Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 3
MiSvikudagur 15. ágúst 1962. VISIR 3 Samkvæmt reglunum var sá bátur dæmdur úr leik, sem ekki kom til hafnar fyrir kl. 7 síðdegis á sunnudag. setið var meðan sætt varð, ríkti mikill spenningur um það, hvort bátamir næðu til hafnar fyrir réttan tíma. Þar sem Fékk 206,8 kg. í soðið Þegar kom á daginn að þessi efnilega golþorskur hlyti að- eins önnur verðiaun í keppn- inni, krafðist eigandinn, Loftur Guðmundsson rithöf- undur, fegurðarverðlauna honum til handa. Sú krafa var þó ekki tekin til greina, en hins vegar mun í athugun að slík verðlaun verði veitt fyrir „fegursta“ golþorskinn í næstu keppni... Sjöstangaveiðar eru nýtt sport hér á landi, og eiga vax- andi fyigi að fagna. Myndimar í Myndshjánni í dag eru teknar á nýafstöðnu sjóstangaveiðimóti er fram fór í Keflavík um helgina. Þar kepptust um að draga þann stóra 32 veiðimenn frá Kefla- vík, Reykjavík, Vestmannaeyj- um og Bandaríkjamenn af Keflavíkurflugvelli. Keppnin hófst á laugardagsmorguninn, en keppendur gistu á flugvallar- hótelinu á föstudagsnóttina. Á laugardagsmorguninn voru allir veiðimennimir mættir við Keflavíkurhöfn og stigu um borð í obáta sfna og héldu til veiða í Garðasjó. Róið var á fjómm bátum sá minnsti fimm tonn, en sá stærsti rúm 50 tonn. KI. 6 á laugardag komu svo veiðimennimir til baka. Um kvöldið sátu þeir boð sjóstanga- veiðikiúbbs Keflavíkurflugvall- Keppendur búa sig undir veiðar. Lengst til vinstri: Jóhann Möller heildsali, Einar í Toledo og frú Dóra Möller, eini kvenmaðurinn, er þátt tók í keppninni. Á sunnudagsmorgun var lagt upp frá Sandgerði og nú róið út í Röst og var þar afli betri. Þegar komið var að um daginn var afli hvers og eins tckinn og veginn. Beztan afla eftir báða dagana hafði Birgir Jóhann Jóhannsson' tannlæknir, dró hann alls 201,6 kg., svo ætla má að hann eigi í soðið næstu daga. Þyngsta fiskinn dró Þór- hallur Helgason frá Keflavík, var það ufsi er vó 13,2 kg. Allir vom veiðimennirnir mjög ánægðir með alia skipu- lagningu mótsins, sem fór mjög vel fram. Mörg verðlaun voru veitt. Xeflavíkurbær gaf bikar er sú iveit hlaut sem mestan aflann 'iafði og hlaut hann að þessu ;inni I. sveit Reykvfkinga. Hún ’ar skipuð þeim Birgi Jóhanns- yni, Guðmundi Ólafssyni, Há- :oni Jóhannssyni og Magnúsi Valdimarssyni. Einnig voru /éitt verðiaun fyrir þyngsta iskinn af hverri tegund. Skip- :jóri þess báts sem hafði mest- m mcðal afla á mann hlaut /erðlaun, var það Auðunn Carlsson skipstjóri á Sindra. Mótsstjóri á móti þessu var Stanley Roff. Tannlæknarnir voru mjög harðdrægir. Á myndinni hér að ofan er Sverrir Einarsson tannlæknir úr Vestmannaeyj- um, en hann dró þyngsta þorskinn, 11,2 kg. »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.