Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. ágúst 1962. V'lSIR 9 — Ég tel ekki ráðlegt að kenna öllum háskóla- stúdentum heimspeki eins og tíðkast m. a. í Skotlandi, sagði prófess or A. J. Ayre, víðkunn- • a s t i heimspekingur Breta, að Bertrand Russ el einum undanskildum, er blaðamaður V í s i s spjallaði við hann í gær. Við sátum inni í stofu heima hjá brezka sendiherranum Mr. Boothby, að Laufásvegi 33 og röbbuðum saman. Prófesor Ayre hefir dvalizt hér á landi að undanförnu ásamt konu sinni, en hann og sendiherra- hjónin eru gamalkunn og er hann hér í boði þeirra. Þjálfar hugann. Prófessorinn kom víða við í samræðunum eins og sönnum heimspeking sæmir, þeim er ekkert mannlegt óviðkomandi, eins og kunnugt er. Meðal ann- ars spjölluðum við nokkuð um heimspekikennslu og þá gat hann skoðunar sinnar, sem að andi þrír prófessorar og um 40 kennarar í þeirri grein. Sá hátt' ur er þar hafður á, að heim- speki er kennd sem aukagrein til háskólaprófs í allmörgum greinum. M. a. verða allir þeir, sem hagfræðiprófi ljúka frá skólanum, að hafa sótt fyrir- lestra I heimspeki. 1 ritum sín- um hefir prófessor Ayre mjög fjallað um samband heimspeki, rökfræði og tungumáls, og einnig hinn heimspekilega grundvöll þekkingarinnar. Fyrsta rit hans, sem út kom ár- ið 1936 bar nafnið „Language, Truth and Logic“. Bókin „Thinking and Meaning" kom út árið 1947 og 1956 gaf hann út mikið rit sem ber nafnið „The Problem of Knowledge". Fyrirlestur sá sem hann hélt, er hann tók við prófessorsemb- ættinu í Oxford, kom út prentaður 1960 og nefnist „Philosophy and Language“. Auk ritstarfanna hefir pró- fessor Ayre með höndum leið- sögn og kennslu þeirra, sem koma til Oxford til framhalds- náms í heimspeki og vinna þar að undirbúningi doktorsrit- gerða 1 fræðigreininni. — Er vaxandi áhugi á heimspeki í Englandi? — Já, ég held að mér sé ó- hætt að fullyrða það. — Hver er ástæðan fyrir vaxandi heimspekiáhuga á þessari efnisöld? Prófessor A. J. Ayre. (Ljósm.: Vfsir) Heimspekingurinn ofan greinir. En eins og allir þeir vita, sem sótt hafa Háskól- ann þá er hér sami kennslu- háttur í heimspeki eða for- spjallsvísindum og í Skotlandi. Prófessor Ayre rökstuddi mál sitt á þann hátt að kennslan kæmi ekki að notum þar sem Iesið væri fyrir stórum hóp. Heimspeki væri fræðigrein sem þjálfaði hugann, flestu öðru fremur, en kostir hennar sem slíkir kæmu ekki í ljós nema unnt væri að koma á viðræðum milli kennara og nemenda, rök- ræðum og krufningum, en slíkt væri útilokað í stórum stúd- entahópum. Þvf væri hagstæð- ast að kennslan færi fram í því formi sem Bretar nefna „tutori als" eða með fáeinum stúdent- um. En skilyrði þessa er auð- vitað að háskólinn búi svo vel að hann hafi yfir fjölmennu kennaraliði að ráða í heim- speki, en ekki örfáum kennur- um, eins og hér á landi og víð- ar. Grundvöllur þekkinsarinnar. Það er óhætt að fullyrða að prófessor Ayre er einn fremsti heimspekingur vestrænna mennta í dag. Hann varð pró- fessor f heimspeki við háskól- ann f London 1946, eftir að hafa lokið prófi f Oxford og kennt þar heimspeki fyrir heimsstyrj- öldina, en síðan barizt í welsku hersveitunum á styrj- aldarárunum. Árið 1959 var hann síðan skipaður prófessor f rökfræði við hinn gamla skóla sinn, f Oxford. í Oxford er aðal heimspeki- setur Bretlands. Þar eru starf- — Ég hygg að það sé að nokkru að þakka meiri og betri kynningu á því hvað heim- speki f raun og veru er. Þar má nefna allmargar bækur ritaðar fyrir almenning um heimspeki- leg efni og má m. a. geta þess, að Penguin-útgáfufyrirtækið gefur út flokk bóka, sem ég ritstýri. Þá á BBC hér einnig góðan hlut að máli. 1 þriðju dagskré þess er alloft fjallað um þessi efni. Og einnig í brezka sjónvarpinu. (Hér má skjóta því inn f, að prófessor Ayre er sjálfur kunnur sjón- varpsmaður í Bretlandi. Hann var einn af þátttakendunum f dagskrárliðnum „Brainstrust", þar sem fjallað var um spum- ingar frá hlustendum um allt milli himins og jarðar.) Ekki sammála Russel. — Teljio þér að heimspek- ingurinn hafi sökum menntun- ar sinnar meira til málanna að leggja en aðrir, og fremur beri að hlýða á skoðanir hans en annarra? — Heimspekingurinn er engu vitrari en aðrir menn, þótt sú skoðun sé enn furðu mikið við lýði, að hann hafi höndlað vizkusteininn — og liggi á honum eins og ormur á gulli. Hann er enginn alvitur sjáandi. Hins vegar hafa þeir, sem heimspeki stunda fengið þjálfun í rökfræði og þeirra starf er að fást við huglæg efni. Að því leyti eru þeir kannski færari en sumir aðrir til að meta og dæma þau mál, sem ofarlega eru á baugi f þjóðfé- laginu. En barnfæddir „vitring- ar“ erum við engir! — Einn er sá heimspeking- ur, sem mjög hefir látið alþjóða mál til sín taka og talar þá gjarnan sem raustin frá Delfí. Það er Bertrand Russel. Hvað segið þér um skoðanir hans og baráttu? — Ég er góður vinur hans og mikill aðdáandi. Líklega hefir enginn haft jafn mikil áhrif á mótun skoðana minna sem hann. Og nú fyrir nokkru veitt- ist mér sú ánægja að gangast fyrir afmælisveizlu þeirri, sem þonum var haldin á nfræðis- afmæli hans í London. Hins vegar er ég ekki sam- mála skoðunum hans í stjóm- málum. Ég tel að við Bretar eigum ekki að hverfa á brott úr Atlantshafsbandalaginu. Með þvf væri öryggi okkar ekki auk- ið, heldur myndi styrjaldar- hættan váxa. Og ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekki einhliða að afsala okkur kjarn- orkuvopnum. Ég er vantrúaður á að slík breytni myndi hafa þau áhrif á de Gaulle að hann fetaði sömu slóð. En í raun- inni er þetta ekki spurning um afstöðu okkar Breta, heldur fyrst og fremst spurningin um það hvað Rússar og Banda- ríkjamenn gera. Hvað er unnt að fá Rússa til þess að ganga langt i samkomulagsátt? Þvf get ég ekki verið á sömu skoðun og Russel. Hins vegar hika ég ekki við að segja, að ef ég væri sannfærður um réttmæti málsstaðar hans mundi ég telja rökrétt að hann gengi jafn langt f þvf að berjast fyrir honum eins og hann gerir. Tveir menningarheimar. — Kenning C. P. Snow um hina tvo menningarheima hef- ir vakið nokkra athygli hér á landi sem annars staðar. Hvert er yðar álit á hinni umdeildu hugmynd þess ágæta rithöf- undar? — Ég held að grundvallar- hugmynd hans sé rétt en nokk- uð ýkt, eins og hún er sett fram af honum. Víst er það satt að unnt er að tala um hina tvo menningarheima. Annars vegar heim þeirra sem húmanísk fræði iðka, hins vegar heim raunvfs- indamannanna, stærðfræðinga, eðlisfræðinga o. s. frv. Og satt er að raunvísindamennirnir vita of lítið um starf og strauma meðal hugvfsindamannanna og þeir um störf raunvísinda- mannanna. En við verðum að gæta að því að veröldin verður æ sér- hæfðari. Átjánda öidin var öld fjölfræðinganna. Þá gat vel menntaður maður spannað bæði vísindi hugar og handar. Það er ekki hægt lengur. Að vísu eiga raunvísindamennirnir hér miklu hægara um vik, að forð- ast einhæfingu starfs síns og halda sálargluggunum opnum. Þeir geta auðveldlega fylgzt með þvf nýjasta í skáldsagna- gerð, listum og öðrum slíkum efnum. Aftur á móti er erfiðara fyrir okkur að brjóta til mergj- ar flókin eðlisfræðileg og stærð fræðileg lögmál, leyndarmál at- ómsins o. s. frv. — nema með mikilli undirbúningsmenntun. En stærðfræðingur á líka erfitt með að ræða um lögmál heim- spekinnar. Því held ég að þessi klofningur sé óhjákvæmilegur, þótt æskilegt sé að hann sé sem minnstur. Og hér má ekki yfirdrífa. Það er rangt að þessir tveir heimar talist ekki við, a. m. k. í Englandi. Engir af beztu vinum mínum eru heimspek- ingar, heldur menn annarra fræðigreina, Vera má þó að skilin séu mun meiri f Banda- ríkjunum en Evrópu. Þar getur sérhæfingin gengið of langt. Ný kynslóð. Talið berst nú að Rússlands- för prófessors Ayre, en til Moskvu var honum boðið fyrir nokkru og flutti hann fyrir- lestra við háskólann þar. För hans vakti mikla athygli f Moskvu, ekki síður en ummæli hans eftir heimkomuna. Jafnaldrar mfnir f Rússlandi, menn milli fimmtugs og sex- tugs, hafa alið langan aldur undir Stalinismanum, segir Ayre og þeir báru þess merki. Hins vegar komst ég að þvf, áð yngri kynslóðin f Rússlandi er mjög fróðleiksfús og forvitin, eins og æskumenn eiga að vera, og þeir ungu Rússar sem ég hitti höfðu brennandi áhuga á því að fregna um hverjir væru helztir menningarstraumar í Vestur- Evrópu. Ég hygg að andlegt frelsi sé að aukast í Sovétríkjunum og ný kynslóð að vaxa upp sem metur það mikils. Knattspyrna og fílósófía. Sendiherrahjónin brezku og frú Ayer bætast nú f hópinn og tei er hellt f bolla. Frú Ayer er bandarfskrar ættar, blaða- kona, sem skrifar greinar í Lundúnablaðið Daily Herald og safnar hér efni frá Islandi. Talið berst að landsleiknum f knattspyrnu við Ira. Menn eru á einu máli um að Sigurður út- varpsþulur hafi haft á réttu að standa er hann sagði, að svo lítið tap væri raunverulega sigur! 1 Ijós kemur að prófessor Ayre á fleiri hugðarefni en fílósófíuna og hennar völundar- hús. Hann hefir brennandi á- huga á knattspyrnu og lætur sig sjaldnast vanta á völlinn, þegar lið hans, Tottenham Hotspur, keppir til úrslita. - Ég hefi fylgzt með þeim f 40 ár segir hann og brosir. Það er ein mfn bezta skemmtun. Knattspyrnan hvflir hugann, maður gleymir sínu daglega starfi um stund, rétt eins og f skák eða á spennandi kvik- mynd. B-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.