Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR Miðvikudagur 15. ágúst 1962. Bifreiðaeigendur verða sekfaðir Bifreiðaeigendur í umdæmi Reykjavíkur, sem ekki hafa mætt með bifreið sína til skoð- unar á tilsettum tíma, eiga von á því úr þessu að verða sektaðir fyrir vanrækslu. Að því er lögreglan í Reykjavík hefur tjáð Vísi er skoðun bifreiða í ár nú langt komið, en ýmsir hafa enn trassað að mæta með bifreiðar sínar til skoðunnar. Hefur nú verið ákveðið að beita sektum við þá sem ekki hafa komið með farar- tæki sín á tilskyldum tíma og gildir það ákvæði jafnt fyrir þá sem ekki hafa komið með bifreiðir til frum- skoðunar og eins hina, sem ekki hafa mætt með hana til endurskoð- unar eftir að nauðsynleg viðgerð Hér sést Sandey í fjörunni við Nauthóisvík, þar sem hún er að dæla skeljasandi í sjóbaðsstað Reykvíkinga. Skeljasandsfjara í Nauthólsvík Saltað á öllum ÁustíjarBahöfnum hafði verið framkvæmd á henni. Sektir við fyrsta broti nemur 150 krónum nema um meiriháttar vanrækslu sé að ræða, eða þá að bifreið sé enn f megnasta ólagi. Slfk mál fara þá fyrir dóm og getur sektarupphæðin þá marg- faldazt. Sigurður á veiðar Nú í haust verður farið að gera hinn stóra togara Sigurð út á veiðar, en hann hefur legið að mestu í höfn sfðan hann kom hing að til lands fyrir tveimur árum, fór hann aðeins í tvær veiðiferðir eftir komuna hingað. Skipstjóri á Sigurði hefur verið ráðinn Auðunn Auðunsson sem er kunnur togaraskipstjóri, einn Auðunsbræðranna. Hefur hann áð ur verið skipstjóri á Fylki, en nú tekur bróðir hans Gunnar Auð- unsson við honum. Sæmileg síldveiði var i gær og í nótt við Austfirði, aðallega um 35—40 mílur suðaustur af Skrúð. Þá hefur víða orðið vart síldar fyrir Norðurlandi. M.a. voru góðar torfur í Reykjafjarðarál um 28 sjó- mílur norðaustur af Geirólfsgnúp á Ströndum. Einnig sást síld vlð Kolbeinsey og út af Rifstanga, en lítil veiði var á þessum slóðum vegna þess að fá eða engin skip voru á þeim slóðum. Heildarveiðin s.l. sólarhring var 22.230 mál og tunnur og fengu það 51 skip. Af þeim komu 41 skip til Austfjarðahafna með samt. 20.400 mál og tunnur, en 10 skip fengu veiði á svæðinu við Kolbeinsey, samtals 1830 mál og tunnur. Nú er saltað á öllum söltunar- stöðvum á Austfjörðum allt frá Vopnafirði til Fáskrúðsfjarðar, því að síldin sem veiðist við Skrúð er stór-og feit söltunarsíld. Smá- síldin sem olli erfiðleikum á dög- unum hefur nú færzt frá, svo að skipin lenda ekki í eins miklum erfiðleikum og áður með hana. Síldarleitin hefur nú orðið vör síldar víða með Norðurlandi, en fátt er um skip þar. Nokkrar góð- ar torfur fundust í gær út af Ströndum. Þær stóðu þá djúpt, en eru nú korrínar í gott kastfæri. Þarna er nokkur rauðáta, en svo til engar fiskilirfur, svo að útlitið er gott og má búast við að ein- 10 SENTIMETRA ÞVKKT LAG Því miður stóð þannig á sjáv- arföllum, að ekki var nógu stór- hverjir bátar verði komnir þangað á morgun. Við Kolbeinsey fengu 10 skip í gær þetta 100—,400 tunnur. í gær- kvöldi sá flugvél dálítið síldarhrafl á þeim slóðum og færðu bátarnir sig þangað, en voru ekki komnir á staðinn fyrr en í myrkri. Eftirtalin skip fengu 500 mál og tunnur eða meira s.I. sólarhring: Framhald á bls. 5. Austurviðskiptin og stjórn S.H. Vísi hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá stjóm Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. — í forystugrein blaðsins á morgun verður nánari grein gerð fyrir því máli, sem hér er rætt. Vegna endurtekinna skrifa nokk- urra dagblaðanna í Reykjavík um svo kölluð „austurviðskipti", þ.e. viðskipti íslands annars vegar og Sovétríkjanna og Austur-Evrópu- ríkjanna hins vegar, vill Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna taka fram, að hún telur þessi viðskipti ekki einungis hafa verið hraðfrystiiðn- aðinum í landinu til hagsbóta, heldur og útgerðarmönnum og sjó- '\ mönnum og þar með sjávarútvegn- um í heild. Til dæmis nam útflutningur hraðfrystrar síldar frá haustvertíð 1961 og það sem af er árinu 1962, því sem hér segir: Rússland 5.000 tonn Vestur-Þýzkaland 3.636 — Austur-Þýzkaland 4.301 — Tékkóslóvakía 2.200 — Rúmenía 1.500 — Pólland 2.500 — ; England 167 — l U. S. A 15 — ; Samtals 19.319 tonn Af þessari töflu er ljóst, að ekki hefði verið flutt út nema brot af því magni hraðfrystrar síldar, sem nú þegar hefur verið flutt út, ef ekki hefði verið unnt að nýta „austur“ markaðina. Þegar meta skal gildi viðskipta við vöruskiptalönd, er hvergi nærri nóg að telja einungis upp galla innflutningsins frá þessum löndum. Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna lítur þess vegna svo á, að þessi skrif nokkurra dagblað- anna í Reykjavík um „austurvið- skipti“, þar sem aðeins er farið inn á ákveðnar hliðar viðskipt- anna, sé óheppileg og geti auðveld- lega haft í för með sér að menn komizt að rangri niðurstöðu um málið. Stjóm Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. ► Jens Otto Krag utanrfkisráð- herra Danmerkur fer í opinbera heimsókn til Bonn í byrjun septem- ber. ► Tvær brezkar orrustuþotur rák ust á í morgun yfir Norðymbra- landi. Þoka var. Báðir flugmenn- imir fómst. ► Franskur embættlsmaður hefur verið handtekinn, sakaður um að vera leiðtogi hemaðarlegra, leyni- legra samtaka í vesturhl. landsins, um tonna eða um 500 rúmmetrum af skelja- sandi í fjöruna. Reykvíkingar geta nú vænzt þess að fá betri baðfjöru úr hvítum skeljasandi í Nauthóls- víkinni, því að um síð- ustu helgi kom sand- dæluskipið Sandey sigl- andi inn Skerjafjörðinn, að Nauthólsvíkinni og dældi nokkrum hundruð streymt, svo að skipið komst ekki alveg nógu nálægt, en sand urinn hefur myndað dálitla eyri fyrir utan fjöruna og þar sem skeljasandur er léttur má búast við að hann berist smámsaman upp í fjöruna og jafnist þar yfir. En þetta sandmagn á að nægja til þess að 10 sentimetra þykkt lag myndist í allri fjörunni. 6 MÁNAÐA STARF FYRIR SEMENTSVERKSMIÐJUNA Eigendur sanddæluskipsins komu með þennan skeljasand ut an úr Faxaflóa og gáfu Reyk- víkingum hann. Það er hlutafé- lagið Björgun, sem nýlega keypti Sandey og verður það aðalhlutverk skipsins, að dæla skeljasandi upp af botni Faxa- flóa og flytja hann til sements- verksmiðjunnar á Akranesi. Leysir það þannig danskt skip af hólmi við þau störf. Á þessu ári er gert ráð fyrir að Sandey flytji 120 þúsund rúmmetra af skeljasandi til sementsverksmiðj unnar. Forráðamenn Sandeyjar skýrðu Framhald á bls. 5. Skipstjórinn á Sandey, Hreinn Hreinsson, og framkvæmdastjóri Björgunar h.f. sjást hér á ganginum fram eftir miðju skipinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.