja sagði ég loks, þetta er yðar vandamál. Þér munið kann ske aðvörun mína, sem var sú, að það myndi bitna á yður sjálfri ef þér færuð að reyna blekkja mig. Hvað ætlið þér að gera? — Hvað haldið þér? spurði hún kuldalega. Ekki get ég gert að því þótt þetta hafi skolazt til í minni mínu. — Og hvað lengi haldið þér, að þér verðið að stritast við að muna þetta? — Hvernig ætti ég að vita það. — Það eru tveir möguleikar, sagði ég. Annar sá, að ég taki fyrir kverkar yðar og þrýsti að þangað til þér farið að blána f framan, og er ég viss um, að þeg ar ég sleppi takinu hafið þér fengið minnið aftur. Hin aðferð- in væri vitanlega miklu þægi- legri — fyrir yður. Hún er sú að hringja í bankann og spyrja. — Það lítur ekki út fyrir, að þér séuð vanir bankaviðskiptum, svaraði hún. -— Þér haldið kann ske að ég geti símað bönkunum og beðið um lista með nöfnum þeirra, sem hafa hólf á leigu í þeim. Þér ættuð að vita, að bank ar láta aldrei slíkar upplýsingar í té. — Þér eigið ekki að fara þann ig að og það vitið þér vel, en ég skal útskýra það fyrir yður. Þér hringið í þriðja National bankann og segið, að þér séuð Mrs. Hanry L. Carstairs, og svo að þér munið ekki eftir að hafa verið rukkuð um leigu á banka- hólfinu yðar og biðjið um, að þetta verði athugað. Annað hvort verður svarið, að leigan sé greidd þar til í júlí næsta ár — eða að nafnið fyrirfinnst ekki þar. Reynist það svo biðjið þér bara afsökunar og hringið í Seafordbankann. Hún kinkaði kolli. -t-ífíg; YJit mæta .vel, ,a^ það er hægt að fara svona að, en ef ég yrði óheppin gæti ég verið til neydd að hringja í alla þrjá bankana og það gæti vakið grun semdir, en það viljum við ekki og verðum að forðast. Þér verð- ið að athuga, að ég hefi leigt T A R £ A H Tarzan var leiddur leynivegi og þrönga stígi — og eftir að hafa verið hjálpað yfir síðustu hæðina,' starði hann í undrun þegar hann sá þorp mikið í hæðardraga fjalls- Barnasagan Kalli og eldurinr Þótt Kalli væri ánægður með þetta allt saman, var hann þakklát- ur fyrir hlutskipti skipsins. — Viðskulum stinga af, áður en það verður of seint, muldraði hann, en hvernig. Tækifæri kom um nóttina. Þá var haldin veizla mikil fyrir aðal- inn og þar voru svo margir að eng inn tók eftir þvf þegar Kalli og hans menn læddust burt. Kalli var þó leiður yfir þvf að Slapzky skyldi ekkert minnismerki fá, og þegar hann kom auga á eftirlík- ingu af Krák í flösku. Stýrimaður- inn hafði búið það til. Hann skirf- aði bréf setti það í flöskuna og henti henni útbyrðis. Flaskan fannst næsta dag, það var farið með hana til furstans og í því las hann: Yðar hátign. Mér þykir þetta leitt, en skipið kann hvergi við sig annars staðar en á sjónum. Þér fáið þetta í staðinn. Stýrimaðurinn hefur gert þetta. Kær kveðja. Kalli. ’7ji hvað riú um minnismerkið? Við skulum sýrta fólkinu þetta litla skip við hátfðleg tækifæri og svo mun áreiðanlega skapast með- al fólksins sjálfs, saga um skiplð, sem mun verða bezta minnismcrk- ið, sagði Ruffiano. Og hann hafði á réttu að standa. ENDIR. 75 Anna, komdu og sjáðu, Lifli er búinn að fá tennur. hólfin undir fölskum nöfnum, og ef einhver rekistefna verður get ég ekki bjargað mér með því að sýna skilríki. Þar að auki hefur mynd af mér verið í öllum blöð unum. Ég get ekki átt á hættu, að menn þar virði mig tvisvar fyrir sér. Það var eins og fyrri dag- inn. Hún hafði svör á reiðum höndum. — Það er betra að hætta á það en að verða kannske af pen- ingunum. — Þér eruð enn að reyna að hræða mig! Ég stóð upp og gekk til henn- ar og hún horfði beint í augu mér. — Ég hefi lagt mig í lífshættu hvað eftir annað vegna þessara peninga, segi ég — og ég ætla mér ekki að láta þá ganga mér úr greipum. Reynið ekki að hindra mig, því að ég neita að taka frekar þátt í neinum leik- araskap. Ég greip fyrir kverkar henni og hún gerði ekkert sér til varn ar. Það hefði líka verið tilgangs laust. Jæja, hún skyldi fá að kenna á því, þessi blóðþyrsta vampýra! — Ég varð gripinn slíku æði, að ég gat ekki greint neitt, og þrýsti bara að og hún fálmaði með höndunum helblá í framan, en svo var eins og skynsemin sem hafði yfirgefið mig, væri skyndilega komin aftur, og ég sleppti kverkatakinu á seinasta augnabliki. Ég rétti úr mér og reyndi að stilla skjálfandi hend- ur mínar. Hamingjan góða! Ég hafði ver ið að brjálast — ég hafði næst- um drepið hana, þótt ég vissi, að ef lögreglan næði mér, gæti ég því að eins bjargað lífi mínu, að hún væri á lífi. Og ef ég dræpi hana næði ég aldrei fjár- sjóðnum. En ég mátti ekki láta hana verða vara við hve hræddur ég var og þess vegna settist ég og kvgikti mér í sigarettu. Hún hafði setzt upp og reyndi að ná andanum. — Skiljið þér mig nú?, spurði ég. Hún beið með að svara þar til hún var búin að jafna sig og gat andað eðlilega. — Mál hótana og ofbeldis er víst það eina mál, sem þér kunn ið. Við skiljum það að minnsta kosti bæði. — Getið þér nú mun að nöfnin? — Ég man þau sjálfsagt hvað líður, en í rauninni liggur ekknt t á — við höfum heilan mánoð upp á að hlaupa. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.