Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 4
VISIR Miðvikudagur 15. ágúst 1962. Látnir bakka, í dag aka um götur os vesi þessa lands yfir 20 þúsund bifreiðir og þeim fjölgar stöðugt. Bifreiða eftirlit ríkisins hefur því mikilvægu hlutverki að gegna og enginn efast um tilverurétt þess. Þegar minnzt á Bif- reiðaeftirlit ríkisins, ber hæst nafn Jóns Ólafsson ar, en hann er fyrir Iöngu orðinn þjóðkunn- ur maður, fyrir starf sitt sem forstöðumaður. 1 ágúst sl. lét Jón af starfi sökum aldurs, en hann hefur verið forstöðumaður Bifreiða- eftirlitsins frá stofnun þess 1. janúar 1928, eða yfir 34 ár. Maður með slíka starfsreynslu að baki hlýtur að kunna frá mörgu að segja og heimsótti því fréttamaður blaðsins hann að heimili hans að Laugarnes- vegi 61, þar sem hann býr á- samt konu sinni Herþrúði Her- mannsdóttur, ættaðri vestan úr Dýrafirði. EYFIRÐINGUR AÐ ÆTT. Jón er Eyfirðingur að ætt, fæddur að Stóra Dunhaga í Skriðuhreppi, sonur hjónanna Ólafs Jónssonar og Önnu Jóns- dóttur. Á unga aldri fluttist hann að Skriðu í Hörgárdal, síð an að Dagverðartungu, en til Akureyrar fluttist hann um haustið 1910. — Hvenær voru þín fyrstu kynni að akstri, Jón? — Það mun hafa verið snemma, Fimmtán sextán ára gamall réðist ég f vegavinnu og var í henni í tvö sumur. Vann ég í Moldhaugnahálsi í Hörgárdal, fyrra ‘sumarið og teð síðara í Eyjafjarðarbraut. Pvegavinnunni lenti það í hlut okkar strákanna að aka hest- vögnunum og fannst mér mikið til þess koma, enda mjög hrifinn af hestum og hef alla tíð verið. Við fengum fullt kaup á þess- um aldri, enda kepptumst við við að vera ekki á eftir körlun- um í neinu. Á vetrum var ég í sveit og ók þá mikið 'sleðum á ís með hestum fyrir. VIÐ AKSTUR Á AKUREYRI. — Hvenær fluttistu svo til Akureyrar Jón? — Það var um haustið 1910. Og á Akureyri var ég svo þang- að til um haustið 1914. Vann þar sem ökumaður hjá Zophaní asi Baldvinssyni, en síðar átti ég eftir að vera í starfi með hon um i Reykjavík. — Hvers konar akstur var það sem þú stundaðir fyrir norðan? — Það voru bæði fólksflutn- ingar og vöruflutningar, nokk- uð mikið um uppskipunarvinnu, allt yfirleitt stuttar ferðir. Ég vann m.a. mikið á sumrum við akstur með hey úr hólmanum fyrir sunnan Akureyri. Svo kom auðvitað fyrir einstöku sinnum að við fórum lengra t.d. með vörur út í sveit. — Hvernig stóð á því að þú lagðir fyrir þig akstur Jón? — Þá voru tækifærin ekki svo mörg, sem manni buðust í lífinu. Mér þótti líf og fjör í þessu. Flestir hestanna voru bæði fjörugir og þróttmiklir. Við þurftum að fara á fætur kl. 6 á morgnanna og unnum aldrei skemur en til kl. 6 á svo var kvöldin og þeir voru anzi márg- ir dagarnir sem unnið var leng ur og margar helgarnar fóru einungis í akstur, þá var svo mikið um fólksflutninga, því að mikið var af útlendingum á Akureyri í þá daga. — Hvert ókuð þið lengst? — Fram að Grund þá var vegurinn kominn þangað. Það var þó nokkuð mikið ekið með Norðmenn af síldarskipunum þangað.. — Hvernig vegur var þetta? — Það er ekki hægt að segja annað en, að hann hafi verið nokkuð góður. Ég þekkti þenn- an veg vel því ég hafði unnið við viðhald á honum. BÍLL MEÐ KERTALJÓS. — Er þér einhver sérstakur vagn minnisstæður frá þessum tíma? — Einna minnisstæðastur finnst mér vagn er var lokaður sex farþega vagn er tveimur hestum var beitt fyrir. Það voru til tveir svona vagnar á Akur- eyri, hinn átti Jósep Jónsson, faðir Jóhannesar, glímukappa. Þeir Zophanías og Jósep voru stærstu vagneigendurnir á Ak- ureyri í þá daga. Þennan stóra sex manna vagn keypti Hannes Hafstein fyrir Zophanías og mun hann hafa kostað 1700 kr. — Og fyrsti bíllinn sem þú hefur séð, hefur auðvitað verið Grundarbíllinn. — Já, satt er það. Hann kom til landsins 1907 og ökumaður hans var Jón heitinn Sigurðs- son. Bilinn sá ég aðeins tilsýnd ar, en hins vegar á ég góða skrifaða lýsingu af honum. — Lýstu honum lítið eitt? — Bíllinn var keyptur notað- ur hingað frá Vestur-Þýzka- landi og var af N. A. C. gerð. Hann var áður í eign súkkulaði- verksmiðju. Hér var hann aldrei meira notaður, en í tvö sumur og sendur út það þriðja. Hann gat fartað, eins og það hét á þeirra tíma máli, eina tuttugu kílómetra. — Stýrisútbúnaður hans var mjög svipaður og nú þekkist. Steinolíuluktir voru Jón Ólafsson. búið framan á honum. Á yfirbygg- ingu hans voru kertaljósaluktir, sem voru ekkert notaðar hér. Annars má skjóta því hér inn, fyrst að ég minnist á kerta- ljósaluktir að á hestvögnunum þekktist það nokkuð að nota kertaljósaluktir. Ekki er hægt að segja að þær hafi verið not- aðar til þess að lýsa upp veg- inn framundan, heldur vegfar- endum til glöggvunar. Op var á báðum hliðum bílsins, en með honum fylgdu segldúkar, er mátti setja fyrir, en þeir náðu bílstjóra aðeins í mittishæð. Meðan bíllinn var hér voru segldúkar þessir ekkert notað- ið. Bíll þessi eyddi mjög miklu, eða 18 lítrum á 100 km. ÁRSLAUN 200 KRÓNUR. — Hvað fenguð þið há mán- aðarlaun fyrir akstur á Akur- eyri? — Árslaun voru 200 kr. Og þegar bezt gerðist fóru þau upp í 220 kr. — Hvenær kom svo fyrsti bíllinn til Akureyrar? — Það var Ford-bíll, sem kom um vorið 1914 og annar kom svo stuttu síðar. Eigandi þessa fyrsta bíls var Rögnvald- ur Snorrason, kaupmaður og bíl stjóri á honum var Jón Espolín. En bíllinn, sem síðar kom átti Zóphanías. Mér verður koma þess bíls lengi minnisstæð. Þeir komu fjórir saman og þrír fóru til Bifreiðafélags Reykjavíkur, einn þessara vagna var síðar kallaður bæjarvagn, vegna þess að hann fór aldrei út fyrir bæinn. Meðan að skipið lá í höfninni á Akureyri greip mig mikil löngun til þess að fara suður og læra á bfl, var ég ráð inn suður I gegnum Jón Sig- mundsson. — Hvenær fórstu svo suður? — Suður fór ég svo um haust ið eða nánar tiltekið í septem- ber. Þá var ég búinn að ráða mig hjá Bifreiðafélagi Reykja- víkur, er þá hafði aðsetur f Ljósm. Vísir, B. G. skúrum, þar sem nú er Vonar- str. 10 eða Oddfellowhúsið. En þegar ég kom suður varð ég fyr ir miklum vonbrigðum. Á með- an ég var á leiðinni suður hafði verið sent skeyti til Akureyrar og sagt að féíagið væri orðið gjaldþrota og þvi yrði ekkert úr virínunni. Viku eftir að ég kom réði ég mig hjá Sigurði Jónssyni í Görðum og vann hjá honuu við ýmiss konar vinnu. 1 janúarmánuði hélt svo Bifreiða félagið námskeið fyrir öku- mannsefni, en þá hafði félagið nýverið endurvakið og hét Bif- reiðafélag Reykjavíkur 1915. — Þurftuð þið þá ekki að greiða fyrir þessi námskeið, eins og nú tíðkast? — Jú, og ég held að ég muni aldrei gleyma kostriaðinum. — Fyrir námskeiðið greiddum við heilar 100 kr. en það var nákvæmlega jafn mikið og ég réði mig upp á hjá Sigurði all- an veturinn. En þetta bjargað- ist aílt, þvf Sigurður var svo al- mennilegur að greiða mér helm ingi hærra kaup en um var samið. — Hvað geturðu svo sagt mér frá þessum námskeiðum? — Mig minnir að við hefðum verið sjö og kennarinn Jón Sig- mundsson. Af þeim eru nú þrír á lífi auk mín, Egill Vilhjálms- son, Magnús Skaftfeld og Framhald á bls. 13. Fyrsti bfll Jóns, sem hann seldi svo Steindóri og varð það einnig hans fyrsti blli. Bíllinn tók 1000 kg. af Iaxi og kostaði 1700 kr. v/ð Jón Ólafsson, fyrrv. forstöðumann Bifreiða- eftirlifsins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.