Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. ágúst 1962. VISIR „að Dublin væri ólíkt þrifalegri en Glasgow". Það er erfitt að tjá nokkuð þau áhrif sem borgin hafði á okkur gestina til þess var við- koman of stutt, til þess vorum við of lengi lokaðir inni á einu hóteli. ★ Dublin á sér langa sögu og verður ekki hirt um að rekja neitt úr henni hér. Borgin er tvö þúsund ára gömul, skartar göml um byggingum og frægum sögu- stöðum. Þarna búa um 700.000 manns, svo að ekki er hægt að kalla Dublin milljónaborg. Samt hefur hún á sér stórborgasniðið, langar breiðgötur, betlarana og umferðina. Umferðin er geysi- mikil enda mikið um ferðamenn — af hverju sem það stafar. Nokkuð ber á fátækt, en þó mun ástandið vera miklum mun betra en fyrir rétt fáeinum ár- um síðan. Fólksflóttinn sem þá átti sér stað hefur að mestu stöðvazt og fólkið hefur öðlazt nýja trú á landi og samborgur- um. Kjarkinn og stoltið hefur reyndar aldrei skort, það sýnir bezt sjálfstæðisbarátta þjóðar- innar. Einhver minntist stoltur á það, að í æðum okkar íslend- inga rynni írskt blóð að hálfu Ieyti. „Þá hljóta írarnir að vera ekki nema helmingi betri en við í knattspyrnunni", bætti þá ann- ar við. Það sannaðist skemmti- lega í leiknum (4:2). Á þeim 30 klst. sem við dvöldumst í írlandi fyrir Iands- leikinn, sáum við hina frægu mynd „West side story“, (saga vesturbæjarins), öllum KR-ing- um til ánægju, þáðum boð borg- arstjóra höfuðborgarinnar og tókum létta æfingu á laugar- dagsmorguninn. Æfingin var á vellinum sem leikið skyldi á, Dalymont Park. Það er stærsti og frægasti knattspyrnuvöllur- inn f Suður-lrlandi, heimavöllur írsku landsliðanna. Hann rúmar um 40.000 áhorfendur, og um þessar mundir blómstrar hann sfnu bezta. Völlurinn hefur ekk- ert verið notaður f sumar, enda rennisléttur og harður. Það var með nokkurri for- vitni að við keyptum okkur blöð in og flettum upp á íþróttasíð- unum, þvf að bæði lék okkur hugur á að heyra álit heima- manna á okkur íslendingum og svo hafði verið tekin mynd af okkur á flugvellinum. Það kitlar hégómagimdina að fá myndir af sér í útlendu pressunni. Mynd- ina sáum við ekki, og álitið . . . „íslendingarnir eru amatörar, vinna sjaldan sem aldrei lands- leiki og írskir knattspyrnumenn sjá sfna sæng útbreidda í milli- landakeppnum, ef þeir sigra ekki með minnst fjögurra marka mun“. ★ Um eftirmiðdaginn þennan dag, horfðum við á alþjóðlega keppni í stökki hesta, þar sem Við brottförina viðstaddur var forsætisráðherra íra og tugir þúsunda manna. Satt að segja gerðum við ís- lendingarnir okkur ekki háar hugmyndir um þennan hesta- leik, en þegar til kom var þetta hin ágætasta skemmtan, og spennandi keppni. Það rigndi nokkuð á laugar- daginn og völlurinn hafði verið sleipur og háll, og var það okk- ur áhyggjuefni, þvf að bæði átt- um við erfitt með að fóta okkur á blautu grasinu, og ekki síður hitt að við vissum að írarnir kynnu mun betur við sig við slíkar aðstæður. Það var því ósegjanlegur létt- ir, þegar sunnudagurinn rann upp, þurr og sólríkur. Fyrsta merki þess að örlagavaldurinn Lukka væri okkur hliðholl. Það var glímuskjálfti í mannskapn- um strax við morgunmatinn, en hann virtist ekki hafa nein áhrif á skapið, því brandaramir fuku og hlátrarnir gullu. Sigurður Sig urðsson tilkynnti í hádeginu að hann væri búinn að semja lýs- inguna vantaði ekkert nema úr- slitin! „Og svo hef ég hérna afl- að mér ýmissa upplýsinga um veðrið, áhorfendur og borgina, ef þetta verður mikið burst“, sagði hann hlæjandi. Við vorum komnir tímanlega f búningsklefann. — Síðasti klukkutíminn er ætíð erfiðast- ur, sérstaklega þegar beðið er. Mínútumar liðu ein af ann- arri, skór voru reimaðir, farið í peysurnar, og taktikin lögð. Leika þétta vörn, framverðirn- ir loki teignum og útherjarnir dragi sig vel til baka. „Svo reynum við að ná snöggum upphlaupum", sagði Ríkharður, sem var allt í senn, skipuleggj- ari, þjálfari og fyrirliði. Það þótti Irunum skrítið. Hjá þeim gegndu þrír menn þessum hlutverkum Ríkharðar. Við vissum að andstæðing- arnir voru sterkari, en við vor- um ákveðnir í að selja okkur eins dýrt og við gátum. Það var það eina, sem komst að, meðan við biðum í búnings- klefanum, meðan þjóðsöngv- arnir voru leiknir, og allan leik- inn. Og baráttan var Iíka eftir því. Það sásjt strax að írarnir voru engir aukvisar. Þeir léku hratt, fóru beinustu leið að mark- inu og virtust staðráðnir í að skora eins mörg mörk og þeir mögulega gátu. Ég væri ekkert hissa þótt þeirra leiktaktik hafi verið að brjóta niður „þessa óvönu lítt reyndu áhugamenn“ með hörku. Öllum til undrunar, ekki sfzt okkur sjálfum, náðum við mörg um ágætum upphlaupum og höfðum betur í fjölda einvígja. Okkur óx ásmegin við þetta,' í sjálfstraustið vaknaði. írarnir skoruðu þó fljótlega, — og< svo kom vftaspyrnan. Ot- litið var ekki gott, spádómarnir virtust á góðri leið með að ræt- ast. En örlagavaldurinn Lukka sýndi aftur með hverjum hún stóð, knötturinn hrökk í stöng- ina ,og þegar írinn skoraði, var hann dæmdur rangstæður. Stuttu síðar skoraði Ríkharð- ur og einhver kallaði: „Við vinnum þessa kalla, þeir eru K ekkert betri en við“ Vonar- neistinn var kveiktur. Síðustu 15 mínútur hálfleiksins var markmiðið að halda jafnteflinu, og það tókst — nærri því. Fyrir smáóheppni potuðu Irarnir einu marki rétt fyrir hálfleiks- lok. Hléið var búið áður en menn höfðu kastað mæðinni og aftur var haldið út í eldinn. Irarnir settu nú allt í gang, lýðurinn öskraði af öllum kröftum, þ. e. a. s. þegar írarnir sóttu. Stund- um hélt ég að dómarinn væri búinn að flauta, þegar við vor- um í upphlaupi, þá heyrðist ekki hljóð úr barka. Við þjöppuðum okkur enn betur f vörn og lengi vel gekk allt að óskum. Helgi varði eins Framhald á bls. 5. Það hefur lengi verið ríkjandi skoðun meðal margra manna að utan- ferðir íslenzka landsliðs- ins í knattspyrnu séu mestmegnis skemmti- reisur, gleðskapur og vellystingar. Yfirleitt standa þeir í þessari trú, sem f jærst eru íþróttinni og varla ástæða til að eyða orðum í að afsanna þessar fullyrðingar. Og þá sízt, þegar þessar ferðir eru bæði fyrir und irritaðan og líklega alla þá sem fara utan með landsliðinu hverju sinni, reglulegar skemmtireis- ur þótt í öðrum skilningi sé. Öllum hlýtur að vera ánægja f að blanda geði við skemmti- lega félaga, sjá nýja staði og verða landi sínu til sóma f íþrótt sinni. Ekki sízt fyrir þá sök, þeirrar síðasttöldu, var lands- liðsförin til írlands samfelld skemmtireisa fyrir okkur strák- ana. Þannig er það segin saga í öllum ferðalögum íþrótta- manna, árangurinn í keppninni sjálfri segir til um hvernig ferð- in heppnast. írlandsförin var engin undantekning. En ef satt skal segja, þá komu úrslitin ekki á óvart, þeim sem með voru. Allt frá því lagt var af stað, rfkti mikill og góður „humör“ í hópnum, það lá í loft- inu að allt gengi að óskum, ann- að koma aldrei til greina. ★ Hinn möguleikinn er auðvitað alltaf fyrir hendi. Þreytandi ferð í flugvélum, lestum og langferða bifreiðum, aginn og spenningur- inn á undan leiknum stóra tekur á taugarnar og setur ekki minnsta svipinn á svona ferðir. Það er í rauninni ekki fyrr en eftir leikinn, síðustu klukku- tímana fyrir brottförina sem losnar um og menn fara frjálsir ferða sinna. Svo þegar ofan á þetta bætist slæm útreið í kapp leikjum, þá verður að finna eitt- hvað annað heiti en „skemmti- reisu“. Nokkrir okkar höfðu áður komið til Dublin, þeir sem höfðu verið með í keppnisferðinni haustið 1960. Þeir könnuðust fljótt við sig, mundu eftir aug- lýsingaspjöldunum, leiðinni að hótelinu og sýndu hinum „búð- ina sem þeir keyptu fötin í í hitteðfyrra". Hinir ' skoðuðu Nelsonstytt- una, virtu fyrir sér betlarana, og kváðu upp þann úrskurð, ELLERT B. SCHRAM: , Skemmtir eisa4 landsliðsins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.