Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 1
r- ?íemæíi3mtstX&M VÍSIR 52. árg. — Miðvikudagur 15. ágúst 1962. — 190. tbl. u ómeiáéir úr fíugslysi Það var mikil mildi að ekki hlauzt af stórslys, þegar lítil flugvél lenti á símavír og valt síðan í kvísl úr Tungufljóti í Biskupstungum. Tveir menn voru í vél- inni, bræðurnir Berg- steinn og Geirharður Þorsteinssynir. Berg- steinn flaug vélinni, en hann er flugvirki hjá Mynd þessi er tekin á slysstað á laugardag og sýnir flugvélina á hvolfi. (Ljósmynd. Geirharður Þorsteinsson, arkitekt). Geimfárin lentu í morgun Nikolajev fór 65-sinnum kringum jörðu - Popovitsj 49 sinnum Tilkynnt var í Moskvu- útvarpinu árdegis í dag, að geimfararnir Nikolayevesk og Popovitsj hefðu lent heilu og höldnu, á þeirri stundu og stað, sem fyrir fram hafði verið ákveðið. Um þetta segir í NTB- frétt til Vísis: Moskvu-út- varpið gerði hlé á venju- legri útsendingu kl. 9.37 (eftir norskum tíma) og var boðuð mikilvæg til- kynning. Einni mínútu sið- ar var svo tilkynnt að báð- ir geimfararnir hefðu lent. Sagt var, að geimferð Nikolayevs hefði staðið 94 klukkustundir og 15 mínút ur. í fréttum frá Moskvu snemma í morgun var sagt að geimfaramir hefðu sofið vel s.l. nótt, hvor um sig sofið 6V2 klst, en áður en þeir fóru í háttinn í gærkvöldi hefðu þeir sungið sovézka geimfarasöng- inn. Er þeir voru upp staðnir f morgun fengu þeir sér morgun- verð og fóru að gefa sig að at- hugunum sínum, en ekki vikið einu orði að því, að lending geimfar- anna stæði fyrir dyrum. 65 SINNUM KRINGUM JÖRÐU í síðari fréttum segir, að Niko- layev hefði farið 65 sinnum kring- um jörðu f geimferð sinni, en Popo- vitsj 49 sinnum. Ekki hafi þó ver- ið birt um þetta opinber tilkynn- ing. Þegar þeir Ientu hafi Nikolayev lokið 2.5 milljóna kílómetra geim- flugi og Popovitsj 2 milljóna kíló- metra. Tekið er fram, að hvorugur hafi haft neitt að segja af óþægi- legum verkunum þyngdarleysis í geimferðinni. Þeir voru það lengi á flugi, að ámóta flugtími hefði nægt til geim- ferðar til tunglsins og aftur til j baka til jarðarinnar. 1 óstaðfestum fréttum segir, að vísindamenn telji, að „hemlurak- ettum" Vostoks III. og Vostoks IV. hafi verið skotið er geimförin voru yfir Mið-Afríku og um 20 mínút- um áður en þeir lentu. VERÐA VEL GEYMDIR NÆSTU DAGA í framhaldsfrétt segir, að geim- fararnir muni verða svo vel geymd ir næstu daga, að engir muni sjá þá nema læknar og vísindamenn, en nú verði þeir að undirgangast nákvæmari skoðun og athugun en nokkrir geimfarar til þessa hafa orðið að ganga undir. Stjórnmála- fréttaritarar í Moskvu fullyrða, að geimfararnir muni ekki koma fram opinberlega neins staðar næstu daga. MEÐ 6 MÍNÚTNA MILLIBILI Enn var sagt í framhaldsfrétt, að geimförin hefðu lent með 6 Framh. á bls. 5. Sveinn Skorri fil Uppsola segir Churc Svcinn Skorri Hóskuldsson magister hefir nýlega verið skip- aður lektor í íslenzku við há- skólann f Uppsölum. Fór hann af landi burt í morgun ásamt fjöl- skyldu sinni, áleiðis til Svfþjóðar. Undanfarin ár hefir Bjarni Guðnason magister gegnt embætti þessu, en hann hefir nú látið af störfum. Sveinn Skorri var íslenzkukenn- ari við Menntaskólann í Reykja- vík, en fyrir tveimur árum dvaldist hann vetrarlangt í Winnipég við rannsóknir á heimildum um dvöl Gests Pálssónar í Kanada. Kemur á næstunni út bók um Gest og raunsæisstefnuna í íslenzkum bók menntum frá hendi Skorra. Sir Winston Churchill fyrrum forsætisráðherra Bretlands, sem enn er í Middlesex-sjúkrahúsi í London, hefur látið í Ijós > þá skoðun, að það haf i ver- i ið rétt af brezku stjórninni j að senda Efnahagsbanda- lagi Evrópu umsókn í þeim tilgangi að leita samkomu- Iags um skilyrði fyrir að- ild að bandalaginu. Kvað hann með þvf einu móti unnt að fá úr því skorið hver skil- yrði yrðu sett fyrir aðild, en það væri nauðsynlegt áður en loka- ákvörðun yrði tekin. Vekur það athygli, að Churchill hefur nú látið Landhelgisgæzlunni. — Bergsteinn er með einka flugmannspróf, hefur stundað flug í 5 ár og hefur að baki um 130 flugtíma. Flugvélin er þeir bræður voru á er komin nokkuð til ára sinna, kanadísk æfingar flugvél og var hún alveg í fullkomnu lagi. Bergsteinn segir svo frá: Það var s. 1. laugardag 11. þ. m. að ég^fór í flug á flugvélini TF- KAN frá Reykjavík, farþegi í vélinni var bróðir minn Geir- Framhald á bls. 5. Bóka^fófur tekinn Lögreglan handtók í nótt bók- hneigðan þjóf, sem langaði í eitthvað að lesa í leiðindum sínum og hnuplaði nokkrum skræðum eftir að hafa brotið rúðu í fornbókaverzlun. Þarna er um ungan sjómann að ræða, sem lent hafði á fylliríi í gær kveldi og eitthvað fram eftir nóttu. En áhrifin af áfenginu eru ekki einhlít, hann langaði líka í áhrif af skemmtilegri bók og þvf er það að hann rak hnefann í gegnum Framhald á bls. 5. Gæzluvélin I kemur i dug I í dag er væntanleg til landsins Skymasterflugvél, sem Landhelg isgæzlan hefur fest kaup á í Portúgal. Vélin var afhent á Kastrup flugvelli í síðustu viku. Áætlað var að vélin Iegði af stað klukkan ellefu í morgun frá Kastrupflugvelli og er henn- ar, samkvæmt því, von til íteykjavíkur um klukkan fimm í dag. Vél þessi er venjuleg farþega- flugvél og munu gerðar á henni ýmsar breytingar áður en hún er tekin f 'notkun. Þarf að bæta í hana tækjum og gera aðrar minni breytingar á henni. Mun iandhelgisgæzlan annast þær breytingar að mestu sjálf. í ljós álit sitt varðandi þetta mál. Var frá þessari skoðun sagt í brezka útvarpinu. Montgomery marskálkur kom til hans í gær og sat Sir Winston upp við dogg meðan þeir ræddust við og reykti vindil. Eftir á sagði Montgomery, að því er hermt er í NTB-frétt, að Churchill hafi lýsl sig mótfallinn aðild að Efnahags- bandalaginu, og sjálfur kvaðst hann vera andvígur aðild, og er það al- kunna. (Ummæli Churchills, sem tilgreind eru hér að ofan gefa aug- ljóslega ekki til kynna annað en afstöðu hans varðandi skilyrði fyrir aðild).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.